19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 79
KALDA-
jr
Ein þeirra bóka sem hvað hæst
bar í bókaflóðinu fyrir síðast-
liðin jól var skáldsagan
Kaldaljós eftir Vigdísi
Grímsdóttur.
Kaldaljós er fyrsta skáldsaga höf-
undar en áður hef hún gefið út smá-
sagnasöfnin Tt'u myndir úr lífiþínu og
Eldur og regn.
Kaldaljós er að vissu leyti tímalaus
saga. í henni eru örfáar vísbendingar
sem tengja söguna við eitthvert
ákveðið tímaskeið. Pað er helst þegar
persónur sögunnar vitna til kvæðis
Steins Steinars, Tt'minn og vatnið, að
lesandinn getur fundið atburðarás-
inni stað í tíma og rúmi.
Kaldaljós er örlaga- og þroskasaga
ungs manns. Við fylgjumst með
grími, en svo heitir aðalpersóna sög-
unnar, frá bernskuárum til þess tíma
er hann fer til Reykajvíkur að nema
myndlist. Sögusviðið er íslenskt sjáv-
arpláss við íslenskan fjörð í skjóli ís-
lenskra fjalla. Sögunni má skipta í
þrjá hluta. Fyrsti hlutinn spannar
bernskuár Gríms sem er tilfinninga-
næmur og dreyminn drengur. Grímur
er hamingjusamur í sinni veröld með
sínu fólki, hann teiknar myndir
— svart/hvítar myndir — og á mynd-
unum er hinn dulúðugi TINDUR,
fjallið sem gnæfir yfir byggðina og
fjörðinn — veröld Gríms. I veröld
Gríms eru dulin öfl að verki og ekkert
eftir Vigdísi Grímsdóttur
er sem sýnist. Veröld hans er svart/
hvít líkt og myndirnar sem hann
teiknar. Lágreist húsin í byggðinni
eru svört, skýin eru grá, hafið er
grátt, snjórinn á jörðinni er hvítur og
Tindur — örlagavaldurinn Tindur,
sem leggur líf hans í rúst — er dökkur,
jafnvel svartur. Jafnvel Álfrún,
.„nornin“ sem kemur inn í líf hans og
opnar honum nýja sýn, er grá og býr í
gráum kofa niður við gráan sjóinn.
Kaldaljós er metnaðarfull frum-
raun. Hún er áhrifamikil og vels ögð
saga og með henni skipar Vigdís
Grímsdóttir sér í raðir okkar fremstu
höfunda.
Efniviðinn sækir hún víða að m.a.
Grein: Unnur Úlfarsdóttir
til sannsögulegra atburða. hörulegar
slysvarir sem eitt sinn riðu yfir ís-
lenskt sjávarpláss og fylgja sambýlinu
við náttúruna mynda rammann um
tilveru aðalpersónu sögunnar. En
jafnframt sækir hún á önnur mið.
Náttúran, þjóðtrúin, duldir kraftar
og trúin á vald forlaganna — hina
eilífu hringrás sem ekkert fær rofið,
þar sem allt endurnýjast í upphafi
sínu — allt eru þetta viðfangsefni Vig-
dísar í sögunni.
Kaldaljós er ekki fljótlesin bók.
Hún er skrifuð af ótrúlegu næmi og
virðingu fyrir náttúrunni og öllu sem
lifir. Efnistök eru markviss og upp-
bygging sögunnar skýr og vel afmörk-
uð. í henni er jafn stígandi sem nær
hámarki í lokin þegar höfundur skilur
lesandann einan eftir og lætur honum
eftir að túlka sögulokin — ef þau þá
eru sögulok.
Litur er ekki í veröld Gríms fyrr en
undir lok sögunnar þegar hann málar
sig á vit örlaganna. Hann er aftur til
síns fólks.
Vigdís Grímsdóttir gerir kröfur til
lesenda sinna. Hún dregur upp mynd-
ir og varpar fram spurningum sem
hún lætur lesandanum eftir að svara
eða túlka. Kaldaljós er sterk bók.
Vigdís á þakkir skildar.
Eg las bókina skömmu eftir að hún
kom út — ég er enn að hugsa um
hana.
79