19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 56

19. júní - 19.06.1988, Side 56
Hvernig sjá þau framtíðina? Frá vinstri: Berglind, Erla, Sigurður, Aðalheiður og Baldur. HJONABAND OG BARNEIGNIR AFTUR í TÍSKU? Könnuö viðhorf nokkurra ungmenna til framtíöarinnar Hver á að passa börnin? Hvar er þeim best komið? Hvernig líður barninu í nú- tímaþjóðfélaginu? Á meðan við veltum þessum málum fyrir okkur er vert að hinkra aöeins við og athuga hverjar eru skoðanir og viðhorf unga fólksins; fólksins sem tekur við. Unglingarnir eru oftast nær upp- fullir af skoðunum á hinum ýmsu mál- um og eru hugmyndirnar um lífið og tilveruna á þeim tíma stundum á skjön við það sem verður svo raunveruleik- inn. Ungt fólk vaknar upp við það um og eftir tvítugsaldurinn að aðstaða þess er orðin allt önnur en það gerði sér í hugarlund að gæti nokkurn tíma orð- ið. Framtíðarplönin hafa fokið út í vindinn — örlögin kannski náð yfir- hendinni — alvaran tekin við. Þetta er hringrásin — með öllum sínum gleði- og sorgartárum. En á hverjum tíma eru oft ákveðin lífsviðhorf í gangi á meðal ungs fólks. 56 Sumir segja að unga fólkið í dag sé yfirfullt af efnishyggju og hugsi um lítið annað en að komast yfir sem mest af veraldlegum gæðum. Stritið hefjist strax á unglingsaldri og aukist bara þegar fram líður. Mikið álag á heimil- unum veldur því oft á tíðum að fjöl- skyldur flosna upp og hvar standa þá börnin? En hvernig blasir framtíðin við unglingunum nú og hvað ætla þau sér í framtíðinni? I9.júní kannaði málið hjá fimm ungmennum: Baldur A. Kristinsson 18 ára: „Ég er ákveðinn í því að fara út og læra heimspeki í 10-15 ár eftir stúdents- próf. Heimspeki er kannski ekki talin hagnýt en ég tel það miklu hagnýtara að læra eitthvað skemmtilegt í 15 ár heldur en að láta sér leiðast í ein- hverri vel borgaðri vinnu bestu ár æv- innar.“ Það var greinilegt að hinum við- mælendunum var dálítið brugðið og fannst þetta viðhorf skrýtið. Erla Magnúsdóttir 18 ára: „Ég vil nú læra eitthvað hagnýtt. Það er allt undir því komið að hafa góð laun. Ég myndi ekki láta það eftir mér að læra eitthvað bara af því ég hef brennandi áhuga á því. Góðir starfsmöguleikar verða að vera fyrir hendi að námi loknu." Berglind Guðmundsdóttir 15 ára: „Best væri auðvitað að geta sameinað þetta, lært eitthvað skemmtilegt sem byði upp á góða möguleika." Auðvitað voru allir þátttakendurn- ir hlynntir því að konur menntuðu sig vel líkt og karlarnir. Kom það fram í máli þeirra að líklega væri meira að segja enn mikilvægara fyrir konur að afla sér góðrar menntunar því ómenntuð ætti konan enga góða möguleika úti á vinnumarkaðnum. Baldur og Berglind: „Konur þurfa að sanna miklu meira til að vera tekn- ar jafngildar karlmanninum. Karlinn

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.