19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 19
Afi hefur þolinmæði til að svara öllum spurningunum. Mörg nútímabörn fara á mis við þá yndislegu upplifun að eiga afa og ömmu sem dekra við þau og veita þeim athygli, auk þess sem þau læra þá aldrei að þekkja eldri kynslóðina. f»ví er þessi lausn mjög góð á margan hátt og gefandi fyrir báða aðila. Auð- vitað hentar hún ekki öllum og alls staðar, en ætti tvímælalaust að vera til staðar og vonandi verður meira um það í framtíðinni að börn fái góða „ömmu“ og „afa“ til að passa sig á meðan mamma og pabbi eru að vinna. Einkadagheimili og einkaleikskólar Foreldrar grípa til ýmissa ráða þegar lítil sem engin von virð- ist vera til þess að börn þeirra fái inni á opinberri dagvistar- stofnun. Astandið er slæmt nú, en virðist síst hafa verið betra fyrir 15 árum því að þá sá hópur foreldra þann kost vænstan að stofna einka- dagheimili. Þetta var barnaheimilið Ós sem stofnað var haustið 1973. Barnaheimilið hefur átt í húsnæðis- hraki og við það skapaðist óöryggi um tíma í rekstrinum, en í dag er það til húsa að Berþórugötu 20 og er rekið af foreldrum barnanna sem þar dvelja hverju sinni. Foreldrar taka þátt í starfseminni á heimilinu á ýmsan hátt, svo sem við viðhald starfsað- stöðu og með gæslu barnanna vegna hádegisfundar starfsfólks einu sinni í viku. Innheimt daggjöld, sem eru 15.000 á mánuði fyrir hvert barn, og styrkur frá Reykjavíkurborg mynda rekstrar- grundvöll heimilisins. Á Ósi eru 22 börn frá 2Vi árs en hámarksaldur er enginn. Þarna er alltaf langur biðlisti. Við val nýs barns á Ós er tekið tillit til eftirfarandi: aldur og kyn barnsins þ. e. hvernig það passar inn í þann hóp sem fyrir er á heimilinu, aldur um- Umsjón: Helga Helgadóttir sóknar, tíðni ítrekana eða hvort um gamlan „Ósara" er að ræða. Við heimilið starfa 4 fóstrur og 1 matráðs- kona sem allar telja það mikinn kost að starfa svo náið með foreldrum. Nokkrum árum eftir stofnun Óss, eða árið 1977, taka félagar úr Ananda Marga sig saman og setja á stofn leik- skóla. Síðan lenda þeir í húsnæðis- hraki þannig að erfiðleikar urðu með starfsemina og það er ekki fyrr en árið 1984 sem skilningur borgarstjórnar vaknar og þeir fá aðstöðu til að reka þessa starfsemi. Árið 1985 opna þeir leikskólann Sælukot við Þorragötu. Þar eru nú 40 börn, 10 allan daginn og 30 hálfan daginn, en síðastliðið ár voru 90 börn á biðlista enda geta allir sótt um eins og á barnaheimilinu Ósi. í Sælukoti eru 6 starfsmenn, þar af 4 erlendir. Hvert foreldri leggur fram 5-8 stunda vinnuframlag á ári. í tengslum við leikskólann er starf- ræktur skóli fyrir 6 ára og eru þar nú 8 nemendur í kennslu fyrir hádegi og gæslu eftir hádegi. Búið er að fá leyfi fyrir 7 ára bekk næsta vetur. Þetta eru börn sem hafa áður verið á leikskól- anum. Þrátt fyrir góðan árangur og almenna ánægju foreldra með fyrir- komulag einkadagvistar, munu þetta vera einu dagheimilin í Reykjavík sem rekin eru með þessu sniði. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.