19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 46

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 46
Þann 27. febrúar síðastliðinn opnuðu tvær konur, þær Svala Lárusdóttir og Svava Aradótt- ir, nýjan listasal að Hafnar- stræti 18 með sýningu á verkum Ragn- heiðar Jónsdóttur Ream. „Við erum mjög stoltar yfir að geta opnað með sýningu á verkum Ragnheiðar og fór- um vel af stað því öll verkin seldust á fyrstu dögunum" sagði Svava í stuttu spjalli við 19. júní. Listasalinn nefna þær stöllur Nýhöfn, og á það nafn að baki langa sögu á þessu sama húsi í Hafnarstræt- inu. „Það var Þórhallur Vilmundar- son sem benti okkur á þetta nafn" sagði Svava. I stuttri samantekt sem Júlíana Gottskálksdóttir gerði fyrir Nýhöfn segir frá því að konsúllinn M. Smith hafi um miðja 19. öld valið verslun sinni þar þetta nafn. „Þótti verslun Smiths hin „fínasta" í bænum og var þar sérstök dömu- deild. Mun sú verslun hafa verið nefnd Nýhöfn og það nafn síðan fest við húsið." Þær Svala og Svava hafa báðar unn- ið við listasali áður, síðast við Gallerí Borg. „Markmið okkar er að hafa góðar og fjölbreyttar sýningar og við vonum að Nýhöfn komi til með að verða snar þáttur í menningarlífi mið- bæjarins" sagði Svava. „Sölusýningar verða aðalverkefni okkar og í innri sal verðum við með alls kyns listaverk, bæði skúlptúra og myndverk í dag- legri sölu. Við ætlum að kappkosta að hafa sem best verk og aðallega frum- verk.“ Síðan salurinn opnaði hefur hver sýningin rekið aðra en jafnframt hafa listaverk verið til sölu og sýnis í innri sal. Þar hafa m.a. fengist listaverk eft- ir Björgu Örvar, unga listakonu sem stundaði myndlistarnám í listadeild Kaliforníuháskóla í 3 vetur að loknu námi í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Eitt verka hennar sést hér á síðunum, en hitt verkið er frá opnun- arsýningunni á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream. —vd. Björg Örvar: Agaðir þættir. Einþrykk. Svala Lárusdóttir og Svava Aradóttir í húsnæðinu sem áður hýsti dömuklæðn- að á 19. öld en þjónar nú list 20. aldar. : 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.