19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 63

19. júní - 19.06.1988, Side 63
Katrín Magnússon Þórunn Jónassen Guðrún Björnsdóttir Bríet Bjarnhéðinsdóttir Hinn 27. janúar 1987 var þess minnst að áttatíu ár voru liðin frá stofnun Kvenréttindafélags ís- lands. Tæpu ári síðar eða 24. jan- úar 1988 voru átta tugir ára frá sögufrægum kosningum til bæjar- stjórnar í Reykjavík. í krafti nýrra laga um skipan bæjarstjórnarmála sem Alþingi samþykkti sumarið 1907 og konungur staðfesti í nóv- ember það ár, öðluðust giftar kon- ur kosningarétt og kjörgengi. Áður höfðu aðeins ekkjur og konur sem áttu með sig sjálfar haft þann rétt. Með Kvenréttindafélagið að bak- hjarli og fyrir hvatningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur formanns þess sigldu reykvískar konur út á ólgu- sjó íslenskra stjórnmála. Þær buðu fram fjórar konur á sérstök- um lista og hlutu þær allar kosn- ingu í bæjarstjórnina. Þessi at- burður markar tímamót í sögu ís- lenskra kvenna. Stofnun Kvenréttindafélagsins Tildrögin að stofnun Kvenrétt- indafélagsins voru í stórum dráttum eftirfarandi. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins frá stofn- un þess árið 1895, tók sér ferð á hend- ur til Noregs, Svíþjóðar og Danmerk- ur 1904. Dvaldist hún þar í nokkra mánuði til að kynna sér hússtjórnar- skóla, skólaeldhús og vinnustofur skólabarna einkum með það fyrir augum að rita síðan um þau málefni í blað sitt. í förinni kynntist Bríet BROTIÐ BLAÐ í sögu íslenskra kvenna nokkrum fremstu konum í kvenrétt- indafélögum þessar landa. Frá þeim og einnig hinni kunnu bandarísku kvenréttindakonu Carrie Chapmann Catt bárust Bríet síðan áskoranir um að mæta fyrir hönd íslenskra kvenna á fyrsta þing Alþjóðasambands kven- réttindafélaga í Kaupmannahöfn sumarið 1906. Sambandið hafði verið stofnað í Berlín árið 1903. Bríet sótti þingið sem fullgildur fulltrúi íslands með málfrelsi, tillögu- rétti og atkvæðisrétti enda þótt hún hefði þá engin samtök kvenna á ís- landi á bak við sig. Á þinginu flutti hún skýrslu á ensku um hagi og réttar- stöðu íslenskra kvenna. í veganesti heim af þinginu fékk Bríet eindregna áskorun um að stofna félag á íslandi sem eingöngu hefði á stefnuskrá að vinna að fullu jafnrétti kvenna og karla á öllum sviðum. Tilvist slíks fé- lags tryggði að ísland uppfyllti skil- yrðin um aðild að Alþjóðasamtökun- um. Björg Einarsdóttir Heimkomin tók Bríet að ræða við konur um þessi mál og lyktaði þeim umræðum á þann veg að hinn 27. jan- úar 1907 boðaði hún fimmtán konur til fundar á heimili sínu að Þingholts- stræti 18. Félagsstofnun var samþykkt og kosin bráðabirgðastjórn til að semja frumvarp til félagslaga og leggja fram á framhalds-stofnfundi mánuði síðar. Á þeim fundi voru lög- in samþykkt og hljóðar fyrsti liður 2. greinar þeirra svo: „Markmið félags- ins er að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn: Kosningarétt og kjör- gengi, einnig rétt til embætta og at- vinnu með sömu skilyrðum og þeir.“ Þessi fyrstu félagslög voru í aðalatrið- um sniðin eftir lögum sænska Kven- réttindafélagsins. í fyrstu stjórn Kvenréttindafélags íslands voru kjörnar Bríet Bjarnhéðinsdóttir for- maður, Sigríður Hjaltadóttir Jens- son, Guðrún Pétursdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Laufey Vilhjálms- dóttir. Kvennasigurinn mikli Lög þau sem áður eru nefnd um nýskipan bæjarstjórnar Reykjavíkur tóku gildi 1. jan- úar 1908 og kjördagurinn ákveðinn 24. sama mánaðar. Bæjar- fulltrúum var fjölgað í fimmtán og skyldi bæjarstjóri kosinn af þeim sér- staklega. Reglulegir stjórnmálaflokk- ar líkt og nú tíðkast voru þá enn ekki komnir á fót og buðu ýmis félagasam- tök og hagsmunahópar fram lista við kosningarnar. Hjá Kvenréttindafé- Framh. á bls. 69 63

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.