19. júní - 19.06.1988, Side 82
Framh. af bls. 12
Ólgan er sögö vera vegna ósveigj-
anleika af hálfu Jóhönnu og vegna
þess að hún sé ófús til samningavið-
ræðna. Hvað segir hún sjálf um frum-
varpið um kaupleiguíbúðirnar? Er
samþykkt þess á Alþingi forsenda
fyrir setu hennar í þessari ríkisstjórn
— með öðrum orðum er hún tilbúin
til að standa upp úr ráðherrastólnum
náist ekki samkomulag um það?
„Sjáðu til, þarna setur þú mig með
spurningu þinni í sama ljós og sumir
karlarnir hafa verið að reyna að gera
gegn betri vitund. Þú segir raunveru-
lega: „Þeir skilja að þeir verða að
semja í þriggja flokka stjórn en þú ert
ósveigjanleg og heimtar allt." Þetta er
alrangt. Ég hef engu minni skilning á
því að það þarf að semja og sýna fulla
tillitssemi þegar skiptar skoðanir eru í
samstarfi um stefnu, leiðir, forgang-
mála og áherslur. Ef eitthvað er þá
snýst málið miklu frekar um tillits-
leysi annarra í minn garð en öfugt."
Hér þagnar Jóhanna um stund, en
bætir svo við:
„En það eru auðvitað takmörk
fyrir því hvað ég get samið við mína
eigin samvisku.
Og eitt er víst að ég geng aldrei
lengra í samningum eða málamiðlun-
um en ég get varið fyrir minni eigin
sannfæringu og samvisku. Ég var
spurð að því daginn sem ég tók við
starfi ráðherra hvað mér væri efst í
huga. Ég svaraði því til að ég ætti þá
ósk að vera sátt við sjálfa mig þegar ég
yfirgef ráðherrastólinn. Ég hef reynt
að vinna samkvæmt því mottói.
Ég gæti reyndar bent þér á hvert
málið á fætur öðru sem afsannar þetta
með ósveigjanleikann. Staðreyndin
er sú að ég er einstaklega samvinnu-
góð ef sanngirnin er líka með í spil-
inu. Hitt er svo annað mál að ef ég
finn að ég er beitt mikilli ósanngirni
og rangindum í málum þá er senni-
lega leitun að þrjóskari manneskju
eða sem erfiðara er við að eiga. En
skýringin er líka sú að valið hjá mér
hefur oft staðið á milli þess að bíta
fast frá mér eða hreinlega að druslast
með og láta rúlla yfir mig.
Auðvitað vel ég það fyrrnefnda
þegar ég veit að ég hef réttan og
sanngjarnan málstað að verja.
Kannski er staðreyndin líka sú að
karlarnir eru komnir skemmra á veg
en við höldum, að viðurkenna konur
með völd eða konur sem jafningja í
áhrifastöðum. Staðreyndin er líka sú
að sumri karlrembunni þykir einfald-
lega „fínt“ að tala niður til kvenna og
82
aðrir leyna eigin vanmáttarkennd
með því að gera slíkt.
Þú spyrð sérstaklega um kaup-
leiguíbúðir, þegar þú nefnir að ég sé
ósveigjanleg. Af hverju hef ég barist
hart fyrir þessu máli bæði í stjórnar-
myndunarviðræðunum og nú í ráð-
herrastól? Það er vegna þess að þetta
er eitt af helstu baráttumálum Al-
þýðuflokksins meðal annars í síðustu
kosningum, mál sem Alþýðuflokkur-
inn hefur lofað fólkinu að ná fram
komist hann í ríkisstjórn, mál sem ég
er sannfærð um að skiptir sköpum í
húsnæðismálum landsmanna.
Þess vegna hef ég sagt að Alþýðu-
flokkurinn geti ekki við annað unað
en að ná þessu máli fram og það sé
prófsteinn á það hvort Alþýðuflokk-
urinn eigi erindi í þessari ríkisstjórn.
Spurningin um það hvort ég sé til-
búin til að standa upp úr ráðherra-
stólnum hafist það ekki í gegn, liggur
því í hlutarins eðli með sama hætti og
ég hefði aldrei fallist á að verða ráð-
herra í þessari ríkisstjórn nema af því
að kaupleigumálið náði fram að
ganga í stjórnarmyndunarviðræðun-
um."
Trúnaðarbrestur
Kvennalistinn fékk mikinn
meðbyr í skoðanakönnun í
mars og apríl, en Alþýðu-
flokkurinn tapaði fylgi.
Veldur það félagsmálaráðherra, Jó-
hönnu Sigurðardóttur áhyggjum, sem
einu konunni á þingi fyrir sinn flokk
og einu konunni í ríkisstjórninni?
„Þú virðist draga þá ályktun af
skoðanakönnunum að vera mín á
þingi fyrir Alþýðuflokkinn og að ég sé
eina konan í ríkisstjórninni hafi ekki
haft jákvæð áhrif í skoðanakönnun-
um og nefnir í því sambandi að Al-
þýðuflokkurinn hafi tapað fylgi.
Ég vil nú leyfa mér að vona að ég
gagnist Alþýðuflokknum heldur
meira en það að reyta af honum fylg-
ið. Og ég sé satt að segja ekki sam-
hengið í því að þegar í skoðanakönn-
unum er spurt um afstöðu fólks til
einstakra stjórnmálamanna, hljóti ég
annað sætið í þeirri fyrri og fimmta
sætið í þeirri síðari, á sama tíma og ég
er að reyta fylgið af flokknum. En ef
ég svara spurningu þinni beint þá hef
ég ekki af því áhyggjur að ég dragi
niður fylgi flokksins eða ríkisstjórnar-
innar. Ég held að þessi skoðanakönn-
un sýni allt annað. Hún segir mér það
eitt að það hefur orðið alvarlegur
trúnaðarbrestur milli fólksins í land-
inu og hefðbundinna stjórnmálaafla,
bæði stjórnar og stjórnarandstöðu.
Það að Kvennalistinn er orðinn
stærsta stjórnmálaaflið í landinu sam-
kvæmt skoðanakönnunum er að
mínu viti vegna þess að fólki finnst,
með réttu eða röngu, að Kvennalist-
inn sé trúverðugt stjórnmálaafl, en
önnur stjórnmálaöfl hafi brugðist
trausti fólksins. Þetta ber að viður-
kenna hvort sem okkur líkar það bet-
ur eða verr því að hér er á ferðinni
alvarleg áminning til stjórnmálaafl-
anna í landinu. Stefnuskrá Kvenna-
listans í hinum svokölluðu mjúku
málum eða fjölskyldumálum er
hvorki betri né verri en annarra
stjórnmálaafla. I þessum skoðana-
könnunum nýtur Kvennalistinn þess
að hafa aldrei þurft að axla ábyrgð við
landsstjórnina."
Frá stöðu Kvennalistans í íslensk-
um stjórnmálum er talinu vikið að
stöðu kvenna í Alþýðuflokknum og
hvað sé framundan hjá Jóhönnu Sig-
urðardóttur.
„í síðustu kosningum var markvisst
unnið að því að koma fjórum konum
inn á þing fyrir Alþýðuflokkinn, ekki
munaði miklu að það tækist. Markið
verður ekki sett neðar í næstu kosn-
ingum. Stundum er vitnað til þess að
konur hafi annað gildismat og leggi
aðrar áherslur í stjórnmálin. Ég tel að
svo sé.
Yfirleitt leggja konur í öllum
stjórnmálaflokkum mikla áherslu á
það sem oftast eru nefnd „mjúku mál-
in“ eða jafnréttismál í víðum skiln-
ingi. Það höfum við í Alþýðuflokkn-
um gert af miklum þunga. Meðal ann-
ars hefur ítarleg stefnuskrá um
málefni fjölskyldunnar verið sam-
þykkt á flokksþingi. Þingmenn og
sveitastjórnarmenn flokksins hafa
síðan fylgt henni eftir á vettvangi
sveitastjórna og á Alþingi.
En konur jafnt sem karlar innan
Alþýðuflokksins eru sammála um að
reka ábyrga jafnréttis- og fjölskyldu-
stefnu en undirstaðan er ábyrg efna-
hagsstjórn. Ég hygg að þarna sé kom-
ið að kjarna málsins. Stefna allra
flokka þar með talin Kvennalistans, í
fjölskyldu- og jafnréttismálum er
nokkuð áþekk, en undirstöðurnar
undir ábyrga stefnu eru misburðugar.
Það veit sjálfsagt enginn hvað er
framundan, en ég er staðráðin í að
verða ekki ellidauð í pólitíkinni, þó
ég ætti möguleika á því. Lífið er fullt
af „efum og kannski". Kannski færi
bara vel á því að enda stjórnmálaferil-
inn í ráðherrastólnum og fara að huga
að kvennabyltinguni ef . . .“