19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 63

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 63
Katrín Magnússon Þórunn Jónassen Guðrún Björnsdóttir Bríet Bjarnhéðinsdóttir Hinn 27. janúar 1987 var þess minnst að áttatíu ár voru liðin frá stofnun Kvenréttindafélags ís- lands. Tæpu ári síðar eða 24. jan- úar 1988 voru átta tugir ára frá sögufrægum kosningum til bæjar- stjórnar í Reykjavík. í krafti nýrra laga um skipan bæjarstjórnarmála sem Alþingi samþykkti sumarið 1907 og konungur staðfesti í nóv- ember það ár, öðluðust giftar kon- ur kosningarétt og kjörgengi. Áður höfðu aðeins ekkjur og konur sem áttu með sig sjálfar haft þann rétt. Með Kvenréttindafélagið að bak- hjarli og fyrir hvatningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur formanns þess sigldu reykvískar konur út á ólgu- sjó íslenskra stjórnmála. Þær buðu fram fjórar konur á sérstök- um lista og hlutu þær allar kosn- ingu í bæjarstjórnina. Þessi at- burður markar tímamót í sögu ís- lenskra kvenna. Stofnun Kvenréttindafélagsins Tildrögin að stofnun Kvenrétt- indafélagsins voru í stórum dráttum eftirfarandi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins frá stofn- un þess árið 1895, tók sér ferð á hend- ur til Noregs, Svíþjóðar og Danmerk- ur 1904. Dvaldist hún þar í nokkra mánuði til að kynna sér hússtjórnar- skóla, skólaeldhús og vinnustofur skólabarna einkum með það fyrir augum að rita síðan um þau málefni í blað sitt. í förinni kynntist Bríet BROTIÐ BLAÐ í sögu íslenskra kvenna nokkrum fremstu konum í kvenrétt- indafélögum þessar landa. Frá þeim og einnig hinni kunnu bandarísku kvenréttindakonu Carrie Chapmann Catt bárust Bríet síðan áskoranir um að mæta fyrir hönd íslenskra kvenna á fyrsta þing Alþjóðasambands kven- réttindafélaga í Kaupmannahöfn sumarið 1906. Sambandið hafði verið stofnað í Berlín árið 1903. Bríet sótti þingið sem fullgildur fulltrúi íslands með málfrelsi, tillögu- rétti og atkvæðisrétti enda þótt hún hefði þá engin samtök kvenna á ís- landi á bak við sig. Á þinginu flutti hún skýrslu á ensku um hagi og réttar- stöðu íslenskra kvenna. í veganesti heim af þinginu fékk Bríet eindregna áskorun um að stofna félag á íslandi sem eingöngu hefði á stefnuskrá að vinna að fullu jafnrétti kvenna og karla á öllum sviðum. Tilvist slíks fé- lags tryggði að ísland uppfyllti skil- yrðin um aðild að Alþjóðasamtökun- um. Björg Einarsdóttir Heimkomin tók Bríet að ræða við konur um þessi mál og lyktaði þeim umræðum á þann veg að hinn 27. jan- úar 1907 boðaði hún fimmtán konur til fundar á heimili sínu að Þingholts- stræti 18. Félagsstofnun var samþykkt og kosin bráðabirgðastjórn til að semja frumvarp til félagslaga og leggja fram á framhalds-stofnfundi mánuði síðar. Á þeim fundi voru lög- in samþykkt og hljóðar fyrsti liður 2. greinar þeirra svo: „Markmið félags- ins er að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn: Kosningarétt og kjör- gengi, einnig rétt til embætta og at- vinnu með sömu skilyrðum og þeir.“ Þessi fyrstu félagslög voru í aðalatrið- um sniðin eftir lögum sænska Kven- réttindafélagsins. í fyrstu stjórn Kvenréttindafélags íslands voru kjörnar Bríet Bjarnhéðinsdóttir for- maður, Sigríður Hjaltadóttir Jens- son, Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Laufey Vilhjálms- dóttir. Kvennasigurinn mikli Lög þau sem áður eru nefnd um nýskipan bæjarstjórnar Reykjavíkur tóku gildi 1. jan- úar 1908 og kjördagurinn ákveðinn 24. sama mánaðar. Bæjar- fulltrúum var fjölgað í fimmtán og skyldi bæjarstjóri kosinn af þeim sér- staklega. Reglulegir stjórnmálaflokk- ar líkt og nú tíðkast voru þá enn ekki komnir á fót og buðu ýmis félagasam- tök og hagsmunahópar fram lista við kosningarnar. Hjá Kvenréttindafé- Framh. á bls. 69 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.