19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 80
STARFSEMIKRFI
Stjórn KRFÍ
í stjórn félagsins 1987-88 áttu sæti
Lára V. Júlíusdóttir formaöur, Arndís
Steinþórsdóttir varaformaður, Jónína
Margrét Guðnadóttir ritari, Ragn-
heiður Harðardóttir gjaldkeri og Ast-
hildur Ketilsdóttir meðstjórnandi.
Stjórnarmenn kosnir á landsfundi
voru Helga Sigurjónsdóttir, Aslaug
Brynjólfsdóttir, Valgerður Sigurðar-
dóttir, Ragnheiður Björk Guðmunds-
dóttir, Kristín Jónsdóttir og Dóra
Guðmundsdóttir. Varamenn kosnir á
aðalfundi voru Dóra Eyvindardóttir,
Sólveig Ólafsdóttir og Erna Bryndís
Halldórsdóttir, en varamenn kosnir á
landsfundi eru: Valborg Bentsdóttir,
Gerður Steinþórsdóttir, Sigurveig
Guðmundsdóttir, Guðrún Sæmunds-
dóttir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Sjöfn Halldórs-
dóttir, Eygló Pétursdóttir, María Ás-
geirsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Ás-
dís J. Rafnar og Björg Einarsdóttir.
Stjórn KRFÍ kom saman til funda að
jafnaði einu sinni í mánuði síðastliðið
starfsár og hélt samtals 10 stjórnarfundi,
en auk þess hittist framkvæmdastjórn,
sem í eiga sæti formaður, varaformaður,
ritari og gjaldkeri, reglulega einu sinni í
viku nema yfir hásumarið. Skrifstofa fé-
lagsins hefur verið opin daglega mánu-
daga til fimmtudaga frá kl. 13.00-16.00
nema yfir hásumarið. Björg Jakobsdóttir
hefur verið framkvæmdastjóri félagsins
síðastliðið ár.
Félagsmenn eru nú eitthvað á sjötta
hundrað. Aðildarfélögeru 41. Félagsgjöld
hafa ekki innheimst nægilega vel, og þar
sem fjárhagur félagsins hefur nær einvörð-
ungu byggst á félagsgjöldum, hefur þetta
háð starfsemi félagsins.
Félagsfundir og fleira
Mánaðarlega voru haldnir al-
mennir félagsfundir, flest há-
degisfundir, um þau mál sem
efst voru á baugi hverju sinni.
Með nýju starfsári sl. haust var tekin upp
sú nýbreytni að skipta stjórninni upp í 3
hópa, sem skipta með sér að annast um
undirbúning félagsfunda. Hefur þetta gef-
ið góða raun, létt störfum af fram-
kvæmdahóp og gert stjórnarkonur virkari
í störfum fyrir félagið.
Fyrsti fundur félagsins að loknum aðal-
fundi ’87 var haldinn 8. maí í fyrra. Pað
var hádegisverðarfundur í Litlubrekku
með finnsku skáldkonunni Mörtu Tikkan-
en. Marta sagði okkur frá starfi sínu sem
skáld og las upp úr verkum sínum. Fund-
urinn var mjög vel sóttur, og var húsfyllir í
Litlubrekku. Mörtu var mjög vel tekið á
fundinum, og er hún eftirminnileg öllum
sem hittu hana. Marta var hér á ferð á
vegum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, í til-
efni hjálpartækjasýningar sem hér var
haldin og var KRFÍ gefinn kostur á að fá
hana til sín á fund gegn því að taka þátt í
kostnaði vegna komu hennar hingað.
Annar fundur var haldinn 16. maí í
kjallara Hallveigarstaða. Var þetta fund-
ur með nýkjörnum þingkonum, þar sem
þær ræddu hvernig þær hygðust vinna að
málefnum kvenna og jafnréttismálum á
Alþingi. Á fundinn mættu þingkonurnar
flestar ásamt hópi annarra áhugasamra
kvenna sem ræddu málin af áhuga í þrjá
klukkutíma. Voru konur allar sammála
um nauðsyn þess að standa vel saman að
kvennamálum á þingi.
Fyrsti félagsfundur haustsins var hald-
inn laugardaginn 3. október sl. í Holiday
Inn og fjallaði hann um nýjar leiðir í dag-
vistarmálum. Þar fjölluðu Ásmundur
Stefánsson, forseti Alþýðusambands fs-
lands, Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar,
KristínÁ. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi, Sig-
urður Snævarr, hagfræðingur og Víglund-
ur Þorsteinsson, formaður Félags ís-
lenskra iðnrekenda um hugmyndir sínar
að nýjum leiðum í dagvistarmálum.
Er nauðsynlegt að samræma vinnudag
skólabarna og foreldra? var spurt á öðrum
fundi vetrarins, sem haldinn var 7. nóv-
embersl. að Hallveigarstöðum. Á fundin-
um höfðu framsögu Alda Möller, mat-
vælafræðingur, Áslaug Friðriksdóttir,
skólastjóri, Ólafur Davíðsson, hagfræð-
ingur og Guðrún Agnarsdóttir, alþingis-
maður auk þess sem Áslaug Brynjólfs-
dóttir flutti fróðlegt erindi í upphafi fund-
ar. Til fundarins var vandað að öllu leyti
og erindi hin athyglisverðustu.
Jólafundur félagsins var haldinn 9. des-
ember að Hallveigarstöðum. Þar las Sig-
rún Valbergsdóttir úr leikriti Kristínar og
Iðunnar Steinsdætra, 19. júní, 7 hressar
konur á besta aldri úr Firðinum sungu
gömlu slagarana og Sigurveig Guðmunds-
Vigdís Finnbogadóttir, forseti fsiands tekur við áskorun stjórnar Kvenréttindafélagsins úr
hendi Láru V. Júiíusdóttur. f baksýn eru konur úr stjórn félagsins. Ljósmynd Gunnar
Vigfússon.
80