19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 46
Þann 27. febrúar síðastliðinn
opnuðu tvær konur, þær Svala
Lárusdóttir og Svava Aradótt-
ir, nýjan listasal að Hafnar-
stræti 18 með sýningu á verkum Ragn-
heiðar Jónsdóttur Ream. „Við erum
mjög stoltar yfir að geta opnað með
sýningu á verkum Ragnheiðar og fór-
um vel af stað því öll verkin seldust á
fyrstu dögunum" sagði Svava í stuttu
spjalli við 19. júní.
Listasalinn nefna þær stöllur
Nýhöfn, og á það nafn að baki langa
sögu á þessu sama húsi í Hafnarstræt-
inu. „Það var Þórhallur Vilmundar-
son sem benti okkur á þetta nafn"
sagði Svava. I stuttri samantekt sem
Júlíana Gottskálksdóttir gerði fyrir
Nýhöfn segir frá því að konsúllinn M.
Smith hafi um miðja 19. öld valið
verslun sinni þar þetta nafn.
„Þótti verslun Smiths hin „fínasta"
í bænum og var þar sérstök dömu-
deild. Mun sú verslun hafa verið
nefnd Nýhöfn og það nafn síðan fest
við húsið."
Þær Svala og Svava hafa báðar unn-
ið við listasali áður, síðast við Gallerí
Borg. „Markmið okkar er að hafa
góðar og fjölbreyttar sýningar og við
vonum að Nýhöfn komi til með að
verða snar þáttur í menningarlífi mið-
bæjarins" sagði Svava. „Sölusýningar
verða aðalverkefni okkar og í innri sal
verðum við með alls kyns listaverk,
bæði skúlptúra og myndverk í dag-
legri sölu. Við ætlum að kappkosta að
hafa sem best verk og aðallega frum-
verk.“
Síðan salurinn opnaði hefur hver
sýningin rekið aðra en jafnframt hafa
listaverk verið til sölu og sýnis í innri
sal. Þar hafa m.a. fengist listaverk eft-
ir Björgu Örvar, unga listakonu sem
stundaði myndlistarnám í listadeild
Kaliforníuháskóla í 3 vetur að loknu
námi í Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Eitt verka hennar sést hér á
síðunum, en hitt verkið er frá opnun-
arsýningunni á verkum Ragnheiðar
Jónsdóttur Ream.
—vd.
Björg Örvar: Agaðir þættir. Einþrykk.
Svala Lárusdóttir og Svava Aradóttir í húsnæðinu sem áður hýsti dömuklæðn-
að á 19. öld en þjónar nú list 20. aldar.
:
46