19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 49
Mánaðarlegar skattgreiðslur vegna starfa utan heimilis
Tekjur 30 þ.kr. 40 þ.kr. 60 þ.kr.
Sveitarfélag 2 3 4
Ríki 8 12 21
Skattgreiðslur samtals: 10 12 25
ákvöröun hjóna að vinna bæöi utan
heimilis.
Skattgreiðslur til ríkis
og sveitarfélaga
Við skulum skoða skatt-
greiðslurnar sem ganga til
ríkis og sveitarfélags þegar
foreldri sem hefur verið
heimavinnandi hefur störf utan heim-
ilis. I dæminu hér er gert ráð fyrir því
að af persónufrádrættinum nýtist 7
þúsund krónur til lækkunar á tekju-
skatti, en hinn hluti persónuafsláttar-
ins sé yfirfærsla frá maka. Einnig er
gert ráð fyrir því að fjórðungur ráð-
stöfunartekna gangi til ríkisins í
óbeinum sköttum. Utsvarið er tæp-
lega 7% teknanna.
Strax við 30 þúsund króna tekjur er
heildarskattgreiðslan komin í 10 þús-
und krónur, þar af 8 þúsund krónur til
ríkisins og 2 þúsund krónur til sveitar-
félagsins. Við 60 þúsund króna tekjur
verður skattgreiðslan 4 þúsund krón-
ur til sveitarfélagsins og 21 þúsund
krónur til ríkisins eða samtals 25 þús-
und krónur. Ég tel þessar tölur sýna
ótvírætt að það er fráleitt að ríkið
kosti engu til vegna dagvistunar
barna.
Kostnaður vegna
dagvistunar
Fjöldi barna íhverjum árgangi á
forskólaaldri er um fjögur þús-
und. Ef við áætlum kostnað-
inn við hvert barn á dagheimili
um 20 þúsund krónur vegna rekstrar
og 5 þúsund vegna fjárfestingar er
heildarkostnaður á hvert barn á mán-
uði kr. 25 þúsund. Ef árgangurinn
væri allur á dagheimili yrði kostnað-
urinn 100 miljón krónur á mánuði eða
1.200 m.kr. á ári. Ef helmingurinn
væri á dagheimili yrði kostnaðurinn
600 nt.kr. Fimm árgangar mundu þá
kosta 3.000 m.kr. á ári. Taka þarf
tillit til viðbótarkostnaðar vegna
vöggustofa sem eru dýrari en dag-
heimili og leikskóla sent eru ódýrari.
Heildarkostnaður við vistun barna á
forskólaaldri gæti því verið um 4.500
m.kr.
Greiðsla foreldra og
opinberra aðila
Eins og kerfið er í dag greiða
foreldrar í forgangshópi kr.
5.460 á mánuði og aðrir for-
eldrar kr. 8.400. Miðað við
25 þúsund króna kostnað á hvert barn
bera foreldrar utan forgangshóps því
unr einn þriðja kostnaðarins en sveit-
arfélagið tvo þriðju. Ég tel sanngjarnt
að ríkið greiði einn þriðja, sem miðað
við ofangreindar tölur yrði kr. 8.300
eða kr. 8.400 á hvert barn á dagheim-
ili.
Ég tel að framlag ríkisins eigi að
vera föst krónutala ntiðað við áætlað-
an meðalkostnað við rekstur dag-
heimilis þannig að sveitarfélagið njóti
þess ef það getur komið rekstrinum
fyrir á hagkvæman hátt. Framlag frá
ríkinu þarf ekki að leiða til afskipta
ríkisins af rekstrinum.
Ef ríkið axlar þriðjung kostnaðar-
ins í heild gætu útgjöldin orðið um
1.500 nt.kr. á ári þegar sveitarfélögin
hafa brugðist við og komið upp dag-
vistarheimilum til að nýta framlögin.
í fyrsta lagi gerist það ekki á einu ári
og auðvitað getur verið rökrétt að rík-
isframlagið verði látið hækka í áföng-
um í einn þriðja kostnaðar.
Ríkisframlag er
réttmæt krafa
Það er hins vegar ljóst að skatt-
heimtan til ríkissjóðs vegna
útivinnu beggja foreldra rétt-
lætir verulegt ríkisframlag.
Miðað við forsendur dæmisins hér að
framan hefur ríkið þegar við rúmlega
30 þ.kr. tekjur þess foreldris sem síð-
ar fer út á vinnumarkaðinn jafn mikl-
ar tekjur og kosta þurfti til vegna eins
barns á dagheimili ef ríkið greiddi
þriðjung kostnaðar. Skattheimtan til
dagvistunar er því nú þegar til staðar.
Ég sé því ekki að benda þurfi á sér-
staka tekjustofna vegna þessa verk-
efnis. Sé það hins vegar talið nauð-
synlegt að skattleggja sérstaklega
vegna framlags til dagheimila er að
rnínu mati eðlilegast að það gerist
með sérstakri gjaldtöku af atvinnu-
rekendum.
Greiðsla fyrir að
vera heima?
Að undanförnu hafa ýmsir
lýst stuðningi við þá hug-
mynd að greiða foreldrum
ákveðna fjárhæð úr ríkis-
sjóði vegna hvers barns og sé foreldr-
urn frjálst að velja hvort fjárhæðin sé
nýtt til að greiða hluta af kostnaði við
dagvistun barnsins eða ef foreldrarnir
kjósa heldur til þess að gera öðru for-
eldranna kleift að vera heima með
börnunum. Við óbreytta hlutverka-
skiptingu kynjanna er vitað að konur
myndu frentur en karlar vera það for-
eldrið sem tæki að sér að vera heima.
Það yrði að mínu mati spor afturábak
í jafnréttisbaráttunni ef flestar konur
yrðu langdvölum utan vinnumarkað-
arins það tímaskeið ævinnar sem karl-
menn nota almennt til að koma sér
fyrir og afla sér starfsreynslu. Ég tel
þann kost því óskynsamlegan sem al-
menna reglu þó hún geti komið til
greina sé um mjög barnmarga fjöl-
skyldu að ræða. Tölurnar hér að
framan sýna hins vegar að greiðslu-
leiðin yrði mjög dýr. Ekki bara vegna
hinna beinu útgjalda ríkissjóðs heldur
og enn frekar vegna þess tekjumissis
sem ríkissjóður yrði fyrir ef konurnar
drægju sig út af vinnumarkaðinum.
Sá tekjumissir gæti orðið mun meiri
en beinu útgjöldin. Þá er auðvitað
ekki tekið tillit til þeirra áhrifa sem
það hefði á ýmsar greinar atvinnu-
lífsins að missa konur úr störfum.
Börnin veröa aö ná
rétti sínum
að er auðvitað gömul tugga að
börnin séu framtíðin. Það er
engu að síður einföld stað-
reynd. í dag er illa búið að
mörgum börnum og sum eru nánast á
vergangi stóran hluta sólarhringsins.
Þau bera þunga bagga vegna útivinnu
beggja foreldra. Ég óttast að þau
rnuni ekki öll standa undir þeirri
byrði. Við megum ekki fórna börnun-
um. Börnin eiga rétt á góðum upp-
vaxtarskilyrðum. Barnanna vegna og
ekki síður vegna okkar sjálfra ber
okkur að tryggja að þau nái rétti sín-
um.
49