Fréttablaðið - 25.08.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 25.08.2011, Síða 4
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR4 FORTE Multidophilus Forte er breiðvirk 10 MILLJARÐA VIRKRA GERLA. „Probiocap®” Multidophilus forte er MULTI DOPHILUS MENNTAMÁL Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborg- ar á eignum Ísaksskóla. Borgar- ráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna. „Mér finnst þetta sérkennilegt eftir allt það sem á undan er geng- ið í menntamálum hjá Reykja- víkurborg. Það er búið að setja allt skólastarf í uppnám, leik- og grunnskóla sem og frístunda- starf,“ segir Sóley, og vísar þar til hagræðingar og sameiningar í skólakerfinu. Samkvæmt tillögu um samein- ingu skóla á hún að skila 150 millj- ónum króna ein og sér, sem felst aðallega í minni kostnaði við laun og stjórnun. Tillögurnar allar gera ráð fyrir 15 milljóna sparn- aði á þessu ári, en hann mun nema nokkur hundruð milljónum, sam- kvæmt tillögunum, þegar fram í sækir. Sóley segir að í ljósi þessa sé ráðstöfunin gagnvart Ísaksskóla sérkennileg. „Mér finnst skjóta skökku við að borgin skuli eiga 184 milljónir til að kaupa einkaskóla.“ Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir stöðu Ísaks- skóla hafa verið mjög þrönga og skólastarf hafi stefnt í uppnám. Í stað þess að auka fjárframlög hafi verið brugðið á það ráð að borgin keypti fasteignina, en skólinn hefði forkaupsrétt að henni. Hann segir ekki rétt að horfa til sparnaðarins hvað varðar samhengi í upphæðum. „Samhengið er frekar það að hver nýr skóli kostar 1,5 til tvo milljarða króna. Greiðslan fyrir Ísaksskóla er svipuð og ársleiga slíkra skóla. Þetta er því ekki hátt kaupverð.“ Hann segir hagsmunum borgar- innar gagnvart börnunum í skól- anum tryggða með þessari ráðstöf- un og hagsmunum skólans einnig. Með gjörningnum náist að losa skólann við mjög óhagstætt banka- lán. Tekið hafi verið til í rekstri skólans og honum hafi verið komið á traustan grunn. Sjálfstæðis- flokkurinn studdi kaupin og Hanna Birna Kristjáns- dóttir, oddviti borgarstjórnar- flokksins, segir að nauðsynlegt hafi verið að tryggja eðlilegt skólahald. Betri leið hafi verið að kaupa eignirnar en að setja aukið fé í reksturinn. „Þetta er tímabundið framlag og borgin fær leigutekjur af eignun- um. Skólanum gefst síðan kostur á að kaupa þær aftur. Þetta trygg- ir áframhaldandi skólarekstur og hagsmuni barnanna.“ kolbeinn@frettabladid.is Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla Borgarfulltrúi Vinstri grænna gagnrýnir 184 milljóna króna kaup Reykjavíkur- borgar á eignum Ísaksskóla. Á sama tíma er sparnaður og sameining í skólum borgarinnar. Aðrir flokkar telja að litlu hafi verið kostað til að bjarga skólanum. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR DAGUR B. EGGERTSSON SÓLEY TÓMASDÓTTIR ÍSAKSSKÓLI Borgin hefur keypt húseignir Ísaksskóla á 184 milljónir króna. Skólinn hefur síðan forkaupsrétt á eignunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Finnur Sveinbjörnsson, höfundur aðsendrar greinar um Landsvirkjun, er hvorki stjórnarmaður í Landsvirkjun né ráðgjafi þess. ÁRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 30° 30° 23° 29° 29° 22° 23° 27° 19° 32° 29° 30° 20° 24° 22° 21°Á MORGUN víða 3-10 m/s, hvassara austast. LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur. 8 8 7 7 7 7 9 9 12 11 11 10 5 7 3 6 6 6 10 3 3 4 7 12 11 7 7 9 8 8 1011 SVALUR Norðlæg átt verður næstu daga og hitinn mætti vera hærri. Það má búast við næturfrosti inn til landsins en 5-14 stigum yfi r daginn. Dálítil væta austan- lands í dag og á morgun. Nokkuð bjart suðvestan til í dag og á laugardag en dregur lítillega fyrir á morgun. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Laun leikskólakennara hækka um 7,6 prósent en ekki 7 prósent eins og fram kom í frétt um nýjan kjarasamn- ing Félags leikskólakennara sem birtist í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING MARKAÐSMÁL Íslensk auglýsing er í hópi þrjátíu sem valdar hafa verið í úrslit í auglýsingasam- keppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn ofbeldi gegn konum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð aug- lýsingar frá 40 löndum. Höfundur íslensku aug- lýsingarinnar er Elsa Nielsen, grafískur hönn- uður á Ennemm auglýsingastofunni. Í tilkynningu frá Árna Snævarr, upplýsinga- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og einum af stjórn- endum keppninnar, kemur fram að dómnefnd, undir forystu auglýsingamannsins Jacques Séguela, sem er einn af þekktustu auglýsinga- mönnum Frakklands, velur sigurvegara úr hópi þrjátíu efstu auglýsinganna sem eru frá fimm- tán löndum og verða úrslit tilkynnt í október. „Það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt fyrir mig sem Íslending sem vinn fyrir Sam- einuðu þjóðirnar, hve löndum mínum gengur vel, en ég held að þetta sýni fyrst og fremst styrk grafískrar hönnunar á Íslandi og hve mjög málefnið brennur á Íslendingum,“ segir Árni Snævarr. Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, sigraði í sömu keppni Sameinuðu þjóð- anna í Evrópu í fyrra en þá var þemað barátt- an gegn fátækt í heiminum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel stendur fyrir keppninni ásamt UN Women og meðal annars með stuðningi Frétta- blaðsins og Vísis.is. - sv Alþjóðleg auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum: Íslensk auglýsing komin í úrslit PLEASE DON‘T TREAT US LIKE TRASH Auglýsing Elsu Nielsen hjá Ennemm er komin í úrslit í auglýsinga- keppni SÞ. MYND/SÞ ENGLAND Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gull- forða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas. Chávez hefur einnig beðið um að fá heimsend 90 tonn af gulli frá öðrum bönkum í Bandaríkjunum og Evrópu. Í London reikna menn með að fljúga þurfi 40 sinnum yfir Atl- antshafið til þess að flytja gullið til Caracas. Ekkert trygginga- félag vill tryggja gullið verði það sent allt í einu. - ibs Forseti Venesúela: 100 tonn af gulli yfir hafið HUGO CHÁVEZ FÉLAGSMÁL Íbúar Vestfjarða voru rúmlega sex þúsund færri í fyrra en þeir voru árið 1920. Íbúum í dreifbýli á svæðinu fækkaði úr rúmlega 8.500 í tæplega 700 á sama tíma. Þetta kom fram á árs- fundi Byggðastofnunar á mánu- dag. Stofnunin vinnur að verkefni um stöðu byggðarlaga með mikla fólksfækkun. Gefin verður út skýrsla um verkefnið í haust en sýnishorn úr henni var kynnt á fundinum. Í skýrslunni kemur einnig fram að á tímabilinu 1994 til 2009 varð yfir 20 prósenta fækkun í 21 sveitarfélagi. Mesta fækkunin varð í Árneshreppi, meiri en 50 prósent. - þeb Skýrsla um íbúaþróun: Fækkað mikið á Vestfjörðum NEYTENDUR Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin hafa lengi barist fyrir því að innflutningstollar á landbúnaðarafurðir verði lækk- aðir og að lokum lagðir alfarið af. Slíkt myndi efla samkeppni, auka vöruúrval og að öllum lík- indum lækka verð. „Það er eðli- legt skref og ekki hægt að sjá að nokkur geti sett sig upp á móti slíkum breytingum,“ segir í til- kynningu Neytendasamtakanna. - sv Neytendasamtökin mótmæla: Stjórnvöld felli niður tolla STJÓRNSÝSLA Mannanafnanefnd hefur samþykkt óskir um að nafnið Mara og nafnið Ey verði tekin á mannanafnaskrá. Segir mannanafnanefnd um bæði nöfnin, Möru og Ey, að þau taki íslenskri fallbeygingu og fylli að öðru leyti ákvæði laga um mannanöfn. - gar Ný nöfn viðurkennd: Mega nefnast Eyjar og Mörur GENGIÐ 24.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,76 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,05 113,59 186,65 187,55 163,38 164,3 21,929 22,057 20,843 20,965 17,927 18,033 1,4766 1,4852 182,24 183,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.