Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2011, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 01.04.2011, Qupperneq 43
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2011 3 Kynning Sólveig Jóna Jóhannesdóttir finnur á sér mikinn mun eftir að hún fór að drekka aada. „Ég heyrði viðtal við eiganda My Secret í útvarpinu þegar fyrsti drykkurinn kom á markaðinn og ákvað að prófa. Ég drakk eitt glas að morgni á fastandi maga og annað glas um sjö leytið að kveldi og geri enn. Fyrstu áhrifin voru þau að ég fór að sofa betur, náði að losa mig við allan bjúg og meltingin lagaðist nánast um leið. Þá var ekki aftur snúið.“ Þetta segir Sólveig Jóna Jóhannesdóttir, sem hefur síðan drukkið aada-drykkinn að staðaldri og líður betur. „Í dag er ég 30 kílóum léttari. Þar sem lík- aminn er kominn í meira jafnvægi hef ég náð að losa mig við sykursýki sem ég var búin að borða á mig og hef náð að hætta að reykja líka,“ segir Sól- veig sem hefur flösku af aada ávallt við höndina. „Ég fór til Flórída í febrúar og tók með mér flösku af aada og lét þar af leiðandi allar kökur og sætindi vera. Ég á allt annað líf í dag og get ekki hugsað mér að sleppa því að drekka aada.“ Líður mikið betur Sólveig upplifir mikinn mun eftir að hafa drukkið aada um nokkurt skeið. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hjá Gyðju Collection, drekkur aada á hverjum degi. „Ég byrjaði að drekka yndislega aada-drykk- inn á morgnana fyrir rúmum fjórum mán- uðum og nú gæti ég aldrei hugsað mér að vera án hans. Drykk- urinn er orð- inn algjörlega fastur liður í minni daglegu rútínu,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmda- stjóri og hönn- uður Gyðju Collection, sem drekkur glas af sterk- u m d r yk k á hverju m morgni. „Og svo st u nd - um líka eftir hádegið ef mér finnst mig vanta auka- orku,“ bætir hún við. Sigrún Lilja hefur upplifað breytingar til hins betra eftir að hún byrjaði að drekka aada. „Ég fann strax gríðarlegan mun á orkunni og átti auðveldara með að vakna á morgnana. Fann að þetta hjálpar manni líka að halda einbeitingu. Þetta er í raun náttúrulegur orkudrykkur og þar sem ég drekk ekki kaffi þá er þetta mitt orkuskot fyrir daginn.“ Hún segir drykk- inn sömuleiðis vera mjög hreinsandi. „Ég finn líka fyrir því hve mikið hann eykur brennsluna hjá manni. Engifer hefur líka verið þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið og hjálpar drykk- urinn mér því við að halda heils- unni góðri.“ Drykkinn segir hún því veita sér mikla vellíðan enda fari ekki á milli mála ef hún missir dag úr. „Fyrir mér er þetta því kraftaverkadrykkur sem hefur reynst mér ofboðslega vel í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég mæli hiklaust með honum fyrir alla sem vilja auka vel- líðan, auka orku, brennslu og öðlast betri heilsu.“ Missir helst ekki úr einn einasta dag Sigrún Lilja segir aada veita sér mikla vellíðan. Hjúkrunarfræðinemarnir átta sem munu halda til Naíróbí í maí. Nemarnir koma til með að vinna á heilsugæslustöðvum nálægt miklum fátækrahverfum í Naíróbí. „Við höfum gengið með þessa hug- mynd í höfðinu síðan við byrjuð- um í náminu fyrir bráðum þrem- ur árum. Síðasta sumar tókum við endanlega ákvörðun um að fara og hófumst handa við að safna styrkj- um fyrir ferðalaginu í haust. Eftir áramót keyptum við síðan flugmið- ana út til Naíróbí og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Birna Rut Aðal- steinsdóttir, ein átta hjúkrunar- fræðinga við Háskóla Íslands sem eru á leiðinni í hjálparstarf í Naí- róbí í Keníu í Afríku. Mikið er lagt upp úr verklegu námi í hjúkruna- fræði þannig að dvölin í Naíróbí á eftir að reynast ferðalöngunum vel í námi og starfi. Að sögn Birnu hafa ýmis fyr- irtæki styrkt ferðalag hjúkr- unarfræðinemana ýmist fjár- hagslega eða með leikföngum og hjúkrunarvörum. „My Secret var eitt af þeim fyrirtækjum sem við báðum um styrk hjá og við fengum fund með Ólafi Sólimann, fram- kvæmdastjóra My Secret, og tók hann vel í aðkomu My Secret að verkefninu með því að veita okkur styrk úr styrktarsjóði My Secret,“ segir hún og getur þess að þetta sé þriðja verkefni sem My Secret styrkir frá stofnun sjóðsins í október í fyrra. „Á fundinum var okkur kynnt- ur bæði engiferdrykkurinn aada og einnig það góða starf sem fer fram hjá My Secret, en fyrirtækið leggur mikla áherslu á að styrkja góð málefni. Það hefur síðan skil- að sér í því að My Secret er núna orðinn okkar stærsti styrktaraðili og munum við fá hluta af tekjum aprílmánaðar af sölu aada-drykkj- anna frá My Secret á Íslandi í okkar ferðasjóð.“ Birna getur þess að My Secret framleiði engiferdrykkinn aada og hópurinn hafi lesið reynslu- sögur þeirra sem hafa reynt hann. „Drykkurinn hefur hjálpað mörg- um sem hafa verið að glíma við vandamál með meltingu, bólgur, gigt og fleira,“ segir hún, en allar upplýsingar um hann er að finna á heimasíðunni www.mysecret.is. Í apríl segir Birna svo ætlunina að kynna ferðina í samstarfi við My Secret. „Við verðum með borð í völdum verslunum á föstudög- um og laugardögum út mánuðinn þar sem fólki gefst tækifæri til að koma og spjalla við okkur og fræðast um ferðina, auk þess sem við munum bjóða fólki upp á blóð- þrýstingsmælingu og að smakka engferdrykkinn aada.“ Innt út í starfið í Naíróbí, segir Birna: „Þar sem við verð- um, umlykja borgina svoköll- uð „slum“. Í þeim ríkir gífurleg fátækt og munum við koma til með að vinna á heilsugæslustöðv- um sem þjóna þessum fátækra- hverfum. Heilsugæslustöðvunum er haldið gangandi af samtökum sem heita Provide International og er aðbúnaðurinn sem fólkið þarf að starfa við mjög slæmur, en heilsugæslustöðvarnar þjóna árlega hátt í 100.000 manns. Okkar aðkoma felst fyrst og fremst í því að veita aðhlynningu eftir minni- háttar slys, eftirliti með þunguð- um konum og því að veita HIV-for- varnarfræðslu.“ Loks segist Birna þakklát My Secret og öðrum fyrirtækjum og aðilum sem lagt hafa sitt á vogar- skálarnar til þess að gera starf- ið að veruleika. „Þeim sem vilja styrkja okkur er bent á styrktar- reikning okkar en hann er með reikningsnúmer: 0322-13-300277 á kennitölu: 090887-2899.“ Áhuga- sömum er bent á að hægt verður að fylgjast með undirbúningsferl- inu og síðar starfseminni ytra á sérstakri bloggsíðu www.hjukr- unikenya.bloggar.is. My Secret styrkir hjúkrunarfræðinema til hjálparstarfs í Naíróbí í Keníu Átta hjúkrunarfræðinemar á þriðja ári við Háskóla Íslands eru á leiðinni til Naíróbí í Keníu í hjálparstarf. Mikið er lagt upp úr verklegu námi í hjúkrunarfræði. Dvölin í Naíróbí á því eftir að reynast vel í námi og starfi. Reynslusögur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.