19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 53
Frá vinstri: Sigurður Snævarr, Þrúður Helgadóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Jóna Ósk
Guðjónsdóttir. Á myndina vantar Bessí Jóhannsdóttur.
Könnun þessi fer fram á vegum fram-
kvæmdanefndar forsætisráðuneytis
um samanburðarkönnun á launum
karla og kvenna og er unnin af Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands. Gert
er ráð fyrir að niðurstöður verði til-
búnar síðla sumars.
Samfelldur skóladagur
Starf nefndarinnar í vetur hefur
aðallega verið tengt skólamál-
um og dagvistarmálum auk al-
mennrar gagnasöfnunar.
Áfangaskýrsla nefndarinnar nú í vor
fjallar einungis um þá tvo mála-
flokka, en lokaskýrsla verður vænt-
anlega tilbúin í haust. Varðandi
skólamálin hafa hæst borið aðgerðir
til að koma á samfelldum skóladegi
fyrir alla grunnskólanemendur svo og
tillögur um lengingu skóladags. Á
undanförnum árum hefur mikið verið
unnið að því að koma á samfelldum
skóladegi í grunnskólum. Ragnhildur
Helgadóttir, þáverandi menntamál-
aráðherra, skipaði nefnd undir for-
ystu Salóme Þorkelsdóttur til að fjalla
um samstarf heimila og skóla. Nefnd-
in skilaði skýrslum urn samfelldan
skóladag annars vegar um höfuð-
borgarsvæðið og hins vegar um dreif-
býlið. Starfsemi nefndarinnar hafði
þegar þau áhrif að umræða fór af stað
og skólarnir fóru hver fyrir sig að at-
huga hvað hægt væri að gera til að
bæta ástandið. Smám saman fóru
stundaskrár að bera þess merki að
hagsmunir nemenda væru hafðir í
fyrirrúmi og nú er svo komið t.d. í
Reykjavík að tæp 75% nemenda á
grunnskólaaldri njóta samfellds
skóladags og 21% til viðbótar þurfa
ekki að fara nema eina aukaferð á
viku í skólann. Þarna hefur umtals-
verður árangur náðst. Tölur þessar
eru fyrir nýliðið skólaár 1987-1988 en
því miður liggja ekki enn fyrir sam-
bærilegar upplýsingar frá öðrurn
fræðsluumdæmum. Helsti þröskuld-
urinn fyrir algjörri samfelldni er
íþróttakennsla og kennsla í öðrum
sérgreinum. Því þarf að bæta húsnæð-
isaðstöðu sérgreinakennslu og að-
stöðu til fullnægjandi hádegismatar.
Þó að svo hátt hlutfall nemenda í
Reykjavík hafi samfelldan skóladag
ber þess þó að gæta að margir skólar
eru tvísetnir og lætur nærri að þriðj-
ungur bekkjardeilda sé eftir hádegi í
skólanum. Einsetning í sjálfu sér er
umdeilanlegt markmið, en leiðir hins
vegar til næsta stórmáls sem er leng-
ing skóladags.
6 klukkustunda skóladagur
yngstu barnanna
Skóladagur grunnskólanema er
misjafnlega langur eða frá 22
kennslustundum á viku upp í
35 kennslustundir. Kennsla sex
ára barna er heimil allt að einni viku-
stund á hvern nemenda. Víðast hvar
er raunin sú að sex ára nemendur fá
10-15 kennslustundir á viku. Hinn til-
tölulega stutti skóladagur nemenda
fyrstu bekkja grunnskólans og for-
skólans hefur leitt til erfiðleika fyrir
útivinnandi foreldra, þar sem litlir
möguleikar eru á gæslu eftir að skóla-
tíma lýkur. Margir skólar hafa brugð-
ist við þessu með sérstökum viðveru-
tíma eftir að kennslu lýkur og hópur
barna fær inni á skóladagheimilum. I
Reykjavík hafa 5.6% barna á aldrin-
um 6-10 ára aðgang að skóladagheim-
ili og mun það vera hæsta hlutfall á
landinu. I könnun sem gerð hefur
verið meðal foreldra skólabarna hef-
ur komið í ljós að foreldrar eru fúsir
að greiða sérstaklega fyrir viðveru-
tíma eftir að kennslu lýkur. Mjög er
brýnt að skólarnir bregðist fljótt við
þessum vanda með að bjóða upp á
viðverutíma, en hins vegar hlýtur það
að vera keppikefli að nýta þann tíma
sem, börnin dvelja í skólanum, þannig
að hann nýtist betur í sambandi við
nám þeirra. Með hliðsjón af þessu
mun nefndin gera tillögur um leng-
ingu skóladags með sérstakri áherslu
á yngri börnin og áfangaáætlanir til að
ná því marki að börn dveljist að
minnsta kosti 6 klukkustundir á dag í
skólanum, þar með talið kennslu-
stundir, stundahlé og matarhlé. Til að
ná þessu marki þarf jafnframt að
skapa aðstöðu í skólanum til að neyta
matar.
53