19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 69

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 69
framhald af bls. 63 laginu var sú skoðun ríkjandi að miklu skipti að konur nýttu sér þegar í stað þau réttindi sem lögin tryggðu þeim, einkum var þeim í mun að gera virkt ákvæðið um kjörgengi og freista þess að koma konum í bæjarstjórn- ina. Taldi Bríet nauðsynlegt að not- færa sér kjörgengið og kosningarétt- inn strax í byrjun ella yrði konum síð- ar legið á hálsi fyrir að kæra sig ekki um þessi réttindi eða það sem verra væri að þær hefðu ekkert með þau að gera. Varð fyrsta stóra verkefni hins unga félags að beita sér fyrir kjöri kvenna í þessum kosningum. Stjórn Kvenréttindafélagsins boð- aði stjórnir allra kvenfélaganna í Reykjavík (12—14 talsins) á fund til að ræða hvernig að kosningu kvenna skyldi staðið. Fimm félög auk Kven- réttindafélagsins ákváðu að taka þátt í þessu kosningasamstarfi: Hið ís- lenska kvenfélag, Hringurinn, Hvíta- bandið, Kvenfélag Fríkirkjusafnað- arins og Thorvaldsensfélagið. Mynd- uðu félögin sameiginlega kosninga- nefnd með 33 konum og var Bríet formaður þeirrar nefndar, ennfremur var nefnd sett á laggirnar til að velja konur í framboð og fá samþykki þeirra. Fljótlega eftir að þessi skipan komst á við lok nóvembermánaðar 1907 bárust kvennasamtökunum boð frá iðnaðarmönnum um kosninga- samvinnu. Þær samningaumleitanir stóðu allt fram til 4. janúar að upp úr slitnaði þegar endanlega rann upp fyrir konunum að eingöngu var verið að slægjast eftir atkvæðum kvenna en ekki að tryggja þeim örugg sæti á list- um. Bríet hafði frá upphafi verið mót- fallin samfloti við karlana um fram- boðslista. Taldi hún það meira þrosk- andi fyrir konurnar að standa sjálfar að allri framkvæmd þessara fyrstu kosninga sem þær tækju þátt í og læra að bera sjálfar ábyrgðina. Tæpar þrjár vikur voru til kjördags þegar afráðið var að konurnar skyldu sjálfar bera fram sérlista kvenna og varð að hafa hraðan á við undirbún- ing. Eftirtaldar konur tóku sæti á list- anum í þessari röð: Katrín Magnús- son, formaður Hins íslenska kvenfé- lags, Þórunn Jónassen, formaður Thorvaldsensfélagsins, Bríet Bjarn- héðinsdóttir, og Guðrún Björnsdóttir sem starfrækti mjólkursölu í bænum. Eftir uppdrætti var bænum nú skipt í níu hverfi og þriggja kvenna húsvitj- unarnefnd yfir hvert þeirra. Hver ein- asti kvenkjósandi var heimsóttur þrisvar sinnum fyrir kosningarnar til að upplýsa um lagaleg réttindi, hvetja til að fara á kjörstað og að kjósa lista kvenna. Ennfremur var boðað til fjögurra kosningafunda í Bárubúð þar sem málsmetandi menn héldu fyrirlestra til að fræða konurnar um nýju lögin og tilhögun kosninganna og forystukonurnar kyntu eld áhuga og hugsjóna með kjósendum. sjóna með kjósendum. Bríet reit hvatningargreinar í blað sitt, svo og í önnur blöð. A kjörskrá voru þá í Reykjavíkl200 konur og neytti um helmingur þeirra kosningaréttar síns. Af þeim greiddu 354 konur kvennalistanum atkvæði sitt eða 58% þeirra kvenna sem kusu. Kvennalistinn fékk flest atkvæði og alla fulltrúana fjóra kosna. Nýr tónn hafði verið sleginn í íslensku stjórn- málalífi. Fögnuður ríkti meðal kvenna í bænum yfir þessum afdrátt- arlausa sigri og það voru kraftmiklar og ákveðnar konur sem tóku sæti í hinni nýju bæjarstjórn höfuðstaðar- ins. Á fundi bæjarstjórnarinanr 19. mars 1908 mælti Bríet fyrir fyrstu til- lögu þeirra: Að bæjarstjórnin tryggði stúlkum jafnt og piltum not af sund- laugunum með því að leggja fram fjárupphæð til að greiða kven-sund- kennara fyrir sundkennslu stúlkna. Mun sumum körlunum sem sæti áttu í bæjarstjórninni hafa þótt þessi mál- flutningur æði byltingakenndur. Konurnar fjórar létu sig varða flest málefni bæjarbúa en beittu sér eink- um fyrir bættum hag heimilanna og aðstöðu mæðra og barna þeirra. En þrátt fyrir svo glæsilega byrjun á pólitískum ferli kvenna í Reykjavík hefur framhaldið ekki ævinlega verið í samræmi við það. Árin 1922-1928 var t.a.m. engin kona fulltrúi í bæjar- stjórn. Það er fyrst nú á allra síðustu árum sem sókn kvenna á þessum vett- vangi hefur vaxið svo að þær hafa slegið metið frá árinu 1908. Björg Einarsdóttir Helstu heimiidir: Gísli Jónsson: Konur og kosningar. Þættir úr sögu íslenskrar kvenréttindabaráttu. Rvík 1977. Kvenréttindafélag íslands 40 ára 1907-1947. Minningarrit. Rvík 1947. KVENFATABUÐIN ÚRVAL AF DAG- OG KVÖLD- KJÓLUM Sumarkjólar, pils og blússur st. 38-60. Fatnaður í yfirstærðum ávallt í úrvali. Litmyndalisti Póstsendum KVENFATABÚÐIN LAUGAVEGI 2 101 REYKJAVÍK S:12123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.