19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 37
Rannveig Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi: MARKMIÐIÐ ER ÖRYGGI Já, breytingin varð ör og ótrúlega mikil. Maður hugsar til bernskuáranna og í brjóstinu bifast blíð hamingjukennd þegar minningar glaðværðar og leiks fylla hugann, leiks barnanna í götunni og sterk öryggiskennd litar minning- arnar. Og erum við ekki þar við kjarna umræðunnar, að hverjar sem ytri að- stæður séu hverju sinni þá eigi mark- miðið að vera öryggi. Þá voru börn í hverju húsi við göt- una, í hverju húsi var mamman og dyr hennar voru öllum börnum götunnar opnar og allt var sjálfsagt og gott því öryggið bjó í húsinu heima og það var nóg. Flestir miðaldra þekkja þessa mynd. Þetta var áður en þjóðfélagið kallaði konur til dáða út á vinnumark- aðinn m.a. með skattaívilnunum. Aður en við stelpurnar urðum með- vitaðar um sjálfsagðan rétt okkar til náms og þátttöku í atvinnulífinu. Áður en ungar fjölskyldur hófu að ganga fram af sér við húsnæðisöflun og áður en sú staðreynd varð ljós að HÚN hafði smátt og smátt gengið inn í hlutverk ömmu, mömmu og HANS. Við höfum verið ótrúlega treg við að takast á við afleiðingarnar. Það er þó orðin viðurkennd stað- reynd að stöðug dagvistaruppbygging verður að vera í gangi og að dvalar- tími barna „venjulegra foreldra“ í dagvistun er alltof stuttur. Dagvistun barna er eðlilegur og jákvæður þátt- ur, sterktengdur hjóli atvinnulífsins. Uppbyggingin er hinsvegar alltof hæg og þar má m.a. um kenna kolrangri verka- og tekjuskiptingu milli ríkis og sveitgarfélaga til þessa og tregðulög- máls í uppgjöri ríkis vegna sameigin- legra verkefna. En það er annar þáttur sem hefur ekki þróast nægilega í takt við breyt- ingarnar á heimilunum og það er skólinn. Hér er skilningsleysi ráða- manna um að kenna. Skilningsleysi á þeirri staðreynd að okkar litla þjóðfé- lag þarfnast hverrar vinnandi handar og að konur eru komnar á vinnu- markað til að vera og eru orðnar þátt- takendur í næstum öllum atvinnu- greinum. Talað er um samfelldan skóladag Atvinnurekendum og at- vinnupólitíkusum hefur að undanförnu orðið tíðrætt um þá skyldu stjórnvalda að búa atvinnurekstrinum í landinu þau ytri skilyrði að hann fái þrifist og dafnað. Slíkt tal telst til ábyrgrar stjórnmálaumræðu. Þessu tali mætti fullt eins snúa upp á börn og segja að það sé skylda stjórnvalda að búa börnum þau ytri skilyrði að þau fái þrifist og dafnað. Slíkur umsnúningur ætti hins vegar ekki upp á pallborðið í heimi hinna „ábyrgu“ sem umsvifa- laust myndu skipta um tón og tala um óskalista og óábyrga eyðslupólitík. í skammsýni sinni sjá þeir ekki, að eng- in fjárfesting er líkleg til að skila jafn miklum arði og fjárfesting í uppeldi barna. Og fátt er jafn mikil ógnun við samfélagið, þar á meðal atvinnu- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi: RÉTTUR BARNA reksturinn, og uppeldi kynslóðar sem misferst. llla uppalin börn verða að fullorðnum ribböldum og af þeim höfum við þegar of mikið í öllum stéttum þjóðfélagsins. Ábyrgð samfé- lagsins á uppeldi og umönnun barna er þvf mikil en það er allt önnur saga hvernig það axlar hana. Sú bábylja er lífsseig í íslensku sam- félagi að af misjöfnu þrífist börnin en hann þarf að vera annað og meira en samfelld stundaskrá. í Kópavogi hafa bæjaryfirvöld reynt að mæta breyttum fjölskylduháttum með breytingum í skólahaldinu og notið samvinnu og góðs vilja skólamanna. Frá því haustið 1982 hefur verið boðið upp á gæslu 6 ára barna og nú einnig 7 ára barna í skólum utan hefð- bundinnar kennslu, þannig að barn hafi viðveru í skólanum til jafns við leikskóladvöl. Frá sama tíma hafa skólamáltíðir verið á boðstólum í flestum skólanna. Á sl. hausti var tek- in upp sú nýbreytni að vera með svokallað athvarf fyrir lyklabörn í einum skólanna og fer þar fram já- kvæð og spennandi starfsemi. Einnig eru í gangi tilraunir með námsver í skólunum þ.e. börnum gefst tækifæri á að ljúka heimanámi innan veggja skólans undir leiðsögn kennara. Þarna er á ferðinni lítið en þýðingar- mikið skref í samspili fjölskyldu og skóla sem byggja má á ef vel tekst til. Þessar tilraunir hafa gert manni ljóst að slíkir þættir verða að vera eðlilegur og sjálfsagður hluti skóla- göngu frá upphafi. Barn sem hefur vanist öðru sest ekki einn góðan veð- urdag inn á skólasafn til að læra þó þar sé aðstoð í boði, ekki ef félagarnir fara heim. Hér þarf endurskipulagningu sem tekur mið af því að þreyttir foreldrar eigi ekki að sitja með þreyttu barni yfir heimanámi í lok starfsdags. Skipulagningu út frá þörfum barn- anna í breyttu þjóðfélagi. Augu okkar allra verða að opnast fyrir því að það er ekki lengur nóg að öryggið búi í húsinu heima og að við berum ábyrgðina saman. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.