19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 79

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 79
KALDA- jr Ein þeirra bóka sem hvað hæst bar í bókaflóðinu fyrir síðast- liðin jól var skáldsagan Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur. Kaldaljós er fyrsta skáldsaga höf- undar en áður hef hún gefið út smá- sagnasöfnin Tt'u myndir úr lífiþínu og Eldur og regn. Kaldaljós er að vissu leyti tímalaus saga. í henni eru örfáar vísbendingar sem tengja söguna við eitthvert ákveðið tímaskeið. Pað er helst þegar persónur sögunnar vitna til kvæðis Steins Steinars, Tt'minn og vatnið, að lesandinn getur fundið atburðarás- inni stað í tíma og rúmi. Kaldaljós er örlaga- og þroskasaga ungs manns. Við fylgjumst með grími, en svo heitir aðalpersóna sög- unnar, frá bernskuárum til þess tíma er hann fer til Reykajvíkur að nema myndlist. Sögusviðið er íslenskt sjáv- arpláss við íslenskan fjörð í skjóli ís- lenskra fjalla. Sögunni má skipta í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn spannar bernskuár Gríms sem er tilfinninga- næmur og dreyminn drengur. Grímur er hamingjusamur í sinni veröld með sínu fólki, hann teiknar myndir — svart/hvítar myndir — og á mynd- unum er hinn dulúðugi TINDUR, fjallið sem gnæfir yfir byggðina og fjörðinn — veröld Gríms. I veröld Gríms eru dulin öfl að verki og ekkert eftir Vigdísi Grímsdóttur er sem sýnist. Veröld hans er svart/ hvít líkt og myndirnar sem hann teiknar. Lágreist húsin í byggðinni eru svört, skýin eru grá, hafið er grátt, snjórinn á jörðinni er hvítur og Tindur — örlagavaldurinn Tindur, sem leggur líf hans í rúst — er dökkur, jafnvel svartur. Jafnvel Álfrún, .„nornin“ sem kemur inn í líf hans og opnar honum nýja sýn, er grá og býr í gráum kofa niður við gráan sjóinn. Kaldaljós er metnaðarfull frum- raun. Hún er áhrifamikil og vels ögð saga og með henni skipar Vigdís Grímsdóttir sér í raðir okkar fremstu höfunda. Efniviðinn sækir hún víða að m.a. Grein: Unnur Úlfarsdóttir til sannsögulegra atburða. hörulegar slysvarir sem eitt sinn riðu yfir ís- lenskt sjávarpláss og fylgja sambýlinu við náttúruna mynda rammann um tilveru aðalpersónu sögunnar. En jafnframt sækir hún á önnur mið. Náttúran, þjóðtrúin, duldir kraftar og trúin á vald forlaganna — hina eilífu hringrás sem ekkert fær rofið, þar sem allt endurnýjast í upphafi sínu — allt eru þetta viðfangsefni Vig- dísar í sögunni. Kaldaljós er ekki fljótlesin bók. Hún er skrifuð af ótrúlegu næmi og virðingu fyrir náttúrunni og öllu sem lifir. Efnistök eru markviss og upp- bygging sögunnar skýr og vel afmörk- uð. í henni er jafn stígandi sem nær hámarki í lokin þegar höfundur skilur lesandann einan eftir og lætur honum eftir að túlka sögulokin — ef þau þá eru sögulok. Litur er ekki í veröld Gríms fyrr en undir lok sögunnar þegar hann málar sig á vit örlaganna. Hann er aftur til síns fólks. Vigdís Grímsdóttir gerir kröfur til lesenda sinna. Hún dregur upp mynd- ir og varpar fram spurningum sem hún lætur lesandanum eftir að svara eða túlka. Kaldaljós er sterk bók. Vigdís á þakkir skildar. Eg las bókina skömmu eftir að hún kom út — ég er enn að hugsa um hana. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.