19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 81

19. júní - 19.06.1988, Side 81
dóttir sagði okkur sitt af hverju urn jóla- hald fyrr og nú. f>ann 27. janúar sl. hélt félagið hátíðlegt 81 árs afmælið með félagsfundi að Litlu- Brekku. Lar var fjallað um það ákvæði 3. greinar jafnréttislaga sem heimilar sérað- gerðir til hagsbóta konum. Vilborg Harð- ardóttir hélt erindi um aðgerðir í þessu sambandi, og á eftir voru fjörugar umræð- ur. Var það mat allra þeirra sem töluðu að leggja bæri áherslu á að nýta þessa heimild í jafnréttisbaráttu komandi ára. Þann 12. mars sl. var svo fundur um vinnutíma. Þar fjölluðu Bolli Þór Bolla- son, Þórir Daníelsson og fleiri um vinnu- tíma. Loks var svo fundað íLitlu-Brekku í hádeginu 5. maí um konur og kjaramál. Fóru fram pallborðsumræður þeirra Bjarnfríðar Leósdóttur, Oddrúnar Kristj- ánsdóttur og Ingibjargar R. Guðmunds- dóttur. Auk félagsfunda hefur ýmislegt verið að gerast í félaginu. Á aðalfundi félagsins 1987 var samþykkt'svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur KRFÍ beinir þeim ein- dregnu tilmælum til forseta Islands, Vig- dísar Finnbogadóttur, að gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta Islands að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Jafn- framt beinir félagið því til aðildarfélaga sinna að samþykkja sams konar áskorun og senda hana skrifstofu KRFÍ fyrir 1. maí 1987.“ Undirtektir voru mjög góðar, og héldu stjórnarkonur KRFÍ á fund forseta þann 15. október með áskorun unt að gefa kost á sér áfram. Skömmu síðar tilkynnti Vigdís að hún myndi gefa kost á sér áfram, öllum til mikillar ánægju. Óþarft er að fara mörgum orðum um frammistöðu hennar í embætti og hversu mikilvæg fyrir- mynd Vigdís er öllum konum í landinu. Rót Nú nýlega hóf rekstur ný útvarps- stöð, Rót. Erindi barst félaginu um að það taki þátt í hópvinnu nokkurra kvcnnasamtaka um að sjá um reglu- bundinn útvarpsþátt á útvarpsstöð- inni, og var það samþykkt af stjórn- inni. Framkvæmdastjóri félagsins, Björg Jakobsdóttir, hefur verið full- trúi okkar í þeim hópi sem sér um þessa útvarpsþætti, sem nú þegar eru orðnir nokkrir. Fyrsti þátturinn var allur helgaður Kvenréttindafélaginu, en hann var sendur út daginn eftir af- mæli félagsins, þann 28. janúar síðast- liðinn. Hallveigarstaöir Asíðastliðnu sumri óskaði yfir- borgardómari eftir því við fé- lagið að embættið fengi leigt hluta af því húsnæði sem félagið hafði til afnota að Hallveigarstöðum. Var hér um að ræða um helming skrifstofunn- ar á 3. hæð að Hallveigarstöðum. Tillaga um að leigja embættinu húsnæði var rædd ítarlega í stjórn félagsins og samþykkt að ganga til samninga við embættið. Leigu- samningur við borgardómaraembættið tók síðan gildi 1. janúarsl. Varþetta liður í þeirri viðleitni að bæta fjárhag félagsins og marka því örugga tekjustofna. Nú er framkvæmdum við þessar breytingar lok- ið og mun sú starfsemi sem áður fór fram í húsnæði KRFÍ öll rúmast í því húsnæði sem nú er til afnota. Jafnframt veitist fé- laginu nú kleift án verulegra þrenginga að hafa framkvæmdastjóra í starfi. Ásamt þessu hefur nú verið samþykkt í hússtjórn Hallveigarstaða að greiða félög- unum út hluta af leigutekjum hvers mán- aðar. Þessi skipan komst á 1. nóvember sl. og léttir félaginu starfsemina. Á árinu barst félaginu erindi frá IAW (International Aliance of Women) þess efnis hvort ísland vildi halda næstu al- heimsráðstefnu samtakanna 1989. Þessar ráðstefnur eru haldnar 3ja hvert ár og sækja þær um 200 manns. Eftir samráð við Ferðaskrifstofu ríkisins var samþykkt í stjórn félagsins að bjóða IAW að hér yrði haldin næsta ráðstefna samtakanna dag- ana 24. júní til 1. júlí 1989. Endanlegt svar um hvort boðinu verður tekið hefur ekki borist, en vitað er að fleiri lönd hafa boðist til að halda ráðstefnuna. í maí sl. var formanni félagsins boðið að vera heiðursgestur á Landsfundi mál- freyja sem haldinn var á Hótel Loftleið- um, og hélt hún fræðsluerindi um félagið, tilgang þess og starf. Starfið út á viö / IJafnréttisráð tilnefnir félagið full- trúa skv. ákvæði jafnréttislaga. Full- trúi félagsins í ráðinu var Esther Guðmundsdóttir og til vara Arndís Steinþórsdóttir fram til 1. desember sl., eri þá var nýtt Jafnréttisráð skipað, og varð þá Arndís Steinþórsdóttir aðalmaður í ráðinu og Esther til vara. Hússtjórn Hallveigarstaða kom saman til nokkurra funda á sl. ári. Fulltrúar KRFÍ í hússtjórn eru Lára V. Júlíusdóttir, Arndís Steinþórsdóttir og Björg Jakobs- dóttir. Þær breytingar urðu á hússtjórn á sl. ári að María Pétursdóttir lét af for- mennsku, um leið og hún lét af for- mennsku í Kvenfélagasambandi íslands, og Unnur Schram hætti sem fram- kvæmdastjóri hússtjórnar. Nýr formaður hússtjórnar er Stefanía María Pétursdótt- ir, formaður KÍ. Störf hússtjórnar lutu eins og áður að rekstri hússins. Sl. sumar var undirritaður nýr húsaleigusamningur við Borgardómaraembættið til ársloka 1991, nýr húsvörður var ráðinn 1. apríl sl. og viðhaldsverkefni hússins voru aðallega fólgin í hitalögn á stétt í kring um Hall- veigarstaði. Kvenréttindafélagið á fulltrúa í ýmsum félagssamtökum og hafa þeir sótt fundi á þeirra vegum. Þannig sat formaður KRFÍ fund í UNESCO nefndinni 16. des. sl. Skipti urðu á árinu á fulltrúum KRFI í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Helga Sigurjónsdóttir tók við af Arndísi Steinþórsdóttur, en varamaður er áfram Ásthildur Ketilsdóttir. Nefndin stóð m.a. fyrir opnum fundi með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda 2. júní 1987, þar sem rætt var um launamál kvenna, lágmarkslaun og fleira. Nefndin vinnur nú að undirbúningi á bæklingi um launamál kvenna, ásamt því að reynt er að fylgja eftir kröfum kvenna íkjarasamning- um. Guðrún Ágústsdóttir hefur nú tekið við fundarstjórn í nefndinni af Láru V. Júlíusdóttur. Nefndin fundar hálfsmánað- arlega og hefur aðsetur að Skipholti 50a. Aðalfundur Landverndar 1987 var haldinn að Flúðum í nóvember sl. og sat hann fulltrúi félagsins, Valborg Bents- dóttir. Þorbjörg Daníelsdóttir, fulltrúi KRFÍ í Landssambandinu gegn áfengisbölinu, sat fulltrúafund þess 24. nóv. sl. Þá tók félag- ið þátt í starfi Mæðrastyrksnefndar og Áfengisvarnarnefndar kvenna í Reykja- vík og Hafnarfirði, sem störfuðu með líku sniði og áður. Signý Gunnarsdóttir hefur verið fulltrúi félagsins í Friðarhreyfingu íslenskra kvenna. Loks á KRFÍ fulltrúa í starfshópi um Kvennasögusafn, sem er starfandi innan áhugahóps um Kvennarannsóknir. Situr Guðrún Gísladóttir þar fyrir hönd félags- ins. Erlend samskipti Norrænt kvennaþing. Félagið hef- ur tekið þátt í undirbúningi nor- ræns kvennaþings sem haldið verður í Osló í ágúst n.k. Frá þinginu er sagt annars staðar í blaðinu. Nordisk kvinnesaks samorganisation, NKS. Haldnir voru tveir fundir í norræn- um samtökum kvenréttindafélaga á sl. ári, enda auðvelt með fundarhöld þar sem öll norrænu kvenréttindafélögin eiga full- trúa í undirbúningsnefnd undir norrænt kvennaþing. Fyrri fundurinn var haldinn í mars 1987 í Svíþjóð, þar sem ákveðið var að sameiginlegt framlag kvenréttindafé- laga á Norðurlöndum á norrænu kvenna- þingi yrði um konur og vald. Síðari fund- urinn var haldinn í janúar 1988 í Oslo, þar sem fjallað var nánar um útfærslu á sam- eiginlegu framlagi félaganna. Fyrri fund- inn sótti Arndís Steinþórsdóttir, en þann síðari Jónína Margrét Guðnadóttir. Fréttabréf félagsins hefur komið út nokkrum sinnum á árinu eftir þörfum. Umsjón þess annast nú Ragnheiður Harð- ardóttir og sér Þórhildur Jónsdóttir um útlit þess sem fyrr. Enn er of snemmt að spá um hvenær söguritun félagsins fer að komast á útgáfu- stigið. Sigríður Erlendsdóttir sagnfræð- ingur sér um skráningu og nýtur hún að- stoðar Valborgar Bentsdóttur við verkið. 81

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.