19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 56

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 56
Hvernig sjá þau framtíðina? Frá vinstri: Berglind, Erla, Sigurður, Aðalheiður og Baldur. HJONABAND OG BARNEIGNIR AFTUR í TÍSKU? Könnuö viðhorf nokkurra ungmenna til framtíöarinnar Hver á að passa börnin? Hvar er þeim best komið? Hvernig líður barninu í nú- tímaþjóðfélaginu? Á meðan við veltum þessum málum fyrir okkur er vert að hinkra aöeins við og athuga hverjar eru skoðanir og viðhorf unga fólksins; fólksins sem tekur við. Unglingarnir eru oftast nær upp- fullir af skoðunum á hinum ýmsu mál- um og eru hugmyndirnar um lífið og tilveruna á þeim tíma stundum á skjön við það sem verður svo raunveruleik- inn. Ungt fólk vaknar upp við það um og eftir tvítugsaldurinn að aðstaða þess er orðin allt önnur en það gerði sér í hugarlund að gæti nokkurn tíma orð- ið. Framtíðarplönin hafa fokið út í vindinn — örlögin kannski náð yfir- hendinni — alvaran tekin við. Þetta er hringrásin — með öllum sínum gleði- og sorgartárum. En á hverjum tíma eru oft ákveðin lífsviðhorf í gangi á meðal ungs fólks. 56 Sumir segja að unga fólkið í dag sé yfirfullt af efnishyggju og hugsi um lítið annað en að komast yfir sem mest af veraldlegum gæðum. Stritið hefjist strax á unglingsaldri og aukist bara þegar fram líður. Mikið álag á heimil- unum veldur því oft á tíðum að fjöl- skyldur flosna upp og hvar standa þá börnin? En hvernig blasir framtíðin við unglingunum nú og hvað ætla þau sér í framtíðinni? I9.júní kannaði málið hjá fimm ungmennum: Baldur A. Kristinsson 18 ára: „Ég er ákveðinn í því að fara út og læra heimspeki í 10-15 ár eftir stúdents- próf. Heimspeki er kannski ekki talin hagnýt en ég tel það miklu hagnýtara að læra eitthvað skemmtilegt í 15 ár heldur en að láta sér leiðast í ein- hverri vel borgaðri vinnu bestu ár æv- innar.“ Það var greinilegt að hinum við- mælendunum var dálítið brugðið og fannst þetta viðhorf skrýtið. Erla Magnúsdóttir 18 ára: „Ég vil nú læra eitthvað hagnýtt. Það er allt undir því komið að hafa góð laun. Ég myndi ekki láta það eftir mér að læra eitthvað bara af því ég hef brennandi áhuga á því. Góðir starfsmöguleikar verða að vera fyrir hendi að námi loknu." Berglind Guðmundsdóttir 15 ára: „Best væri auðvitað að geta sameinað þetta, lært eitthvað skemmtilegt sem byði upp á góða möguleika." Auðvitað voru allir þátttakendurn- ir hlynntir því að konur menntuðu sig vel líkt og karlarnir. Kom það fram í máli þeirra að líklega væri meira að segja enn mikilvægara fyrir konur að afla sér góðrar menntunar því ómenntuð ætti konan enga góða möguleika úti á vinnumarkaðnum. Baldur og Berglind: „Konur þurfa að sanna miklu meira til að vera tekn- ar jafngildar karlmanninum. Karlinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.