19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 57

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 57
getur auðveldlega fengið gott starf án mikillar menntunar en konan þarf að vera hámenntuð til að komast í ábyrgðarstarf." n hvernig verður þá þegar börnin koma? Aðalheiður Magnúsdóttir 18 ára: „Hingað til hefur það nú alltaf verið konan sem hefur hætt starfi til að vera heima með börnun- um. Minn draumur er að geta samein- að þetta, verið heima með einhvern lítinn rekstur og þá verið með börn- unum á meðan þau eru lítil.“ Erla: „Já, það lendir alltaf á kon- unni að vera heima með barninu að minnsta kosti fyrsta árið.“ Er kominn tími til að þetta breytist? Krakkarnir voru allir á því að vissu- lega væri æskilegast að foreldrarnir skiptu þessu á milli sín. En hljóðið í þeim var nú ekki beint þannig að þau héldu að málin myndu í þann veginn að breytast. En á fólk börnin kannski of snemma? Aðalheiður: „Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst til dæmis ekkert sniðugt að báðir einstaklingarinr mennti sig í mörg ár og að því loknu eigi þau börnin. Þetta verður til þess að konan situr í mörg ár uppi með menntun sem hún hefur ekkert nýtt sér og er kannski orðin úrelt loks þegar hún kemst út á vinnumarkað- inn.“ Erla: „Það er líka alltaf hægt að læra en það er ekki alltaf hægt að eiga börn. Svo fer það líka eftir tekjum. Það er eðlilegra að það foreldrið sem hefur hærri tekjur haldi áfram að vinna.“ Sigurður Hlöðversson 20 ára segist alveg vera búinn að ákveða hvað hann leggi fyrir sig. Fjölmiðlar heilla hann og hyggst hann leggja stund á stjórnmála- eða fjölmiðlafræði í Há- skólanum og fara svo til starfa á ein- hverjum fjölmiðli: „Eg held maður fari að hugsa frekar útí þessi mál eftir nokkur ár í háskólanum. Ég gæti vel hugsað mér að koma með fjölskyldu þegar líður á háskólanámið. Það er svo mikill stuðningur af því að eiga góða fjölskyldu.“ Gæti hann hugsaö sér aö slíta sig í nokkur ár frá starfi til aö vera heima og sinna börnum samanber hugmynd- ina um að hjónin skipti því á milli sín að vera heima og að heiman? Sigurður: „Mér litist ekkert vel á að gera það. En það er svo margt sem kemur inn í. Til dæmis starf konunnar og svo framvegis. I gegnum tíðina er það búið að vera kouun sem hefur verið heima þannig að það er erfitt að svara þessu.“ En nú eru aðrir valkostir í boði. Við megum ekki gleyma dagvistarstofn- unum, dagmæðrum og öðru slíku sem þarna geta komið inn í, mynduð þið vilja nýta ykkur einhvern þcssara möguleika? Aðalheiður og Erla: „Við myndum ekki vilja missa af fyrstu árum barns- ins og því vilja vera eins mikið með því og hægt er .“ Aðalheiður: „Mér finnst nú alveg hægt að sjá það á börnum hvort þau hafi verið alin upp á dagvistarstofn- unum eða þeirra verið gætt heima við. Börn sem hafa verið heima og talað mikið við fullorðna eru miklu þroskaðri.“ Berglind: „Ég er nú ekki sammála þessu. Börn hafa nú einmitt gott af því að vera innan um jafnaldra sína og þroskast sem félagsverur. Þau læra svo margt á því, taka tillit til annarra barna og verða sjálfstæðari. En æski- legast væri að börn gætu verið hluta úr degi á dagheimili og svo heima viö.“ Erla: „Já, ég er alveg sammála Berglindi. Börn hafa mjög gott af því að koma inn á dagheimili eða leik- skóla.“ Aðalheiður: „Til hvers er þá fólk að eiga börn ef það ætlar að henda þeim beint inn á dagvistarstofnanir?“ Hvað er þá annað til ráða fyrir fólk sem bæði eru að koma sér áfram í starfi? Berglind: „Þetta hlýtur að geta gengið ef fólk tekur það þokkalega rólega, í smáskrefum. Við hljótum að geta sameinað barneignir og starf.“ Erla: „Fólk hefur nú komist í gegn- um þetta hingað til.“ Erlendis gerist það sífellt al- gengara að hjón hreinlega geri það upp við sig að barn- eignir henti þeim ekki. Bæði eru upptekin af eigin starfi og frama Viötal: Rósa Guðbjartsdóttir og hvorugt er tilbúið til að slíta sig frá því til að hugsa um börn. Því telur þetta fólk barnleysi ágætis kost og læt- ur þar við sitja. Þau hafi nóg með að hugsa um sig og sitt starf og svo líklega sambandið/hjónabandið þess á milli. Finnst ykkur þetta raunhæfur mögu- leiki? Aðalheiður: „Mér finnst þetta nú alveg fáranlegt og ég trúi því varla að nokkur geti hugsað svona. Svo held ég líka að það sé að koma meira aftur að fólk gifti sig fyrr og vilji eiga börn. “ En þetta er nú engu að síður orðið talsvert algengt erlendis. Erla: „Við og okkar kunningjar er- urn kannski svona rómantísk og gamaldags. Ég hef alls ekki orðið vör við svona viðhorf í mínum kunningja- hópi.“ Sigurður: „Ég ekki heldur. Þótt vinir mínir séu mjög svo lausir og lið- ugir um þessar mundir þá langar þá alla að eignast konu og börn síðar meir.“ Baldur: „En ég kannast við þetta viðhorf. í M.R. þekki ég nokkrar stelpur sem geta ekki hugsað sér að eiga nokkurn tíma börn. Þær gætu kannski verið í sambúð eða gift sig en segjast alls ekki vilja börn. Þetta eru stelpur sem ætla sér mikið á öðrum vettvangi, ætla að læra og eru metn- aðargjarnar." Aðalheiður: „Þetta er alveg ótrú- legt, svo verða þessar stelpur kannski fyrstar til að koma með börn. En ég skil ekki heldur þegar fólk er að tala um að það vilji frekar vera í óvígðri sambúð en hjónabandi. Mér finnst hjónabandið visst tákn sem beri að virða. Astfangið fólk á bara að gifta sig, fara í brúðkaupsferð og byrja svo að takast saman á við lífið þegar heirn er komið en ekki að byrja að búa inni á einhverjum öðrum eða í óvígðri sambúð." Berglind: „Konan verður líka að vera meðvituð um stöðu sína, sér- staklega í óvígðri sambúð. Ég myndi heldur ekki vilja eignast barn sem fæddist inn í eitthvert öryggisleysi og vildi því vera í hjónabandi.“ Baldur: „Hjónabandið er nú bara ekkert öryggi lengur." Og látum þessi orð vera þau síð- ustu að sinni frá ágætum fulltrúum ungu kynslóðarinnar. Ungt fólk fullt af eldmóði — fólk með ólíkar skoðan- ir og viðhorf — nákvæmlega eins og unga fólkið á að vera — fólkið sem tekur við. Það er á þeirra höndum hvernig málin þróast á næstu árum. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.