19. júní - 19.06.2002, Page 17
Afleiðingar vændis geta
verið lífshættulegar!
Eftir: Hrafnhildi Huld Smáradóttur
SÖLUVARA? Er yfirskrift auglýsingaherferðar
Stígamóta sem lagt var upp í með það fyrir aug-
um að vekja okkur til umhugsunar um þá stað-
reynd að á íslandi þrífst vændi ekkert síður en
annars staðar í heiminum. Viðbrögðin við her-
ferðinni voru misjöfn. Sumir hneyksluðust, aðrir
litu á auglýsinguna sem sjálfsagða leið til að
opna augu okkar fyrir því hve alvarlegt vanda-
mál vændi er í flestum tilvikum. Tilgangi herferð-
arinnar hlýtur þó að teljast náð því hún vakti
vissulega umræðu í okkar litla samfélagi.
Beittasta vopnið í baráttunni við vændi hlýtur að
vera að svipta af því hulunni og að losa okkur
sjálf við fordómana gagnvart þeim sem selja lík-
ama sinn. Til þess að það megi verða er um-
ræða nauðsynleg.
„Ég tel upplýsta umræðu í þjóðfélaginu mjög mik-
ilvæga í því að bregðast við þeim vanda sem
vændi á íslandi er,“ segir Bryndís Björk Ásgeirs-
dóttir, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga
ehf. en hún er aðalhöfundur vændisskýrslunnar
sem dómsmálaráðuneytið lét vinna síðastliðið ár.
„Forsenda þess eru áframhaldandi rannsóknir á
viðfangsefninu. í viðtölum okkar við sérfræðinga í
þeim félagslegu þáttum sem taldir eru tengjast
vændi og einstaklingum í vændi kom berlega í
Ijós að sérfræðiþekking um efnið er af mjög
skornum skammti á íslandi. Slík þekking er mjög
mikilvæg til handleiðslu fólks sem þarf hjálp til að
koma lífi sínu á réttan kjöl og vill komast út úr
vændi,“ segir hún.
Rúna Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Stígamóta, tek-
ur undir og bætir við að til að útrýma fordómum
þurfi „...að hætta að tala um vændiskonurnar og
fara að beina sjónum okkar að þeim sem bera á-
byrgð á vændinu, þeim sem bera kynlífsiðnaðinn
uppi. Klám og vændi er annars vegar þeir sem
gera út manneskjur til að græða á þeim og hins
vegar þeir sem láta sér sæma að kaupa þær.
Þessu fólki sem á að refsa, ekki þeim sem hafa
leiðst út í vændi vegna miserfiðra aðstæðna eins
og íslensk lög gera ráð fyrir.“
Umræða um vændi á íslandi hefur breyst mikið
á tiltölulega skömmum tíma. Niðurstöður vændis-
skýrslunnar sýndu svo ekki veróur um villst að
vændi á íslandi er til og að birtingarmyndir þess
eru margskonar. Hér þekkist bæði skipulagt
vændi, það er þegar milligönguaðili er á milli
þeirra einstaklinga sem selja sig og þeirra sem
kaupa, og óskipulagt vændi. Þá er vændi hér-
lendis ekki einungis til á nektarstöðum heldur þríf-
st það vel meðal fíkníefnaneytenda, ungmenna
sem hafa strokið að heiman og eiga sér brotið
bakland og þeirra sem stunda vændi sökum fá-
tæktar. Aðrar birtingarmyndir ekki síður
óhugnanlegar fyrirfinnast hér einnig sem og það
skelfilegasta af öllu - barnavændi!
Geta ekki tjáð sig af skömm
En hvernig er líðan fólks sem hefur leiðst út í
vændi? Greinarhöfundur lagði af stað með þá von
að komast í samband við einstakling sem sjálfur
hefði stundað vændi og gæti miðlað af reynslu
sinni. En að fá fólk til að ræða í viðtali opinskátt
um reynslu sína og líðan reyndist þrautinni þyngri.
Eftir tveggja mánaða leit að viðmælanda gafst
greinarhöfundur upp. Vandinn virtist benda til
þess að fórnarlömb vændis þjást jafnvel löngu
eftir að hafa komist út úr því. í Ijósi þess var jafn-
vel enn brýnna að fá svör við fyrrgreindri spurn-
ingu.
Að sögn Rúnu voru Stígamótakonur lengi að
átta sig á því hvers vegna sumar konur sem til
þeirra leita virðist enn líða illa eftir að hafa rætt
um þá misnotkun og kynferðisofbeldi sem þær
hafa orðið fyrir. Hún segir vændi yfirleitt það allra
síðasta sem þær tjái sig um. „Konurnar sem
hingað leita eru margar hverjar búnar að koma í
mörg viðtöl til að tjá sig um reynslu sína en virð-
ast samt enn líða illa. Þær virðast ennþá bera
með sér einhverja byrði sem þeim hefur ekki tek-
ist að kasta af sér. Við áttuðum okkur svo smám
saman á því að vændi gæti verið fylgifiskur hjá
mörgum þeirra kvenna sem áður höfðu leitað til
Stígamóta. Um leið urðum við meðvitaðri um að
þær gætu ekki sagt frá þessu nema mótttöku-
skilyrði væru fyrir því. Skömmin sem fylgir
17