19. júní - 19.06.1988, Page 54
í Kópavogsskóla hefur verið komið upp athvarfi fyrir börn, eftir að skólatíma
lvkur og dvelja þau a.m.k. 4'/: tíma í skólanum samfellt.
Breytt verkaskipting í
dagvistarmálum
/
Idagvistarmálum stöndum við á
töluverðum tímamótum. Lagðar
hafa verið fram tillögur um
breytta verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, sem gera ráð fyrir að
þessi verkefni verði alfarið í höndum
sveitarféiaga. í þessu sambandi er
rétt að benda á að stærstur hluti þessa
málaflokks hefur fram að þessu verið
í höndum sveitarfélaga þ.e. rekstur-
inn. Framlag ríkisins hefur verið
helmingur stofnkostnaðar, svo og
niðurgreiðslur á rekstri dagvistar-
stofnana sem ríkið rekur t.d. við
sjúkrahús.
Vert er að vekja athygli á tveimur
þýðingarmiklum atriðum þessa máls.
Hið fyrra er að í dag njóta svo til
eingöngu einstæðir foreldrar þjón-
ustu dagvistarstofnana þ.e. heils-
dagsvistunar og þar með þeirrar nið-
urgreiðslu á þjónustugjaldi sem sveit-
arfélögin inna af hendi. Foreldrar
greiða í dag rúmlega einn fimmta
hluta kostnaðar við heilsdagsvistun.
Þetta kerfi getur því leitt til nokkurs
misréttis þar sem gift láglaunafólk sit-
ur á hakanum og nýtur almennt ekki
niðurgreiðslna. Sjá verður til þess að
niðurgreiðslur komi fyrst og fremst
tekjulágu fólki til góða óháð hjúskap-
arstöðu þess. Hið síðara er það mark-
mið sem ríkisstjórnin setur fram í
starfsáætlun sinni um að barnabætur
verði nýttar til að mæta óskum for-
eldra í þessum efnum og tryggi jafn-
rétti og valfrelsi foreldra hvort sem
þeir eru útivinnandi eða heimavinn-
andi.
Einn mesti vandinn í dagvistarmál-
um í dag er skortur á menntuðu
starfsfólki. Að hluta tengist hann
Hlutverk dagmæðra í dagvistar-
þjónustunni hefur mikið verið til um-
ræðu. Starfsemi þeirra þarf að festa
betur í sessi og skoða sérstaklega
möguleika á meiri þátttöku þeirra í
gæslu yngstu barnanna.
launakjörum en að einhverju leyti
tískusveiflum í starfsvali. Aðsókn að
Fósturskólanum er svipuð ár frá ári,
þar gætir lítillar aukningar. Veruleg
þörf virðist vera á menntuðu aðstoð-
arfólki við hlið fóstra og má í því sam-
bandi minna á gamlar tillögur um
fóstruliða. Það nám þyrfti að vera að-
gengilegt og geta fjölbrautaskólarnir
gegnt ákveðnu hlutverki þar, sömu-
leiðis námsflokkar og önnur fullorð-
insfræðsla. í samningum Sóknar í
Reykjavík er þegar að finna ákvæði
þessu tengt og Sóknarkonur hafa nú
möguleika á námskeiðum fyrir þær
sem starfa á dagvistarstofnunum.
Raunverulegt valfrelsi
jóst er að stöðu fjölskyldunn-
ar má treysta með ýmsum að-
gerðum stjórnvalda. Hér hafa
nokkur dæmi verið rakin.
Fleira þarf að sjálfsögðu til að koma.
Ahersla verði lögð á að foreldrar bera
jafna ábyrgð á börnum sínum. Ein-
staklingar hafi raunverulegt frelsi til
að velja sér lífsstarf — utan heimilis
eða innan — karlar og konur. Vinnu-
markaðurinn veiti fólki eðlileg tæki-
færi til að skipta með sér fjölskyldu-
ábyrgð og framfærslu með t.d. sveigj-
anlegum vinnutíma og hlutastörfum.
Launamisrétti kynjanna verði afnum-
ið. Og áfram mætti halda.
Að lokum koma í hugann eftirfar-
andi hendingar úr ljóði eftir Gabriela
Mistral lauslega þýtt:
Ymislegt af því sem við
þörfnumst getur beðið.
Barrtið getur það ekki.
Einmitt núna er það að vaxa
og þroskast.
Barninu getum við ekki svarað
„á morgun
Barnið er í dag.
ÞUS.KR.
250
200
150-
KOSTNAÐUR VIÐ HVERT BARN
ÁRIÐ 1987
100
jjsSHLUTUR BORGARINNAR
HLUTUR FORELDRA
NIÐURGREIÐSLUR BORGARINNAR
VEGNA EINSTÆÐRA FORELDRA
DAGHEIMILI LEIKSKOLAR GÆSLUVELLIR DAGMÆÐUR
Heimild: Ársskýrsla Dagvistar barna 1987
Leiðrétting
Pau mistök urðu í blaðinu í
síðasta árgangi að í grein um
íþróttaiðkun kvenna eftir Lov-
ísu Einarsdóttur láðist að geta
um heimild, en greinin studdist í
meginatriðum við B.A.-ritgerð
frá Háskóla íslands eftir Gunn-
ar Valgeirsson, „Félagsmótun
og íþróttir“ (1984). Var vitnað
orðrétt til ritgerðarinnar án þess
að gœsalappir gcefu slíkt til
kynna. Ritstjóri biðst fyrir sína
hönd og höfundar velvirðingar
á mistökunum.
Jónína M. Guðnadóttir
54