Fréttablaðið - 25.08.2011, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
Fimmtudagur
skoðun 20
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Popp
Skólar og námskeið
25. ágúst 2011
197. tölublað 11. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512
Victoria Beckham er þekkt fyrir fínpússað útlit sem hún full-
komnar með himinháum hælum. Nú þarf dívan hins vegar að
breyta til því eftir aðgerð á baki hafa læknar fyrirskipað henni
að klæðast flatbotna skóm. Það verður því forvitnilegt
að líta skóbúnað Victoríu þegar hún kynnir nýja línu
sína á tískuvikunni í New York eftir hálfan mánuð.
Rakel Sólrós Jóhannsdóttir fatahönnuður segir fatastíl sinn klassískan og áberandi.Freistar gæfunnar í London
Þ etta er Anna Sui-kjóll sem kærastinn minn, Alexander Dan, gaf mér þegar ég var í starfsnámi hjá Anna Sui. Mér þykir mjög vænt um kjólinn. Hann minnir mig á skemmtilega tíma,“ segir Rakel Sólrós Jóhannsdóttir fatahönnuður, þegar Fréttablaðið forvitnast um eftirlætisflíkina hennar.Rakel lýsir kjólnum sem klassískum en áberandi. „Kannski er það bara minn stíll,“ segir hún hlæjandi. „Mér finnst þægilegt að vera í einhverju klassísku en poppa það upp. Ég er til dæmis í lit-ríkum Kronkron-skóm og með silkiklút sem ég keypti í Marokkó við kjólinn en í klassískum svörtum jakka yfir. Jakkann hannaði ég sjálf.“Undanfarið ár hefur Rakel unnið hjá Farmers Market og sinnt eigin hönnun á kvöldin. Nú er hún á leiðinni til London að freista gæfunnar. „Ég ætla að reyna að komast í starfsnám hjá hönnuði, vera í ár og sjá svo til. Ég hef alltaf verið á leiðinni að prófa eitthvað nýtt og taka áhættuna og nú er komið að því.“Ytra ætlar Rakel að nota frítímann til að sinna eigin hönnun og hennar fyrsta verk verð-ur að kaupa sér notaða saumvél. „Annars er ég alveg handalaus.“ heida@frettabladid.isOpnum með nýja haustvöru
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Hlaupainnlegg
Minnka álag á ökkla, hné og bak Stuðningur fyrir fætur
Aukin dempun
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18.Lokað á laugardögum í sumar.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is
Vertu vinur
Þ E S S I S TÆ K K A R Þ I G U M N Ú M E R
teg 42026 - vel fylltur og flottur, fæst í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,-
skólar og nám keið
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • ÁGÚST 2011
ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skólaostur i sneiðum
og 1 kg stykkjum
á tilboði
Opið til 21
FÓLK Tvíburabræðurnir Ármann
og Sigdór Sigurðssynir eru níræð-
ir í dag. Bræðurnir ólust báðir
upp á Norðfirði en kynntust þó
ekki fyrr en þeir voru orðnir níu
ára. Ástæðan var sú að móðir
þeirra lést þegar þeir voru mán-
aðargamlir og þeir voru teknir í
fóstur hvor á sitt heimilið, annar
í þorpinu en hinn í sveitinni. Þeir
hittust því ekki fyrr en þeir byrj-
uðu í skóla níu ára gamlir en urðu
ekki vinir fyrr en eftir fermingu.
Síðan eru þeir óaðskiljanlegir.
Ármann og Sigdór eru eineggja
tvíburar og afar líkir útlits enda
segja þeir þeim hafa verið ruglað
saman alla tíð. Þeir viðurkenna
líka að það hafi komið fyrir í
annasömum kaupstaðaferðum
að annar þeirra hafi mætt á stað
í nafni hins og jafnvel skrifað
undir skjöl.
Bræðurnir byrjuðu ungir að
stunda sjó enda segja þeir að um
fátt annað hafi verið að ræða á
Norðfirði. Allt stríðið sigldu þeir
til dæmis hvor á sínum bátnum.
Bræðurnir fluttu báðir til
Hafnarfjarðar árið 1955. Þar
hafa þeir átt heima síðan og hald-
ið hvor með sínu Hafnarfjarðar-
liðinu til að geta verið ósammála
um eitthvað, að eigin sögn.
Þeir komu sér samt saman
um að halda upp á afmælið í
Haukaheimilinu á laugardag.
- gun / sjá síðu 26
Eineggja tvíburarnir Ármann og Sigdór Sigurðssynir fagna níræðisafmæli í dag:
Bræðrum ruglað saman í 90 ár
SIGDÓR OG ÁRMANN Sjórinn var starfs-
vettvangur þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÓSKABARN Í HEIMINN Mikil hamingja ríkir nú á heimili Ásdísar Jennu Ástráðsdóttur og Kevins
Kristofers Buggle. Þeim fæddist sonur á föstudag og hefur hann fengið nafnið Adam Ástráður. Sjá síðu 6
N-STREKKINGUR AUSTAST í
dag, 8-12 m/s NV-til en hægari
annars staðar. Skýjað með köflum
NA-til og dálítil væta en bjartara yfir
SV-til. Hiti 6-14 stig.
VEÐUR 4
7
7
7
12 11
REYKJAVÍK Hægt gengur að ná fram
kröfum um hagræðingu innan
borgarkerfisins og sumir efast
um að það takist að uppfylla kröf-
urnar á þessu ári. Sex mánaða upp-
gjör borgarinnar verður lagt fram
í borgarráði í dag. Trúnaður hefur
ríkt um tölur uppgjörsins og er það
að kröfu Kauphallarinnar. Enn er
óvíst hvort uppgjörið verður gert
opinbert í dag, en það er borgar-
ráðs að ákveða það.
Meðal þeirra sviða þar sem illa
gengur að ná fram hagræðingu er
íþrótta- og tómstundasvið. Ómar
Einarsson sviðstjóri staðfestir það,
en vísar að öðru leyti í sex mánaða
uppgjörið.
Ragnar Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri í Reykjavík, segir að inn-
leiðing nýs skipulags gangi ágæt-
lega hjá menntasviði. „Auðvitað
eru menn á fullu að berjast í því
að ná fram þeirri fjárhagsáætlun
sem lögð var fram. Ég vona að við
náum því.“
Upphaflega var gerð krafa
um 4,2 prósenta hagræðingu á
menntasviði. Veitt var 200 millj-
óna króna aukafjárveiting til
grunnskóla og krafan því lækkuð
niður í þrjú prósent, eða um 550
milljónir króna.
Borgaryfirvöld lögðu fram
áætlun um sameiningu skóla og
leikskóla og átti hún að skila hag-
ræðingu á þessu ári. Heimildir
blaðsins herma að ekki náist að
uppfylla þær væntingar og óvíst
sé að hún skili nokkru á árinu.
Kjartan Óskarsson, skólastjóri
Tónlistarskólans í Reykjavík, segir
of snemmt að spá fyrir um afdrif
hagræðingarkrafna. Nýr kjara-
samningur hafi áhrif og menn séu
enn í lausu lofti. Hann vonast til að
áætlun liggi fyrir áður en skóla-
starf hefst á mánudag.
Umræðan um sex mánaða upp-
gjörið hefur verið bundin trún-
aði, þar sem borgin á skuldabréf í
Kauphöllinni. Þykir mörgum kjörn-
um fulltrúum óeðlilegt að Reykja-
víkurborg lúti sömu lögmálum og
hvert annað fyrirtæki í Kauphöll-
inni. Það hamli pólitískri umræðu
um stjórnun borgarinnar. - kóp
Hægari framvinda
við hagræðinguna
Illa gengur að uppfylla hagræðingarkröfur innan borgarkerfisins. Sex mánaða
uppgjör lagt fram í dag. Óljóst er hvernig hagræðing næst fram á öllum sviðum
borgarinnar. Trúnaður hefur ríkt um uppgjörið að kröfu Kauphallarinnar.
Fatnaður í teppalíki
Hlýlegur ullarfatnaður sem
má sveipa um sig eins og teppi
er áberandi hjá íslenskum
hönnuðum.
allt 2
Lyftistöng fyrir dansinn
Katrín Hall verður dómari í
nýjum dansþætti.
fólk 44
UMHVERFISMÁL Umtalsverðar fjár-
hæðir munu sparast gangi áætlun
ríkisstjórnarinnar um orkuskipti
í samgöngum upp. Árið 2020 á
hlutfall endurnýjanlegrar orku í
samskiptum að vera tíu prósent,
en í dag nemur það einu prósenti.
Náist þetta mun innflutningur
jarðefnaeldsneytis minnka að
sama skapi með tilheyrandi
gjaldeyrissparnaði.
Sala á bensínu og olíu dróst
nokkuð saman árið 2010, miðað
við árin á undan. Samkvæmt
áætlun voru seldir um 197 þús-
und lítrar af bensíni það ár, en
voru rúmlega 205 þúsund næstu
tvö ár á undan. Árið 2010 er áætl-
að selst hafi 128 þúsund lítrar af
olíu, en þeir voru um 135 þúsund
árin 2008 og 2009. - kóp / sjá síðu 12
Orkuskipti í samgöngum:
Auka hlut inn-
lendrar orku
VÍSINDI, AP Á jörðinni lifa um það
bil 8,8 milljón tegundir lífvera, en
hingað til hafa aðeins 1,9 millj-
ónir verið færðar til bókar. Þetta
kemur fram í nýrri bandarískri
rannsókn.
Af þessum fjölda tilheyra flest
dýraríkinu, eða 7,8 milljónir,
sveppategundir eru taldar rúm-
lega 600 þúsund og plöntur um
300 þúsund.
Þessar niðurstöður bregða ljósi
á hversu skammt á veg vísindin
eru í raun komin og nýjar tegund-
ir finnast enn reglulega.
Niðurstaðan hefur vakið upp
líflega umræðu þar sem sumum
finnst hún jafnvel hófsöm. - þj
Fjölbreytni náttúru jarðar:
Nær 7 milljónir
lífvera ófundnar
LOÐINN HUMAR Þessi tegund krabbadýrs
er loðin og blind og skyld humri. Hún
fannst í fyrsta sinn árið 2005 á miklu
dýpi í Suður-Kyrrahafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Áfram mokveiði
Ytri-Rangá heldur sessi
sínum sem aflahæsta
laxveiðiá landsins.
veiði 50
Stórslagur í Vesturbæ
KR og ÍBV mætast í
uppgjöri toppliðanna í
Pepsi-deild karla í kvöld.
sport 48
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N