19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 61
Og úr því minnst er á hárlakks- brúsa þá kemur hér ein örstutt en skemmtileg saga af vinnustað í Reykjavík þar sem hárlakk kemur við sögu. Á umræddum vinnustað vann margt fólk og snyrtingin var sameig- inleg fyrir bæði kynin. Par á hillu var alltaf hárlakksbrúsi. Konurnar héldu auðvitað lengi vel að einhver þeirra ætti hann því þær voru ekki búnar að átta sig á hinni breyttu karlmanns- ímynd og undrún þeirra varð því nokkur þegar þær uppgötvuðu að brúsann notaði á hverjum degi ungi maðurinn sem var sendill hjá þeim. Baráttan um hárlakksbrúsann er orðin þó nokkur á mörgum heimil- um, því mæður eru enn að átta sig að því að þótt dóttirin sé flutt að heiman, er hárlakksbrúsinn ekkert óhultur fyrir því — og þess vegna grípa þær oft í tómt þegar leggja á síðustu hönd á hárgreiðsluna, því að sonurinn hef- ur komist í hann — og tæmt á þrem dögum! Jafnvel svo slæmar voru stelpurnar ekki. Fleira, sem áður taldist einkamál konunnar, er nú orðið ágreiningsefni í samskiptum kynjanna. Margar skrýtlur og skopsögur höfum við kon- ur mátt þola um fata kaupgleði okkar og að allir matarpeningarnir hafi farið í nýjan hatt. Eftir áreiðanlegum heimildum höfum við að það sé alls ekki óalgengt að ung hjón eða pör lendi í háarifrildi yfir því að hann vilji kaupa sér ný jakkaföt, þótt hann hafi keypt ein fyrir þrem mánuðum og þótt þau skuldi rafmagn og hita og afborgun af íbúðinni. Annað dæmi um ósamkomulag af svipuðum toga var hjá ungu kærustupari, en í þetta sinn út af skónum hans. Þau voru búin að vera saman í 3 mánuði og á þeim tíma hafði hann keypt sér 18 pör af skóm og þegar hún gerði athuga- semd við að hann ætlaði að fara að kaupa það nítjánda, fór allt í háaloft. Grái múrinn riðlast Hér hefur verið sagt nokkuð frá fatagleði karla en ekki hefur verið minnst á eitt at- riði sem skiptir meginmáli, sem sé í hvaða merki viðkomandi fatnaður er. Það dugar nefnilega ekki að eiga góð og ný föt ef þau eru ekki í réttu merki. Hér þarf ekkert að vera að tíunda hvaða merki þetta eru, við vitum það, en það nægir að nefna að í mörgum tilfellum borga karlarnir nokkrum þúsundum meira en eðlilegt getur talist fyrir þennan litla merkim- iða — og án þess auðvitað að geta fullyrt neitt þá eiga karlarnir vinning- inn í merkjasnobbinu. Þótt kannski örli hér á örlitlum gagnrýnistón yfir gleypuganginum í körlunum þegar þeir loks fóru að halda sér til, er langt í frá að ekki megi sjá margt jákvætt við þessa hugarfars- og útlitsbreytingu sem orðið hefur hjá körlum. Ekki þarf að fjölyrða um hversu skemmtilegra er að hafa karl- mennina fyrir augunum, en annað hefur líka gerst eftir að „grái múrinn“ riðlaðist. Fatadellu- og innkaupaæði cinkennir margan nútímamanninn. Hér áður fyrr gat hópur karl- manna, t.d. í banka eða á opinberum stofnunum virkað nokkuð ógnvekj- andi á svipaðan hátt og karlar í ein- kennisbúningum geta gert, s.s. lög- reglumenn og tollarverðir sem alltaf vekja vissan kvíða þótt maður sé blá- saklaus. Það gat verið heilmikið þrek- virki að ganga í gegnum banka að skrifstofu bankastjóra þegar biðja þurfti um lán, því á leiðinni voru margir „grá“ einkennisklæddir karl- menn, sem allir virtust einhvern veg- Allt þarf að vera í réttu merki — líka nærbuxurnar. inn steinrunnir. Nú er þessi tilfinning hins vegar horfin, því að hver er hræddur við vel klipptan og snyrtan mann í bláum buxum, gulum skóm og skyrtu, grænum jakka og með skær bleikt bindi? Það sem er að gerast er að karl- menn eru farnir að eltast við það sama og þeir hafa agnúast út í okkur konurnar fyrir: Að eyða peningum og tíma í föt, snyrtingu og sólböð. Þeir eru meira að segja farnir að vilja um- bun fyrir að hugsa um útlitið og þá auðvitað sams konar umbun og kon- urnar, þ.e. viðurkenningarskjal þar sem segir svart á hvítu hver þeirra er fegurstur. Þetta hafa þeir nú fengið, en eru þó ekki alveg ánægðir: þeir vilja hafa keppnina veglegri næst! Auðvitað látum við það eftir þeim, því að við höfum í staðinn fengið við- ráðanlegri karlmenn — kannski svo- lítið montnari þó. Nú er komið að okkur að sækja eitthvað til þeirra sem gerir okkur kleift að standa þeim jafn- fætis á einhverju því sviði þar sem við nú stöndum höllum fæti. Þeir hafa t.d. flestir mjög mikla hæfileika og kunnáttu til að koma sínum málum að og virðast fá peninga til að fram- kvæma öll sín „gælumál". Það skyldi þó aldrei vera að okkur vantaði frekj- una, óbilgirnina og metnaðinn — en spurningin er þá hvort við viljum nota sömu meðul og þeir, eða halda áfram að berjast á okkar „mjúka“ máta eins og áður? 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.