19. júní - 19.06.1988, Síða 65
Margfaldur fjöldi
Það kom fljótlega í ljós að áhugi
íslenskra kvenna á að fara á
kvennaþingið yrði rnikill.
Áætlaður fjöldi þátttakenda
var fljótt tvöfaldaður og þegar samið
var um fargjöld við Flugleiðir, sem
buðu íslenskum förukonum þau frá-
bæru kjör að komast til Osló fyrir
og annarra, kynningar á hinu og
þessu og kvikmyndir, og svo verður
að sjálfsögðu tóm til að setjast og
ræða sín hjartans mál og skemmta sér
saman án þess að það sé nokkur stað-
ar á dagskrá.
Islensku þátttakendurnir láta ekki
sitt eftir liggja að leggja að mörkum
fjölbreyttrar dagskrár. Héðan fara
ömmur sém vilja frið og aðrar konur í
friðarhreyfingunni og taka þátt í
samnorrænni friðardagskrá sem
stendur alla vikuna; héðan fara
myndlistarkonur með sýningu á verk-
um sínum og tónlistarkonur sem ætla
að flytja tónverk íslenskra kventón-
skálda. Islenskar ballerínur ætla að
dansa á opnunarhátíðinni sem verður
utanhúss niðri við höfnina nálægt
miðborg Osló. Kvenréttindafélagið
tekur þátt í dagskrá norrænu systur-
félaganna um konur og vald, og kon-
ur úr stjórnmálaflokkunum verða í
slagtogi með skoðanasystrum sínum
hjá frændþjóðunum, þ.e. aðrar en
Kvennalistinn sem verður með sína
sérstöku dagskrá. Héðan fara líka
konur sem ætla að flytja fyrirlestra
um hugðarefni sín á eigin vegum. Er
hér aðeins fátt eitt talið af framlögum
íslensku þátttakendanna og ekki
verður fjölbreytileikinn rninni þegar
þau bætast við dagskráratriði frá hin-
um Norðurlandaþjóðunum. Það er
ekki hætta á að neinum leiðist þessa
átta samfelldu kvennafrídaga sem við
ætlum að slást í hóp 7 til 10 þúsund
norrænna kvenna á sumri komanda.
Undirbúningsnefndin: Frá vinstri: Guðrún Ágústsdóttir, Arndís Steinþórsdótt-
ir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Á myndina vantar
Elsu Þorkelsdóttur.
11.500 kr., var samið um ríflega 500
sæti. Þegar upp var staðið að lokinni
skráningu um miðjan apríl var fjöld-
inn kominn yfir 700.
Og hvaða konur eru það sem ætla
að verja hluta af sumarleyfinu á
kvennaþingi ræðandi um stöðu
kvenna í heila 8 daga? Það eru konur
á öllum aldri, úr öllum stéttum og
víða af landinu. Sumar eru vanir
ferðalangar, aðrar hafa aldrei fyrr
komið út fyrir landssteinana. Þær
ætla í stórum hópum frá stéttasam-
tökum eins og ASÍ og BSRB, þær
fara í minni hópum frá ýmsurn kven-
félögum og grasrótarhreyfingum eða
þær taka sig saman úr sömu fjölskyld-
unni, amma, mamma og dóttir, og
svo eru þær sem fara öldungis á eigin
snærum og slást í för með hinum.
Dagskrá
Það verður margt hægt að gera
sér til ánægju og fróðleiks á
háskólasvæðinu í Blindern þar
sem fjöldi háskólabygginga
verður lagður undir hin fjölbreytileg-
ustu dagskráratriði. Má gera ráð fyrir
að á degi hverjum verði hægt að velja
úr nálægt 100 mismunandi atriðum.
Það verða fræðilegir fyrirlestrar í
sumum sölum, umræðuhópar og
starfshópar í öðrum, leikhús, tónlist
og margvíslegar sýningar listakvenna
Halda upp á 20 ára
afmæli félagsins
venfélagið Seltjörn á Sel-
tjarnarnesi telur um 80
konur og hélt félagið há-
tíðlegt 20 ára afmæli sitt á
þessu vori. Ein úr hópnum, Unnur
Ágústsdóttir, stakk upp á því að
félagarnir héldu afmælið hátíðlegt
með því að fara á norræna kvenna-
þingið í Osló. Það varð úr og ætla
14 Seltjarnarkonur með í þessa af-
mælisför. Þetta eru allt konur sem
þekkjast vel eftir margra ára sam-
veru í félaginu og hyggja gott til
glóðarinnar að ferðast nú saman
og kynnast þörfurn málefnum í
leiðinni.
Þátttakan langt fram úr
fyrstu vonum
Konur í Alþýðusambandi
íslands fjölmenna á nor-
ræna kvennaþingið í sum-
ar. í fyrstu var þeim boð-
in gisting fyrir 50 konur í skólahús-
næði norska Alþýðusambandsins í
Sörmarka skammt utan við borg-
ina, en þegar skráningu lauk
reyndist það allsendis of lítið því
að ASÍ konurnar verða um 120.
Þær koma alls staðar að, allt frá
Grímsey og suður úr, og þær eru á
öllum aldri. Ein amma um sjötugt
fer með 17 ára dótturdóttur sinni
og svo eru konurnar á öllum aldri
þar á milli.
Jón Baldvin og Davíö gefa þeim frí
Hjá BSRB hefur verið tek-
ið á móti þátttökutil-
kynningum fyrir meir en
150 konur og er það ívið
meira en bjartsýnustu áætlanir
gerðu ráð fyrir. Þó ríkti vissulega
bjartsýni í þeim búðum, því að
strax í fyrrahaust var pantað sam-
eiginlegt hótel fyrir 140 konur í
samtökunum. Sigurveig Sigurðar-
dóttir á skrifstofu BSRB upplýsti
að konurnar væru úr nær öllum
aðildarfélögunum, „nema úr toll-
varðafélaginu, af eðlilegum ástæð-
um“, þær væru á öllum aldri og úr
öllum starfsstéttum. Þær fengju
svo til allar einhvern stuðning til
fararinnar og einnig hefðu fjár-
málaráðherra og borgarstjóri sam-
þykkt að veita BSRB konum 4
daga frí til að sækja þingið, (en 5.
virki dagurinn er almennur frídag-
ur verslunarmanna). Þetta eru
konurnar í BSRB að vonum
ánægðar með.
65