19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 34
Þorbjörn Broddason lektor: ÍHALDSSEMI TIL HÆGRI OG VINSTRI Andlit félagshyggjunnar (sós- íalismans) eru mörg og vilja ekki öll kannast hvort við annað. Sú félagshyggja sem ég vil fylgja ber umfram allt svip mannúðar og skynsemi. Þriðji eigin- leikinn sem mér er ofarlega í huga er raunsæi, en ég tel það ekki til kosta heldur lít ég það sem víti til að varast. Allir stjórnmálamenn verða raun- sæinu að bráð í einhverjum mæli og eru þeim mun gagnslausari sem þeir eru verr haldnir af því. Afstaða stjórnmálamanna til fjöl- skyldunnar einkenndist lengi af hirðuleysi svipuðu því sem við sýnum loftinu sem við öndum að okkur. Fyrir nokkrum árum rann hins vegar upp ljós fyrir öllum stjórnmálahreyf- ingum landsins um að fjölskyldan, þetta árþúsunda gamla festi, væri í bráðri tortímingarhættu. Nýtt her- óp, fjölskyldustefna, gall skyndilega meðal allra stjórnmálahreyfinga en engri þeirri tókst þó mér vitanlega að nýta hávaðann til stærri afreka en fundahalda og skýrslugerðar. Nú er herópið hljóðnað og skýrslurnar að fyrnast, en kreppa fjölskyldunnar verður að sífellt alvarlegra þjóðfé- lagsmeini. Hagnýt hugmyndafræði allra ís- lenskra flokka einkennist af íhalds- semi þegar fjölskyldan á í hlut; íhalds- samri hægrimennsku og íhaldssamri vinstrimennsku. Hinir hægrisinnuðu eru slegnir slíkri tregablindu að hún ein sér stofnar framtíð fjölskyldunnar beinlínis í voða. Þeir eru blessunar- lega lausir við raunsæi í dýrkun sinni á draumsýn sem naumast er nokkurs staðar að finna nema í hillingum for- ystugreina flokksblaða, en félags- hyggja þeirra er fálmkennd, svo sem vænta má af þeim sem heyja daglega baráttu við þversagnir í eigin vitund. Skynsamleg er stefna þeirra ekki. Vinstrimenn leitast við að létta sem allra flestum verkefnum af fjölskyld- unni; þar ríður raunsæið húsum en þeir átta sig samt ekki á því að verk- efni og ábyrgð eru kjölfesta fjölskyld- unnar; umhyggja þeirra fyrir fjöl- skyldunni snýst í andhverfu sína og getur riðið henni að fullu með sama áframhaldi. Félagshyggja undir merkjum raunsæis úthýsir mannúð- inni og þá þarf ekki að spyrja um af- drif skynseminnar. Norræni vanda- málasérfræðingurinn sem komst að þeirri spaklegu niðurstöðu að sundr- ungin væri hið eðlilega ástand fjöl- skyldunnar gæti vel hafa verið vinstri- sinnaður. Ef vinstrimenn létu raunsæi lönd og leið og spyrðu um mannúð um leið og þeir spyrja um skynsemi væru þeir búnir að stíga fyrsta skrefið í átt að íhaldssamri framtíðarsýn sinni: Efl- ingu fjölskyldunnar. Um árþúsundir var fjölskyldan þungamiðja þjóðfélagsins. Með iðn- byltingunni myndaðist alvarlegt mis- gengi milli fjölskyldunnar og annarra meginfesta. Þetta misgengi hefur verið að aukast fram á síðustu ár en ég tel að nú sé unnt að snúa við blaðinu. Fjölskyldan getur orðið þungamiðja framtíðarþjóðfélagsins og vinstri- menn geta stuðlað að því að sú þróun verði undir merkjum mannúðlegr- ar og skynsamlegrar félagshyggju. Lausnin felst í því að auka ábyrgð fjölskyldunnar en ekki í því að létta sífellt af henni verkefnum. Vinna þarf markvisst að því að gera heimilið á ný að vettvangi daglegs erfiðis og tryggja að afleiðing þeirrar þróunar verði ekki aukin mismunun stétta og kynja. Börn framtíðarinnar munu ekki sækja skóla vegna þess að skólinn mun koma til þeirra inn á heimilin og hlutverk foreldranna í skólastarfinu verður miklu stærra en áður. Þessi hugmynd um skóla framtíðarinnar getur hins vegar leitt af sér aukna mis- munun og mun gera það ef félags- hyggja verður ekki höfð að leiðar- ljósi. Abyrgð fjölskyldunnar á eigin heilbrigði mun aukast mjög í framtíð- inni og einnig þar er hætta á aukinni mismunun, einkum karla og kvenna, ef vinstrimenn sofa á verðinum. Dagvistir framtíðarinnar munu ein- kennast af nánari tengslum við heim- ilin. Þessi þróun mun kosta átök vegna þess að augljóst virðist að markaðs- öflunum muni vaxa ásmegin í upplýs- ingaþjóðfélaginu og þau muni seilast æ lengra inn á svið sem þau þógu hendur sínar af til skamms tíma (t.d. ljósvakann, skólakerfið). Markaðs- öflin geta vissulega gert sitt gagn, bæði í nútíð og framtíð, en óhamin verða þau aðeins til ógæfu. Ein merk- asta spurningin sem við okkur blasir nú er þessi: Viljum við að tæknin og markaðurinn þjóni þjóðfélagi fjöl- skyldunnar eða viljum við að fjöl- skyldan verði í enn auknum mæli leik- soppur markaðsþjóðfélagsins? Við höfum svarið á valdi okkar. HflNS PETERSEN HF TKYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.