19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 54
í Kópavogsskóla hefur verið komið upp athvarfi fyrir börn, eftir að skólatíma lvkur og dvelja þau a.m.k. 4'/: tíma í skólanum samfellt. Breytt verkaskipting í dagvistarmálum / Idagvistarmálum stöndum við á töluverðum tímamótum. Lagðar hafa verið fram tillögur um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem gera ráð fyrir að þessi verkefni verði alfarið í höndum sveitarféiaga. í þessu sambandi er rétt að benda á að stærstur hluti þessa málaflokks hefur fram að þessu verið í höndum sveitarfélaga þ.e. rekstur- inn. Framlag ríkisins hefur verið helmingur stofnkostnaðar, svo og niðurgreiðslur á rekstri dagvistar- stofnana sem ríkið rekur t.d. við sjúkrahús. Vert er að vekja athygli á tveimur þýðingarmiklum atriðum þessa máls. Hið fyrra er að í dag njóta svo til eingöngu einstæðir foreldrar þjón- ustu dagvistarstofnana þ.e. heils- dagsvistunar og þar með þeirrar nið- urgreiðslu á þjónustugjaldi sem sveit- arfélögin inna af hendi. Foreldrar greiða í dag rúmlega einn fimmta hluta kostnaðar við heilsdagsvistun. Þetta kerfi getur því leitt til nokkurs misréttis þar sem gift láglaunafólk sit- ur á hakanum og nýtur almennt ekki niðurgreiðslna. Sjá verður til þess að niðurgreiðslur komi fyrst og fremst tekjulágu fólki til góða óháð hjúskap- arstöðu þess. Hið síðara er það mark- mið sem ríkisstjórnin setur fram í starfsáætlun sinni um að barnabætur verði nýttar til að mæta óskum for- eldra í þessum efnum og tryggi jafn- rétti og valfrelsi foreldra hvort sem þeir eru útivinnandi eða heimavinn- andi. Einn mesti vandinn í dagvistarmál- um í dag er skortur á menntuðu starfsfólki. Að hluta tengist hann Hlutverk dagmæðra í dagvistar- þjónustunni hefur mikið verið til um- ræðu. Starfsemi þeirra þarf að festa betur í sessi og skoða sérstaklega möguleika á meiri þátttöku þeirra í gæslu yngstu barnanna. launakjörum en að einhverju leyti tískusveiflum í starfsvali. Aðsókn að Fósturskólanum er svipuð ár frá ári, þar gætir lítillar aukningar. Veruleg þörf virðist vera á menntuðu aðstoð- arfólki við hlið fóstra og má í því sam- bandi minna á gamlar tillögur um fóstruliða. Það nám þyrfti að vera að- gengilegt og geta fjölbrautaskólarnir gegnt ákveðnu hlutverki þar, sömu- leiðis námsflokkar og önnur fullorð- insfræðsla. í samningum Sóknar í Reykjavík er þegar að finna ákvæði þessu tengt og Sóknarkonur hafa nú möguleika á námskeiðum fyrir þær sem starfa á dagvistarstofnunum. Raunverulegt valfrelsi jóst er að stöðu fjölskyldunn- ar má treysta með ýmsum að- gerðum stjórnvalda. Hér hafa nokkur dæmi verið rakin. Fleira þarf að sjálfsögðu til að koma. Ahersla verði lögð á að foreldrar bera jafna ábyrgð á börnum sínum. Ein- staklingar hafi raunverulegt frelsi til að velja sér lífsstarf — utan heimilis eða innan — karlar og konur. Vinnu- markaðurinn veiti fólki eðlileg tæki- færi til að skipta með sér fjölskyldu- ábyrgð og framfærslu með t.d. sveigj- anlegum vinnutíma og hlutastörfum. Launamisrétti kynjanna verði afnum- ið. Og áfram mætti halda. Að lokum koma í hugann eftirfar- andi hendingar úr ljóði eftir Gabriela Mistral lauslega þýtt: Ymislegt af því sem við þörfnumst getur beðið. Barrtið getur það ekki. Einmitt núna er það að vaxa og þroskast. Barninu getum við ekki svarað „á morgun Barnið er í dag. ÞUS.KR. 250 200 150- KOSTNAÐUR VIÐ HVERT BARN ÁRIÐ 1987 100 jjsSHLUTUR BORGARINNAR HLUTUR FORELDRA NIÐURGREIÐSLUR BORGARINNAR VEGNA EINSTÆÐRA FORELDRA DAGHEIMILI LEIKSKOLAR GÆSLUVELLIR DAGMÆÐUR Heimild: Ársskýrsla Dagvistar barna 1987 Leiðrétting Pau mistök urðu í blaðinu í síðasta árgangi að í grein um íþróttaiðkun kvenna eftir Lov- ísu Einarsdóttur láðist að geta um heimild, en greinin studdist í meginatriðum við B.A.-ritgerð frá Háskóla íslands eftir Gunn- ar Valgeirsson, „Félagsmótun og íþróttir“ (1984). Var vitnað orðrétt til ritgerðarinnar án þess að gœsalappir gcefu slíkt til kynna. Ritstjóri biðst fyrir sína hönd og höfundar velvirðingar á mistökunum. Jónína M. Guðnadóttir 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.