19. júní


19. júní - 19.06.2002, Síða 52

19. júní - 19.06.2002, Síða 52
Samkvæmt ritningunni er móðurhlutverkið talið það mikilvægt í uppeldi barna og heilagt, að það stríðir algjörlega gegn boðskap Kóransins að aðskilja móður og börn „Með þessu á ég við að það er nauðsynlegt að hitta fjölskyldu mannsins fyrst og sjá hvernig fjölskyldumynstrið er. Menntun og stéttar- staða, eins snobbað og þaó hljómar, skipta öllu máli þegar kemur að viðhofi mannsins til kvenna og þá sérstaklega vestrænna kvenna. Því betur menntaður sem maðurinn er, því meiri líkur eru á að hann sé víðsýnn." Salmann Tamimi segir fólk frá ólíkum menn- ingarheimum, líkt og aðra, oft svo blindað af ást að það komi ekki auga á þá hagsmunaá- rekstra sem kunni að verða síðar í sambandinu. Hann telur nauðsynlegt að fólk sem ætli að hefja samband viti sem mest um trú, siði og venjur hvors annars. í því skyni bendir hann al- menningi að heimsækja Menningarmiðstöð músíma sem verður opnuð innan skamms í Ár- múla 38 í Reykjavík. Þar verði ýmsar upplýs- ingar að finna sem koma ástföngnum pörum í blönduðum samböndum vonandi til góðra nota. Fordómar - samfélagslegur sjúkdómur Guðrún Pétursdóttir hjá Alþjóðahúsinu hefur á orði að áður en farið er að tala um fordóma þá sé nauðsynlegt að geta skilgreint hvað orðið í raun 52

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.