19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 6
AÐ BITA FRA SER EÐA DRUSLAST MEÐ Rætt við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. r Ifyrsta skipti er kona í embætti ráðherra jafnréttismála á íslandi, Jóhanna Sigurðardóttir tók sæti félagsmálaráðherra er núverandi ríkisstjórn tók við völdum síðastliðið sumar. Hún er því áhugaverður viðmælandi í ársrit KRFÍ, 19. júní. Jóhanna hefur verið ötull liðsmaður í kvennabaráttu undanfarinna ára. Hún vakti fyrst athygli er hún sem talsmaður stéttarfélags síns stóð í eidlínu í kjarabaráttu. Síðan er liðinn aldarfjórðungur. Jóhanna hefur setið á Alþingi íslendinga í tíu ár og helstu baráttumál hennar í þingsöl- um hafa verið húsnæðis- og jafnréttismál, málefni fatlaðra og aldraðra, svo og tryggingamál. Hún segir sjálf um starf sitt á Alþingi að þar hafi hún leitast við að ráðast að rótum misréttis í þjóðfélaginu. Tæpt er á ýmsu í viðtali þessu, en helstu atriðin eru launamál kvenna og jafnréttismál almennt. En fyrst er tal- inu vikið að setu Jóhönnu í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Spurt er hvernig henni líði sem einu konunni í ríkis- stjórninni og hvort hún telji að and- rúmsloftið væri öðru vísi ef fleiri kon- ur ættu þar sæti. „Þetta er ekki mín óskastjórn. En takk, mér líður bærilega", segir fé- lagsmálaráðherra og er dálítið snögg í svörum. „Alla vegana veit ég að strákarnir í ríkisstjórninni geta að minnsta kosti ekki án mín verið. Sjáðu til“ — nú hallar hún sér aftur í stólnum og er kímin á svip — „ætli ég hafi ekki setið sjötíu eða áttatíu ríkis- stjórnarfundi í stjórnarráðinu. Hversu langir sem fundirnir eru fær maður aldrei annað en kaffi og mola. Jæja, svo bar það við einn daginn fyrir jól að ég sá ástæðu til að vera ekkert að mæta á ríkisstjórnarfund. Svo sárt var mín saknað að strákarnir frestuðu ríkisstjórnarfundi og eitt- hvað var tuldrað um stjórnarslit vegna fjarveru minnar. Þegar ég svo 6 mætti á ríkisstjórnarfund aftur, bar svo við að í fyrsta og eina skiptið var ríkisstjórnarborðið hlaðið smurðu brauði og öli. Svo mjög var mér fagnað. Einn af strákunum mætti of seint á fundinn, hann fékk nær bakfall þegar hann sá kræsingarnar á borðunt og sagði: „Hvort er þetta síðasta kvöldmáltíðin eða er verið að fagna týnda synin- um?“ Já, auðvitað var þessi veisla vegna þess að Jóhanna var komin aft- ur.“ Ég kvarta ekki En að öllu gamni slepptu þá er hægt að segja að ég uni mér bærilega meðan ég tel að vera mín skipti þar einhverju máli fyrir fólkið. Og á meðan ég hef von um að árangur sjáist svo viðunandi sé í baráttumálum Alþýðuflokksins. Ég geri harðar kröfur til sjálfrar mín og míns flokks um að bregðast ekki trún- aði fólksins og sýna heiðarleika." Þessum orðunt Jóhönnu fylgir þungi nokkur. Viötal: Þórunn Gestsdóttir „Ég er ekki að tala um að ná fram öllum helstu baráttumálum míns flokks á einu ári eða jafnvel heilu kjörtímabili. En það má aldrei fara á milli mála að það er flokkur félags- hyggju og jafnréttis sem er við stjórn- völinn þegar Alþýðuflokkurinn á að- ild að ríkisstjórn. En erfiðleikarnir eru til að takast á við þá og fylgja ekki síst þessu starfi. Ég kvarta ekki svo lengi sem bar- áttan er háð af einhverri sanngirni, heiðarleika og virðingu fyrir skoðun- um hvers annars. Og sannast sagna, þó að stjórnmálin geti verið gefandi og spennandi að takast á við, þá verð ég að segja að pólitíkin getur líka jafn- oft verið lágkúruleg og niðurdrep- andi. Ef það er eitthvað sem ég hef and- styggð á í pólitíkinni og þoli ekki þá er það valdabarátta, óheiðarleiki og ósanngirni. Og þegar vísvitandi er farið með blekkingar um menn og málefni til að villa fólki sýn. Því miður er til of mikið af „litlu" fólki í pólitík- inni. En í það heila tekið hefur tíu ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.