19. júní - 19.06.1988, Side 28
Þú opnar
dós
og gæðin koma í Ijós!
Kvenna-
sögu-
safn
Islands
Kvenna-
sögusafn
íslands
Hjarðarhaga 26,
Reykjavík, sími 12204.
DAGMÆÐUR
Reynsla foreldra:
EFTIRLITIÐ
TIL
SKAMMAR
Katrín Baldursdóttir, gift
tvcggja barna móðir, segir
frá: „Eldri dóttirmín, Karen
Lind, fór fyrst til dag-
mömmu þegar hún var um 2 ára.
Dagmóðirin var ágæt, en af einhverj-
um ástæðum leiddist Karenu mjög og
það var mjög erfitt að skilja hana eft-
ir. Hún grét þegar ég fór og beið mín
allan daginn. Þetta gekk ekki til
lengdar og eftir 6 vikur flýði ég á náðir
mömmu. Nokkru síðar frétti ég af
lausu plássi hjá annarri dagmömmu
og ákvað að líta á staðinn. Aðstaðan
var engin, allt var skítugt, börnin
voru mörg og kettir alls staðar sem
migu í sandkassann í garðinum, sem
var eina aðstaðan sem konan hafði.
Börnin voru látin leika sér í holinu og
leikföngin voru bara drasl. Ég sagði
nei takk. Eftir langa leit fékk ég loks
pláss hálfan daginn fyrir hana hjá
nýrri dagmömmu og þar var allt í
góðu lagi. Par var hún í um hálft ár en
þá eignaðist ég Sunnevu og var heima
með þær báðar í eitt ár.
Þegar ég ætlaði að fara að vinna úti
aftur var mjög erfitt að fá gæslu fyrir
þær, næstum útilokað. Svo fékk ég
vinnu á leikskóla hálfan daginn og
forstöðukonunni þar tókst með ýtni
að fá dagmömmu fyrir Sunnevu. Kar-
en fékk inni á leikskólanum, enda
orðin 3 ‘/i árs og er þar enn, en ég er
hætt í þeirri vinnu. Sunneva er hjá
sömu dagmóðurinni og líkar mjög vel
hjá henni, enda er þetta mjög blíð og
góð kona. Vandinn er sem sagt leyst-
ur í bili.
Það er algjört happdrætti hvernig
dagmömmu maður fær en ég býst við
að við höfum verið frekar heppin. Ég
hef verið vandlát, en því miður getur
það verið mjög erfitt fyrir fólk í neyð
að neita lausu plássi þó aðstæður séu
lélegar. Það er eftirlitið sem mér
finnst alveg til skammar."
— vd.
BARNA
HERÐATRÉ
ng, einstæð móðir með eitt
barn, segir frá:
Dóttir mín var eins og hálfs
árs þegar ég þurfti að láta
hana frá mér í pössun en mamma mín
hafði hjálpað mér fram að því. Ég
sótti strax um fyrir hana á dagvistar-
heimili enda komin í forgangshóp.
Það var ekkert laust fyrir hana og ég
varð að setja hana til dagmömmu.
Eina plássið sem var laust var hjá
tveimur konum sem voru saman um
að gæta 10-12 barna.
Þær voru að vísu í stóru húsnæði en
nýttu mjög lítinn hluta af því fyrir
börnin og lokuðu til dæmis stórri
stássstofu af. Hún hefur sjálfsagt
verið talin með þegar þær fengu leyfið
og kannski hafa einhver af þessum
börnum verið hálfan daginn, en tím-
arnir skarast, um það er ég ekki viss.
En í eitt skipti þegar mér fannst ansi
margt hjá þeim þá taldi ég þarna 14
börn.
Börnin voru mest í einu galtómu
herbergi og leikföngin voru fá og lé-
leg, hauslausar dúkkur og því um líkt.
í öðrum 2 herbergjum voru oft sof-
andi ungabörn og þar gátu hin ekki
verið.
Ég gat ekki kvartað beint, því þá
hefði ég átt á hættu að missa plássið
þannig að ég kom kvörtun áleiðis eftir
krókaleiðum og kunningsskap til Fé-
lagsmálastofnunar. Svörin voru þau
að þessar konur hefðu bestu meðmæli
og langa starfsreynslu og því ekki
ástæða til að gera neitt. Mér fannst
hins vegar að ég hefði alveg eins getað
hengt dóttur mína á herðatré og sett
hana inn í skáp, eins og að fara með
hana til þessarra kvenna. En það var
ekkert annað að fá og loksins eftir eitt
og hálft ár losnaði pláss á dagvistar-
heimili.
Stelpunni líkar mjög vel þar og er
eins og annað barn. Hún er að gera
eitthvað þroskandi núna, hún situr
ekki lengur og bíður eftir mér.
28