19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 41
Frá athvarfinu í Kópavogsskóla: Skref í rétta átt. Helgadóttir fyrrv. menntamálaráð- herra skipaði til að kanna tengsl heimila og skóla, samfelldan skóla- dag o.fl., sýndi að um 70 af hverjum 100 mæðrum grunnskólanema vinna utan heimilis. Fá störf mun vera hægt að stunda með 2-3 tíma vinnu dag- lega, allmargar mæður komast senni- lega heim innan fimm tíma, en marg- ar gegna fullum störfum ýmist dag- langt eða í vaktavinnu. Það er því staðreynd að fjölmargar ntæður ná ekki að vinna störf sín utan heimilis á skólatíma barnanna og komast ekki til vinnu þegar kennsla fellur niður. Hvemig fer fólk að? Hvernig brúa vinnandi for- eldrar þetta tímabil daglega með 6-9 ára börn og engan veginn sjálfbjarga. Vitað er að margir gera hlé á vinnu, ferja börn úr skólum til dagmæðra eða vanda- manna. Aðrir fá sér ráðskonur. Hitt mun þó algengast að börn gangi sjálf- ala tímunum saman daglega. Aug- ljóst er að í þessu flókna skipulagi má ekkert út af bera og varla eru foreldr- ar með hugann við vinnu sína, ef óvissa ríkir um ástandið heima eða hvar börnin eru niðurkomin. Bílauntferð í þéttbýli er orðin mjög hættuleg börnum og í ljós hefur kom- ið, að börnum hérlendis er búin meiri slysahætta en börnum í nágranna- löndum okkar bæði í umferðinni og í heimahúsum. í skýrslu landlæknis (1985) unt barna- og unglingaslys kom í ljós að mest var urn slys á 5-9 ára bömum sent voru ein á ferð eftir skólatíma. Flest slysin verða er börn hlaupa skyndilega í veg fyrir ökutæki. Iðjuleysi og ráp barna um íbúða- hverfi er algengt, þar til fólk tínist heint frá vinnu. Enginn er til að leið- beina um heimanám fyrr en dagur er að kvöldi og allir orðnir þreyttir. Skólamál í klakaböndum Oft hefur vaknað hjá mér sú spurning, hvers vegna grunnskólakerfið hafi verið frosið hér síðasta aldarfjórð- unginn og hvers vegna grunnskóla- lögin frá 1974 tóku ekkert tillit til þessara breyttu aðstæðna barna og foreldra. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að auð- veldara eigi að vera að laga skólana að þjóðfélaginu en að breyta því til fyrri tíma, þegar menntunarkröfur voru rninni og útivinna beggja for- eldra ekki alrnenn. Staðreyndin er sú að skóladagurinn er mun lengri hjá börnum þeirra þjóða er við berum okkur helst sam- an við, t.d. íBretlandi, Hollandi, Sví- þjóð og í Bandaríkjununt. Skólastarf- ið miðast við einsetinn heilsdagsskóla og samfelldan vinnudag barna og kennara. Máltíðir í skólanum eru hluti skólavistarinnar. Þetta skipulag hefur miðast við að sinna fræðsluþörf og getu barna og þeim markmiðum er stjórnvöld setja um almenna mennt- un þegnanna. Skóladagurinn hefur alltaf verið stuttur fyrir yngstu börnin hérlendis og eimir líklega enn eftir af þeirn hugsunarhætti, að börn læri við móð- urkné það sem þau þurfa á annað borð að vita á unga aldri. Þegar skólaskyldu fyrir 10-14 ára börn var fyrst komið á hérlendis árið 1907 töldu margir það hinn mesta óþarfa. Næstu áratugina á eftir áttu börn að læra að lesa og draga til stafs heima og koma nokkurn veginn læs í skólann. Frá 1936 hefur skólaskylda verið frá sjö ára aldri og aðeins eru um 18 ár síðan kennsla sex ára barna hófst á vegurn einstakra bæjarfélaga og þá sem þjónusta við þá foreldra er á þurftu að halda og greiddu þeir hluta kostnaðarins. Nú er þessi kennsla orðin hiuti skólastarfsins víð- ast hvar, en geldur þess í ýmsu að vera ekki hluti skólaskyldunnar. Sagan kennir okkur að hart hefur þurft að berjast fyrir öllum framfara- málum þjóðarinnar gegn ríkjandi hugsunarhætti á hverjum tíma. Til framfara hefur alltaf þurft brautryðj- endur, ýmist eldhuga, sem hrifu aðra með eða fólk sem var öðrum þolnara í stöðugri baráttu gegn þröngsýni og stöðnun. Stjórnmálamenn hafa fram að þessu ekki látið skólavist yngri barna sig miklu varða enda dæmigert kvennamál að margra mati. Foreldrar hafa lítið haft sig í framrni og talið stuttan skóladag nátt- úrulögmál. Börn vaxa fljótt úr grasi og fjölskyldur upp úr þessum vanda- máium til að takast á við ný. Fræðsluyfirvöld og skólastjórar hafa lítið talað fyrir lengri skóladegi og sumir þeirra efast unt að skólanum beri að sinna auknu uppeldishlut- verki fyrstu skólaárganganna. Þeir hafa sjaldan getað lyft hugsun sinni upp fyrir hin knýjandi og daglegu 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.