19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 65

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 65
Margfaldur fjöldi Það kom fljótlega í ljós að áhugi íslenskra kvenna á að fara á kvennaþingið yrði rnikill. Áætlaður fjöldi þátttakenda var fljótt tvöfaldaður og þegar samið var um fargjöld við Flugleiðir, sem buðu íslenskum förukonum þau frá- bæru kjör að komast til Osló fyrir og annarra, kynningar á hinu og þessu og kvikmyndir, og svo verður að sjálfsögðu tóm til að setjast og ræða sín hjartans mál og skemmta sér saman án þess að það sé nokkur stað- ar á dagskrá. Islensku þátttakendurnir láta ekki sitt eftir liggja að leggja að mörkum fjölbreyttrar dagskrár. Héðan fara ömmur sém vilja frið og aðrar konur í friðarhreyfingunni og taka þátt í samnorrænni friðardagskrá sem stendur alla vikuna; héðan fara myndlistarkonur með sýningu á verk- um sínum og tónlistarkonur sem ætla að flytja tónverk íslenskra kventón- skálda. Islenskar ballerínur ætla að dansa á opnunarhátíðinni sem verður utanhúss niðri við höfnina nálægt miðborg Osló. Kvenréttindafélagið tekur þátt í dagskrá norrænu systur- félaganna um konur og vald, og kon- ur úr stjórnmálaflokkunum verða í slagtogi með skoðanasystrum sínum hjá frændþjóðunum, þ.e. aðrar en Kvennalistinn sem verður með sína sérstöku dagskrá. Héðan fara líka konur sem ætla að flytja fyrirlestra um hugðarefni sín á eigin vegum. Er hér aðeins fátt eitt talið af framlögum íslensku þátttakendanna og ekki verður fjölbreytileikinn rninni þegar þau bætast við dagskráratriði frá hin- um Norðurlandaþjóðunum. Það er ekki hætta á að neinum leiðist þessa átta samfelldu kvennafrídaga sem við ætlum að slást í hóp 7 til 10 þúsund norrænna kvenna á sumri komanda. Undirbúningsnefndin: Frá vinstri: Guðrún Ágústsdóttir, Arndís Steinþórsdótt- ir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Á myndina vantar Elsu Þorkelsdóttur. 11.500 kr., var samið um ríflega 500 sæti. Þegar upp var staðið að lokinni skráningu um miðjan apríl var fjöld- inn kominn yfir 700. Og hvaða konur eru það sem ætla að verja hluta af sumarleyfinu á kvennaþingi ræðandi um stöðu kvenna í heila 8 daga? Það eru konur á öllum aldri, úr öllum stéttum og víða af landinu. Sumar eru vanir ferðalangar, aðrar hafa aldrei fyrr komið út fyrir landssteinana. Þær ætla í stórum hópum frá stéttasam- tökum eins og ASÍ og BSRB, þær fara í minni hópum frá ýmsurn kven- félögum og grasrótarhreyfingum eða þær taka sig saman úr sömu fjölskyld- unni, amma, mamma og dóttir, og svo eru þær sem fara öldungis á eigin snærum og slást í för með hinum. Dagskrá Það verður margt hægt að gera sér til ánægju og fróðleiks á háskólasvæðinu í Blindern þar sem fjöldi háskólabygginga verður lagður undir hin fjölbreytileg- ustu dagskráratriði. Má gera ráð fyrir að á degi hverjum verði hægt að velja úr nálægt 100 mismunandi atriðum. Það verða fræðilegir fyrirlestrar í sumum sölum, umræðuhópar og starfshópar í öðrum, leikhús, tónlist og margvíslegar sýningar listakvenna Halda upp á 20 ára afmæli félagsins venfélagið Seltjörn á Sel- tjarnarnesi telur um 80 konur og hélt félagið há- tíðlegt 20 ára afmæli sitt á þessu vori. Ein úr hópnum, Unnur Ágústsdóttir, stakk upp á því að félagarnir héldu afmælið hátíðlegt með því að fara á norræna kvenna- þingið í Osló. Það varð úr og ætla 14 Seltjarnarkonur með í þessa af- mælisför. Þetta eru allt konur sem þekkjast vel eftir margra ára sam- veru í félaginu og hyggja gott til glóðarinnar að ferðast nú saman og kynnast þörfurn málefnum í leiðinni. Þátttakan langt fram úr fyrstu vonum Konur í Alþýðusambandi íslands fjölmenna á nor- ræna kvennaþingið í sum- ar. í fyrstu var þeim boð- in gisting fyrir 50 konur í skólahús- næði norska Alþýðusambandsins í Sörmarka skammt utan við borg- ina, en þegar skráningu lauk reyndist það allsendis of lítið því að ASÍ konurnar verða um 120. Þær koma alls staðar að, allt frá Grímsey og suður úr, og þær eru á öllum aldri. Ein amma um sjötugt fer með 17 ára dótturdóttur sinni og svo eru konurnar á öllum aldri þar á milli. Jón Baldvin og Davíö gefa þeim frí Hjá BSRB hefur verið tek- ið á móti þátttökutil- kynningum fyrir meir en 150 konur og er það ívið meira en bjartsýnustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Þó ríkti vissulega bjartsýni í þeim búðum, því að strax í fyrrahaust var pantað sam- eiginlegt hótel fyrir 140 konur í samtökunum. Sigurveig Sigurðar- dóttir á skrifstofu BSRB upplýsti að konurnar væru úr nær öllum aðildarfélögunum, „nema úr toll- varðafélaginu, af eðlilegum ástæð- um“, þær væru á öllum aldri og úr öllum starfsstéttum. Þær fengju svo til allar einhvern stuðning til fararinnar og einnig hefðu fjár- málaráðherra og borgarstjóri sam- þykkt að veita BSRB konum 4 daga frí til að sækja þingið, (en 5. virki dagurinn er almennur frídag- ur verslunarmanna). Þetta eru konurnar í BSRB að vonum ánægðar með. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.