19. júní


19. júní - 19.06.1991, Page 8

19. júní - 19.06.1991, Page 8
Broshýr sendihcrra tilbúinn aö fara á fund konungs mcð trúnaðarbrcf sitt. Að mörgu cr að hyggja áður cn trúnaðarbrcf cr afhcnt. spurningaþætti framhald- skóla í sjónvarpi í vor voru keppendur beðnir að nefna nöfn nokkurra karla og kvenna í myndspurningu. Ein myndanna sýndi brosandi andlit Sigríðar Snæv- arr sem skömmu áður hafði birst í sjónvarpsáhorfendum í fréttum. Rík- issjónvarpið sýndi fréttapistil, sem sænska sjónvarpið gerði, um athöfn- ina þegar Sigríður afhcnti Svíakon- ungi trúnaðarbréf sitt í konungshöll- inni í Stokkhólmi. Sigríður hefur verið í utanríkis- þjónustunni síðan í október árið 1978 þegar hún var ráðin sem fulltrúi við Utanríkisráðuneytið í Reykjavík. Nokkrum mánuðum síðar, eða nánar tiltekið í júní 1979, fór hún til Moskvu þar sem hún starfaði sem sendiráðsritari með fullri skipan í það starf frá 1. janúar, 1980. Síðan hefur leið hennar legið víða og um skeið starfaði hún hjá Evrópuráðinu. Árið 1984 var Sigríður skipuð í embætti sendiráðunauts og árið 1988 var hún skipuð sendifulltrúi. Hún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lærði síðan tungumál, hagfræði og alþjóðasamskipti. Sigríður er mikil tungumálakona og talar norsku, dönsku, sænsku, ensku, þýsku og ít- ölsku. Aldagömul hefð firleitt er mikil viðhöfn þegar nýir sendiherrar afhenda trúnaðarbréf sín á erlendri grund en formsatriðin eru nokkuð mismunandi og oft viðameiri þegar um er að ræða konungsríki eins og Svíþjóð. Dagurinn 22. febrúar, þrem- ur vikum eftir skipunina í embætti sendiherra íslands í Svíþjóð, hófst snemma í lífi Sigríðar Snævarr því að þann dag afhenti hún trúnaðar- bréf sitt Karli Gústavi Svíakonungi. Athöfnin við afhendingu trúnaðar- bréfa sendiherra í Svíþjóð er sögð vera ein elsta hefðin í konungshöll- inni og má nefna sem dæmi að nýr sendiherra er ávallt sóttur og ekið til hallarinnar í gömlum glæsilegum hestvagni. Ástæðan fyrir því að sænska sjón- varpið fór þess á leit við Sigríði að fá að fylgja henni frá upphafi þessa dags í lífi hennar er sú að sænska hirðin ákvað að gerð yrði mynd um formsatriðin við afhendingu trúnað- arbréfa til þess að kynna þessa al- dagömlu hefð. Sigríður talar sænsku r 8

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.