19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 25
yfeministans geri rannsóknina, hvað sé lagt til grundvallar? Nýjar rannsóknir feminista hafa sýnt allt aðra útkomu." Asdís segir að feministar beiti gjarnan „sú- bjektífri" rannsóknaraðferð til að nálgast við- fangsefni sín á sem hlutlausastan hátt. Þar eru ekki notaðir staðlaðir spurningalistar þar sem fyrirfram ákveðin svör gilda. „Það gengur ekki að styðjast við þau lögmál sem gilda í karllægu samfélagi og því þarf að nálgast viðfangsefnin án væntinga um útkomu, án þess að gefa sér hugsanlega niðurstöðu fyrirfram." “I þessum pælingum er gengið út frá því að grundvallarmunur sé á kynjunum," segir As- dís, „án þess að ástæða sé til að ætla að allar konur sóu eins, eða allir karlar eins.“ Hún ræðir um að margskonar upplýsingar séu til urn kynjamun hvort sem hann liggi í genunum eða félagsmótuninni. „Og í rauninni er allt gott um það að segja að kynin séu ólík og hafi mismunandi styrkleika eða áherslusvið, hitt er verra þegar karllæg gildi eru sjálfkrafa og gagn- rýnislaust metin hærra en þau sem konur standa fyrir.“ Uti í Bandaríkjunum tók Ásdís þátt í rann- sókn á stöðu kvenna í hinu hefðbundna skóla- kerfi. Kveikjan að þessu verkefni lá í upplýs- ingum um stöðu kynjanna á fyrstu námsárun- um. „Stúlkur koma gjarnan sterkar og öruggar inn í skólana með nokkurt forskoti á strákana. Snemma á skólagöngunni fer svo að halla und- an fæti hjá stúlkunum og í samanburði við drengina dragast þær fljótlega aftur úr, sérstak- lega í stærðfræði og raungreinum. Stelpurnar fara líka fljótlega að efast um eigin getu og sjálfstraustið minnkar. Þær vænta lélegri ár- angurs heldur en þær sýna svo í rauninni, á meðan strákarnir gera ráð fyrir mun betri ár- angri en þeir ná á endanum," segir Ásdís. I rannsókninni kom fram að próf og sam- keppni leggjast mjög misvel í kynin. Stelpurn- ar álitu t.d. krossapróf mjög krefjandi og sögð- ust eiga erfitt með að velja einungis eitt rétt svar, ólíkt strákunum sem kunnu best að meta krossana. Einnig var sýnt fram á að keppn- isandi hentar kvenfólkinu illa, en því var öfugt farið með strákana sem gengur betur ef um keppni er að ræða. Þegar kennsluumhverfi og aðferðir voru til umræðu kusu flestir strákarnir að læra af fyrirlestrum, en stelpurnar vildu finna öryggi í litlum hópum. Ásdís vísar í bókina Women’s Way of Knowing eftir M. Belenky o.fl., sem kynnir til sögunnar námsaðferð sem flestar konur kunna að meta og ná að blómstra í. Það er hin svo kallaða ljósmæðraaðferð, sem gengur út á að aðstoða námsmanninn við að koma fram með sínar eigin hugmyndir og tengja við nýjar upp- lýsingar. Einnig er gengið út frá því að náms- maðurinn geti, vilji og kunni að læra, og þannig tryggt að sjálfstraustið sé í lagi. “Það er löngu tímabært að líta betur á skólakerfið og huga að þörfum þess mislita hóps sem þar kemur saman. I framtíðinni hljótum við að læra að meta og nýta þann margbreytileika sem býr í fólkinu; einstakling- unum og þjóðinni til framdráttar." 23 19.júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.