19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 49

19. júní - 19.06.1991, Síða 49
Margar konur forðast mjólkurdrykki Hvort sem konur eru ungar eða aldnar, heimavinnandi eða útivinnandi, eru helstu vankantar á mataræði þeirra gjarnan af nokkuð svipuðum toga. Sérstaklega er áber- andi að margar konur virðast forðast mjólkurdrykki eins og heitan eldinn með þeim afleiðingum að minna er af kalki í fæðu þeirra en æskilegt get- ur talist. Hvorki meira né minna en fjórðungur íslenskra kvenna fær innan við ráðlagðan skammt af kalki dag- lega og það jafnvel þótt ostur og ýmis mjólkurmatur sé alla jafna vin- sæl fæða hér landi. Ríflegt kalk er mikilvægt fyrir konur á öllum aldri, því beinþynning gerir miklu fremur vart við sig meðal kvenna en karla og aukast líkur á beinþynningu enn frekar sé kalkið af skornum skammti. Eitt glas af léttmjólk eða undanrennu á hverjum degi er auðveldasta og um leið heilsusamlegasta leiðin til að bæta kalki við fæðuna, auk þess sem mjólk- in veitir auðvitað önnur mikilvæg næringarefni en kalk. Eitt er það sem konur eru mun slak- ari við en karlar, en það er lýsið. Rétt eins og með mjólkina þá er lýsið ekki aðeins hollt fyrir börn heldur einnig þá fullorðnu, ekki síst konur, þar sem D-vítamínið í lýsinu er nauð- synlegt fyrir heilbrigði beina. Þær konur, sem ekki geta hugsað sér að taka lýsi, geta í þess stað tekið fjölvít- amín eða lýsisbelgi, að öðrum kosti fá þær hreinlega ekki það D-vítamín, sem æskilegt getur talist í þessu norð- •æga landi okkar, því að flest venjuleg fæða veitir mjög lítið af D-vítamíni. f'að er jafn mikið fitumat>n í einu vinarbrauði og atta hóflcgum smurðum brauðsnciðum. Of lítil brauðneysla að kemur cf til vill mörgum á óvart að íslendingar, ekki síst konur, borða óvenju lítið af brauði úorið saman við flestar þjóðir Evr- °PU. Danir borða til dæmis tvisvar sinnum meira brauð en íslendingar og svipaða sögu er að segja um aðra Norðurlandabúa. íslenskar konur borða að jafnaði ekki nema þrjár brauðsneiðar á dag sem er álíka magn og ráðlagt er í algengu megrunar- fæði. Þessi litla brauðneysla er að mörgu leyti bagaleg því að gott brauð, rétt eins og annar kornmatur, er ein- hver mikilvægasti járngjafi í fæðunni, auk þess sem það veitir meira af trefja- efnum en nokkur önnur fæða. Járn er konum sérstaklega mikilvægt því vegna tíðablæðinga er járnþörf þeirra mun meiri en karla og því gerir járn- skortur helst vart við sig meðal kvenna á barneignaraldri með tilheyr- andi blóðleysi, þreytu og sleni. Flestir vita að kjöt og slátur eru góðir járn- gjafar en hitt vita færri að heilhveiti- brauð, rúgbrauð og flest morgunverð- arkorn eru enn ríkari afjárni en kjöt. Meira brauð og meiri mjólk! Er boðskapurinn ef til vill sá að setja ís- lenskar konur í allsherjar fitun? Svo mikið er víst að niðurstaðan yrði eitt- hvað á þann veg ef ekki kæmi annað til. Ekkert slíkt vakir þó fyrir hollustu- postulanum heldur miklu fremur hitt að hvetja fólk til að borða oftar brauð í staðinn fyrir kökur og kex og það, sem ekki er minna um vert, að smyrja brauðið sitt sparlegar. íslendingar hafa blátt áfram lítið rúm fyrir brauð í sínu daglega fæði vegna þess að þeir setja svo mikið af fitu, smjöri, smjör- líki, majonessalati, osti og kæfu á brauðið að hver sneið margfaldast að orkugildi. Brauðmáltíðir okkar, jafn- vel morgunverðurinn, verða þar af leiðandi fituríkasta máltíð dagsins og þar vegur smurningin langþyngst. Ef við smyrjum brauðið minna fækkar hitaeiningunum í hverri sneið það mikið að brauðsneiðarnar geta orðið fleiri og máltíðin þar með auðugri af bætiefnum og trefjaefnum. Eitt af því, sem könnunin leiddi í Ijós var að ungt fólk, sem stundar ein- hverja líkamsrækt að staðaldri, borð- ar fituminna og hollara fæði en aðrir, en reykingamenn á miðjum aldri borða aftur á móti feitasta matinn. Hollt mataræði er greinilega hluti af heilbrigðum lífsstíl, lífsmáta sem við ættum öll að geta tileinkað okkur að einhverju leyti. Margir virðast halda að hollusta sé fólgin í einhvers konar sjálfspyntingum og mcinlætalifnaði. Sem betur fer er það á miklum mis- skilningi byggt. Ef til vill er hollusta ekki síst fólgin í því að njóta og kunna að meta hið góða í lífinu án þess að misbjóða líkamanum. L Í einu fimintíu !>raninia súkkulaðistykki cru jafn niarf>ar hitacininf>ar of> í skál af poppkorni, cinu cpli og cinni hóflcga smurðri brauðsncið. Valið cr augljóst! 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.