19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 33
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: SKÖMM SAMTÍMANS Kolbrún Jónsdóttir, varaþingmaöur: ÁLITAMÁL fleiri mæður hasla sér nú völl utan heimilis. En þá vaknar spurningin hvað um börnin? Við sem nú er- um foreldrar ólumst flest upp við að eðlilegt þótti að mæður ynnu ein- Við skulum ekki gleyma því að í bændasamfélaginu voru það í fæstum tilfellum ein- göngu foreldrarnir sem sáu um uppeldi barna sinna, heldur tók allt heimilisfólkið þátt í að annast og leiðbeina börnunum. A sama hátt berum við nú öll ábyrgð á uppvaxtarskilyrðum barna. Það er skömm samtímans að í alls- nægtaþjóðfélagi okkar skuli það vera sérstök forréttindi að geta komið börnum sínum á dagvistarheimili. Að mínu mati eiga ríki og sveitar- félög að skapa þegnum sínum sem jöfnust ytri skilyrði en margbreyti- leiki mannfólksins ræður svo hvaða leiðir það velur sér innan þess ramma. Við verðum að gera okkur ljóst að vel búin dagvistarheimili og sér- menntað starfsfólk þeirra vinna ekki gegn fjölskyldunni heldur með henni. Þau létta undir með uppeldisskyldum foreldranna en taka ekki frá þeim ábyrgðina. Ég tel afar mikilvægt að foreldrum sé gert kleift að dveljast sem mest heima með barni sínu fyrsta æviárið svo að barnið nái þeim tilfinningalegu tengslum við foreldrana sem eru svo nauðsynleg og ekkert getur komið í staðinn fyrir. göngu innan veggja heimilisins, nema heimilisaðstæður væru erfiðar. Þegar við komum heim úr skólanum var móðirin til staðar að taka á móti okk- ur, og var það talið svo sjálfsagt. En hvað um börnin sjálf í dag? Nú koma börnin heim með lykilinn um hálsinn, og enginn heima, sum eru það heppin að hafa fastan stað að koma á, t.d. hjá dagmæðrum, en það hafa ekki öll börn. Viðhorfin hafa breyst. Langflestar mæður, giftar sem ógiftar taka virkari þátt í atvinnulífinu. Nú skipta hjón með sér húsverkum og barnauppeldi, konur taka í aukn- um mæli þátt í atvinnulífinu og hasla sér völl í mörgum atvinnugreinum, þar sem karlar sátu áður við stjórn. Aftur á móti eiga einstæðar mæður enga valkosti. Þær verða að vinna úti til að sjá sér og sínum farborða, og oft á tíðum virðast báðir foreldrar þurfa að vinna úti til að geta framfleytt sér. Hvernig mætir samfélagið þörfum útivinnandi mæðra? Eru ekki gerðar of miklar kröfur til nútímakonunnar? Því er oft varpað fram að hraðinn í þjóðfélaginu sé stórlega að aukast og að fólki finnist það sífellt vera að missa af lestinni. Til að gefa foreldrum val um hvort þeir vilji annast uppeldi barna sinna heima eða greiða fyrir barnagæslu, verði greidd stighækkandi fjölskyldu- laun eftir fjölda barna. Ég tel mig hafa svarað spurningun- um hverjar eiga skyldur samfélagsins að vera, en í þeim svörum felst enginn nýr sannleikur. Ætli nokkrar spurn- ingar hafi verið reifaðar á fleiri fund- um og ráðstefnum á síðastliðnum vetri en einmitt þessar? Við höfum ekki lengur tíma til orða án athafna. Við hér í Reykjavík get- um ekki beðið eftir að eitt og eitt dagheimili opni heldur verður að ger- ast stökkbreyting strax. Það verður að kalla alla til sameiginlegs átaks, foreldra, sveitarfélög, stéttarfélög og atvinnurekendur. Það er ekki hægt að umbylta þjóðfélaginu en skilja einn veigamesta þáttinn eftir — uppeldi barna. Ég hef trú á að hugarfarsbreyting sé að verða hjá íslensku þjóðinni varðandi fjölskyldumál og ekki hvað síst hjá yngri karlmönnum. Það var viðtal nýlega við ungan bæjarstjóra, sem vakti bjartsýni mína, en hann taldi það helsta kost síns byggðarlags hve vel væri búið að börnum þar. Efnishyggjan virðist stundum ráða ferðinni og veraldleg gæði tekin fram yfir andleg. Samviskubit yfir að verið sé að van- rækja börnin veldur mikilli togstreitu útivinnandi kvenna í dag. Hve oft heyrum við t.d. ekki „Hún fleygir börnunum í dagmömmu svo að hún geti unnið úti,“ og „til hvers er fólk að eignast börn ef það getur ekki hugsað um þau?“ Það er athyglisvert að það er gjarn- an talað um samviskubit kvenna gagnvart börnum, eins og þetta sé einkamál kvenna. Eru feður svo ábyrgðarlausir að þeir hafi engar áhyggjur af börnum sínum? Varla. Foreldrar hafa þegar gert ein- dregnar kröfur til samfélagsins um að það taki í ríkari mæli þátt í uppeldi barna. Það er hins vegar álitamál hvort auka eigi þessa félagslegu þjónustu og þar með útgjöld ríkis og sveitarfélaga. Hvaða ábyrgð fólk tekur á eigin lífi og hvað hið opinbera á að láta til sín taka er spurning sem ég held við ætt- um að reyna að svara betur en gert hefur verið. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.