19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 78

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 78
B Æ K U R AF GÓÐU FÓLKI í FÍNU , HÚSI Istuttu máli fjallar þessi fyrsta skáldsaga ljóö- og leikritaskálds- ins Nínu Bjarkar Árnadóttur, um ár ílífi ungrarstúlku. Ár sem hefur afgerandi áhrif á alla framtíð hennar. En Móðir — Kona — Meyja er meira en það, hún er ljóðræn lýsing á fólki og tilfinningum, og ef til vill ber að lesa bókina sem eitt langt ljóð, frekar en að lesa hana sem skáldsögu. Sumarið 1958 er Helga sextán ára og yfirgefur öryggið hjá pabba og mömmu í Heiðarbænum. Hún fer í vist til Reykjavíkur, til hjóna sem móðir hennar þekkir, og hefur með sér ársgamla dóttur sína Áslaugu. Henni er forkunnar vel tekið bæði af húsbændum og hjúum, en auk hjónanna Hjálmars og Heiðar eru á heimilinu tvær kerlingar sem hjónin hafa tekið upp á arma sína, systurnar Sína og Setta. Umhverfið er að mörgu leyti fram- andi fyrir Helgu. Aldrei hefur hún kynnst svona fínu fólki og svona fínu húsi, og þar við bætist að allir keppast um að dekra við þær Áslaugu, svo Helga er bæði heilluð og hrifin í senn, og til að byrja með svolítið skelkuð yfir þessu fólki og óvæntum blíðuhót- um þess. Þó dylst henni ekki að eitt- hvað er að í sambúð Hjálmars þing- manns og Helgu konu hans, þó þau séu góð, eru þau óhamingjusöm, og eiga brátt samúð Helgu alla. „Mér þótti vænt um þennan einmana fína mann.“ (bls. 61) Ekki síður finnur hún til með Heiði sem ennþá þjáist yfir heitrofum sem hún varð fyrir í æsku, en á hverju ári vefur hún mynd unnustans ótrúa og brennir á báli, 78 íklædd brúðarkjól, á meðan Hjálmar fylgist með henni álengdar og grætur. Helga tekur hlutunum eins og þeir koma fyrir. Hún leggur ekki dóm á umhverfi sitt, heldur lætur tilfinning- arnar ráða, bæði í samskiptum sínum við fólkið í húsinu, og eins þegar hún verður ástfangin af Ameríkanasynin- um Villý, sem býr í aumasta hverfi borgarinnar, braggahverfinu. Fyrir Helgu eru hlutirnir annaðhvort góðir eða vondir, og ef henni finnst fólk vera gott, vill hún allt fyrir það gera. Hún gengur inn í hlutverkið senr dótt- ir og félagi hjónanna, sem frá fyrstu stundu eru ófeimin við að gæla við hana og gráta upp við öxlina á henni, og er jafnframt sú sem þau geta sam- einast um. Grein: Lilja Gunnarsdóttir Aðeins er tæpt á stéttarandstæðum í sögunni, þó að Helga velti slíkum hlutum ekki fyrir sér. Arnór bróðir hennar kemur með nokkrar háðsleg- ar athugasenrdir unr hið lífsþreytta auðvald í byrjun sögunnar, en Helga tekur ekki undir slíkt hjal, því Heiður og Hjálmar eru góð, það er allt og sumt. Pó er ljóst að það er ekki Villý að kenna að hann er á hálli braut, hann er góður þó að hann sé í ein- hverri vitleysu, og kannski er hægt að bjarga honum. Öðru máli gegnir urn Sigga, bróður Helgu, hann er reyndar ekki vondur, það er engin persóna sögunnar, en vandræði hans eru hon- unr sjálfum að kenna, auk þess að vera of viðkvæmur gat hann „aldrei fundið annað en dimmar götur lífsins — hann gat aldrei lært að leita ann- arra gatna, hvernig sem reynt var að kenna honum það.“ (bls. 130) Stíll Nínu Bjarkar er myndrænn og ljóðrænn í senn. Hún málar myndir af persónum sínum og tilfinningum þeirra. Hrynjandi ljóðsins er allsráð- andi í frásögninni, stuttar setningar vefjast um hvor aðra og mynda heild, rétt eins og Helga syngi sögu sína: „Heiður var þar í hvíta kjólnum. Og í dældinni í garðinum var bálið. Var brennan. Myndin sem brann. Og Heiður fór að dansa hálfhlæjandi í kringunr dældina. Kringum myndina. Kringum karlmanninn. Bálið lýsti Heiði og hún var ógurlega fögur þar sem hún dansaði í hvítum kniplinga- kjólnum með ljóst sítt hárið slegið — dansaði kringum myndina. Kringum vefinn. Svo fór hún að syngja. (bls. 45)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.