19. júní - 19.06.1988, Side 30
Sunna Björg ■ Guðmundur Þór Magnússon
Klukkutími stundum langur Pabbarnir eru strangari
Sunna Björg Símonardóttir er 8
ára og býr í Vesturbænum hjá
mömmu sinni sem heitir Soffía
Guönadóttir. Sunna hefurtals-
verða reynslu af hinum ýmsu kostum
sem bjóöast í dagvistarmálum og viö
skulum gefa henni sjálfri orðið:
„Fyrst var ég á vöggustofu á Lauga-
borg þegar ég var 3 mánaða og svo var
ég á venjulegri Hagaborg. Á eftir því
var ég hjá þremur dagmömmum, ein
hét Henný og ein Gisela og svo var ég
líka hjá einni a Akranesi þegar við
áttum heima þar. Svo var ég á ein-
hverju öðru dagheimili þegar ég var 5
ára en ég man ekkert eftir því. Og svo
byrjaði ég á skóladagheimilinu í
haust, það heitir Skáli. Pað er mest
gaman að vera hérna.
Eg er í skólanum frá 8 til 12 og þá
kem ég hingað með strætó og er
stundum til 4 en stundum til 6 af því
að mamma þarf stundum að fara á
kennarafundi. Hún er kennari, því
miður, og þarf að vinna svo rosalega
mikið heima og fær næstum engan
pening!
Svo borgar hún mikla skatta og
námslán og við ætlum líka að kaupa
nýja íbúð svo við eigum eiginlega
aldrei pening. Heyrðu, ég er einn
klukkutíma í sundi á dag og það er svo
skemmtilegt og klukkutíminn er
stuttur. En þegar ég er að bíða eftir
mömmu einhvers staðar í einn
klukkutíma þá er klukkutíminn alveg
rosalega langur?“
— vd.
/
g er í skólanum fyrir hádegi,
stundum er ég búinn klukkan
ellefu og stundum klukkan
tólf. Þá fer ég heim og fæ mér
að borða og byrja svo strax að læra.
Eg á tvo bræður, annar er 6 ára og
hinn er 2ja ára, þeir eru á leikskóla
fyrir hádegi. Mamma vinnur til
klukkan eitt á daginn, þá kemur hún
heim til að hugsa urn okkur.
Við fengjum auðvitað meiri pen-
inga ef mamma ynni úti allan daginn,
en einhver verður að passa börnin og
mömmurnar eru bestar í það, því
pabbarnir eru miklu strangari."
— Passar þú stundum litla bróður
þinn?
„Já, ég fer út að labba með hann,
svo leik ég stundum við hann. Mér
finnst alveg ágætt að eiga tvo bræður,
en ég þekki strák sem á fjórar systur,
það er nú dálítið mikið.“
— Hefur þú verið á dagheimili eða
leikskóla?
„Þegar ég var lítill var ég á Austur-
borg, svo hætti ég þar þegar ég var 5
ára og byrjaði á leikskóla. Mér fannst
miklu skemmtilegra á leikskólanum,
því við krakkarnir fengum að vera svo
mikið úti.“
— Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera?
„Það skemmtilegasta sem ég geri er
að fara á skíði. Þegar ég er inni, leik
ég mér mikið á tölvuna mína. — Það
versta er, að það eru svo fáir strákar á
mínum aldrei til að leika við í hverf-
inu sem ég bý í. Maggi vinur minn,
sem er í sama bekk og ég, á heima
langt frá mér. — Ég hlakka til þegar
skólinn er búinn í vor, þá get ég farið
að hjóla og æfa fótbolta og handbolta
fyrir alvöru.’
— Leikur þú þér stundum við
stelpur?
„Það er nú ekki oft, en samt finnst
mér ekkert asnalegt að leika við stelp-
ur, þær eru ekkert verri en strákar."
HLUSTUM
A
BÖRNIN
30