19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 48
RIKISFRAMLAG TIL DAGVISTUNAR BARNA Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Undanfarin ár hafa þjóðfé- lagsgerðin og fjölskyldu- hættir breyst mjög ört. Ein stórfelldasta breytingin er aukin vinna kvenna utan heimilis. Þannig vann einn þriðji giftra kvenna utan heimilis árið 1960, en nærri þrír fjórðu 1985. Pað er ekki aðeins að algengara sé að konur vinni utan heimilis. Stöðugt stærra hlutfall þeirra sem vinna utan heimilis vinna fullan vinnudag. Pað vantar mikið á að þjóðfélagið hafi komið á fullnægjandi hátt til móts við breyttar þarfir fjölskyldna í nú- tíma þjóðfélagi. Ef mark er takandi á ummælum og yfirlýsingum eru allir sammála um að eitt allra brýnasta verkefnið sem við blasir í félagslegri þjónustu sé að tryggja öllum börnum fullnægjandi dagvistun. Það hefur hins vegar gengið seint að gera þær yfirlýsingar að raunveruleika. Vissulega komast fleiri börn á dag- heimili og leikskóla en áður. Arið 1986 voru 6% barna á aldrinum 0-2 ára allan daginn á dagvistarstofnun- um og 13% barna á aklrinum 3-5 ára. Varðandi hálfan daginn voru tölurnar 7% og 49%. Aukin dagvistunarþjón- usta virðist hins vegar ekki hafa hald- ið í við aukna þörf og leikskólagæsla er augljóslega í vaxandi mæli aðeins hlutalausn. Vandinn brennur á konum, börnum er fórnaö Þótt nokkur breyting hafi orðið á verkaskiptingu karla og kvenna á heimilum er umönn- un barna almennt meira á ábyrgð kvennanna. Það er því ljóst að vandinn brennur beinna og sárar á konum ef á heildina er litið. Ófull- nægjandi dagvistunarþjónusta veldur ekki aðeins sálarangist og kvíða, hún hlýtur einnig að trufla eðlilega at- vinnuþátttöku kvenna. Á tímum örra breytinga skiptir samfelld atvinnu- þátttaka miklu og augljóslega hamlar það jafnstöðu karla og kvenna á vinnumarkaði ef þær eru utari vinnu- markaðarins þann tíma sem flestir karlar nota til að leita fyrir sér í starfi og ná starfsþjálfun. Fullnægjandi dagvistun barna er því eitt stærsta jafnréttismálið. Auðvitað er ófullnægjandi dagvist- un barna ekki aðeins vandamál full- orðna fólksins. Það eru óhjákvæmi- lega börnin sjálf sem verst geta orðið úti. Mörg börn eru í dag fórnarlömb ófullkominnar þjónustu. Það fer ekki á milli mála að með sinnuleysi okkar og aðgerðaleysi á þessu sviði látum við börnin axla hættulega stóran hluta kostnaðarins við atvinnuþátttöku beggja foreldra. Það hefur gengið of hægt að auka þjónustuna. Loforð hafa verið gefin en illa við þau staðið. Þegar stjórn- málamenn svíkja loforð er ástæðan oftast sú einfaldlega að þeir hafa talið sig geta það án þess að missa atkvæði. Það hefur einfaldlega ekki verið sú almenna umræða undanfarin ár, sem þarf að vera til þess að skjóta stjórn- völdum skelk í bringu þannig að þau þori ekki annað en standa við sitt. Á þessu verður að vera breyting. Á ríkið að kosta dagvistun barna? Flestir virðast sammála um að heppilegast sé að rekstur dagvistarheimila sé í höndum sveitarfélaganna og með af- greiðslu síðustu fjárlaga var tekin ákvörðun um að ríkið hætti að veita fé til byggingar dagvistarheimila en 43 miljónir króna gengu til þess árið 1987. Ég er sammála því að sveitarfélög- in séu æskilegri rekstraraðilar en rík- ið. Mér finnst hins vegar eðlilegt að ríkið axli verulegan hluta af kostnað- inum og þá jafnt af rekstri sem fjár- festingu. Um það efni flutti ég frum- varp sem varamaður á Alþingi á liðn- um vetri. Rökin fyrir því að ríkið beri veru- legan hluta kostnaðar við dagvistun eru annars vegar að ríkið ber ábyrgð á því að þessari þjónustu sé haldið uppi og hins vegar að ríkið hefur stærstan hluta tekna hins opinbera af þeirri 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.