19. júní - 19.06.1988, Side 37
Rannveig
Guðmundsdóttir
bæjarfulltrúi:
MARKMIÐIÐ
ER ÖRYGGI
Já, breytingin varð ör og ótrúlega
mikil. Maður hugsar til
bernskuáranna og í brjóstinu
bifast blíð hamingjukennd
þegar minningar glaðværðar og leiks
fylla hugann, leiks barnanna í götunni
og sterk öryggiskennd litar minning-
arnar.
Og erum við ekki þar við kjarna
umræðunnar, að hverjar sem ytri að-
stæður séu hverju sinni þá eigi mark-
miðið að vera öryggi.
Þá voru börn í hverju húsi við göt-
una, í hverju húsi var mamman og dyr
hennar voru öllum börnum götunnar
opnar og allt var sjálfsagt og gott því
öryggið bjó í húsinu heima og það var
nóg. Flestir miðaldra þekkja þessa
mynd. Þetta var áður en þjóðfélagið
kallaði konur til dáða út á vinnumark-
aðinn m.a. með skattaívilnunum.
Aður en við stelpurnar urðum með-
vitaðar um sjálfsagðan rétt okkar til
náms og þátttöku í atvinnulífinu.
Áður en ungar fjölskyldur hófu að
ganga fram af sér við húsnæðisöflun
og áður en sú staðreynd varð ljós að
HÚN hafði smátt og smátt gengið inn
í hlutverk ömmu, mömmu og HANS.
Við höfum verið ótrúlega treg við að
takast á við afleiðingarnar.
Það er þó orðin viðurkennd stað-
reynd að stöðug dagvistaruppbygging
verður að vera í gangi og að dvalar-
tími barna „venjulegra foreldra“ í
dagvistun er alltof stuttur. Dagvistun
barna er eðlilegur og jákvæður þátt-
ur, sterktengdur hjóli atvinnulífsins.
Uppbyggingin er hinsvegar alltof hæg
og þar má m.a. um kenna kolrangri
verka- og tekjuskiptingu milli ríkis og
sveitgarfélaga til þessa og tregðulög-
máls í uppgjöri ríkis vegna sameigin-
legra verkefna.
En það er annar þáttur sem hefur
ekki þróast nægilega í takt við breyt-
ingarnar á heimilunum og það er
skólinn. Hér er skilningsleysi ráða-
manna um að kenna. Skilningsleysi á
þeirri staðreynd að okkar litla þjóðfé-
lag þarfnast hverrar vinnandi handar
og að konur eru komnar á vinnu-
markað til að vera og eru orðnar þátt-
takendur í næstum öllum atvinnu-
greinum.
Talað er um samfelldan skóladag
Atvinnurekendum og at-
vinnupólitíkusum hefur að
undanförnu orðið tíðrætt
um þá skyldu stjórnvalda að
búa atvinnurekstrinum í landinu þau
ytri skilyrði að hann fái þrifist og
dafnað. Slíkt tal telst til ábyrgrar
stjórnmálaumræðu. Þessu tali mætti
fullt eins snúa upp á börn og segja að
það sé skylda stjórnvalda að búa
börnum þau ytri skilyrði að þau fái
þrifist og dafnað. Slíkur umsnúningur
ætti hins vegar ekki upp á pallborðið í
heimi hinna „ábyrgu“ sem umsvifa-
laust myndu skipta um tón og tala um
óskalista og óábyrga eyðslupólitík. í
skammsýni sinni sjá þeir ekki, að eng-
in fjárfesting er líkleg til að skila jafn
miklum arði og fjárfesting í uppeldi
barna. Og fátt er jafn mikil ógnun við
samfélagið, þar á meðal atvinnu-
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
borgarfulltrúi:
RÉTTUR
BARNA
reksturinn, og uppeldi kynslóðar sem
misferst. llla uppalin börn verða að
fullorðnum ribböldum og af þeim
höfum við þegar of mikið í öllum
stéttum þjóðfélagsins. Ábyrgð samfé-
lagsins á uppeldi og umönnun barna
er þvf mikil en það er allt önnur saga
hvernig það axlar hana.
Sú bábylja er lífsseig í íslensku sam-
félagi að af misjöfnu þrífist börnin
en hann þarf að vera annað og meira
en samfelld stundaskrá. í Kópavogi
hafa bæjaryfirvöld reynt að mæta
breyttum fjölskylduháttum með
breytingum í skólahaldinu og notið
samvinnu og góðs vilja skólamanna.
Frá því haustið 1982 hefur verið
boðið upp á gæslu 6 ára barna og nú
einnig 7 ára barna í skólum utan hefð-
bundinnar kennslu, þannig að barn
hafi viðveru í skólanum til jafns við
leikskóladvöl. Frá sama tíma hafa
skólamáltíðir verið á boðstólum í
flestum skólanna. Á sl. hausti var tek-
in upp sú nýbreytni að vera með
svokallað athvarf fyrir lyklabörn í
einum skólanna og fer þar fram já-
kvæð og spennandi starfsemi. Einnig
eru í gangi tilraunir með námsver í
skólunum þ.e. börnum gefst tækifæri
á að ljúka heimanámi innan veggja
skólans undir leiðsögn kennara.
Þarna er á ferðinni lítið en þýðingar-
mikið skref í samspili fjölskyldu og
skóla sem byggja má á ef vel tekst til.
Þessar tilraunir hafa gert manni
ljóst að slíkir þættir verða að vera
eðlilegur og sjálfsagður hluti skóla-
göngu frá upphafi. Barn sem hefur
vanist öðru sest ekki einn góðan veð-
urdag inn á skólasafn til að læra þó
þar sé aðstoð í boði, ekki ef félagarnir
fara heim.
Hér þarf endurskipulagningu sem
tekur mið af því að þreyttir foreldrar
eigi ekki að sitja með þreyttu barni
yfir heimanámi í lok starfsdags.
Skipulagningu út frá þörfum barn-
anna í breyttu þjóðfélagi.
Augu okkar allra verða að opnast
fyrir því að það er ekki lengur nóg að
öryggið búi í húsinu heima og að við
berum ábyrgðina saman.
37