Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 20
20 25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 O pinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er mis- umfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins. Skoðanir fólks á því hvort á að reka einkaskóla yfirleitt sam- hliða opinbera kerfinu eða ekki eru mismunandi, einkum vegna þess að skólagjöld einkaskól- anna gera að verkum að þeir eru ekki valkostur fyrir alla. Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á því er ljóst að einkaskólar auka fjölbreytni í skólastarfi. Ólíklegt verður til dæmis að teljast að hægt væri að stunda nám í Waldorf- skóla á Íslandi ef möguleikinn á einkaskólum væri ekki fyrir hendi. Hér á landi hefur fyrirkomulagið í rekstri einkaskóla að mestu verið með þeim hætti að framlag frá sveitarfélagi eða ríki, eftir því hvort við á, ber þungann af rekstri skólanna, yfirleitt með fram- lagi á hvern nemanda. Auk þess greiða nemendur skólagjöld sem eru allt frá því að vera tiltölulega lág, eins og tíðkast í einkarekn- um grunn- og leikskólum, upp í há skólagjöld eins og nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa innt af hendi. Það felst í því mikil ábyrgð að stofna og reka skóla óháð því hvort skattfé er meginstoð í rekstri eða léttvægari. Að bjóða upp á nám er skuldbinding þannig að hver og einn sem innritast í skóla ætti að eiga þess kost að ljúka námi sínu þar, nema viðkomandi hafi verið gert viðvart um annað. Engu að síður hlýtur einkaskóli að lúta sömu lögmálum og önnur einkafyrirtæki. Opinberir aðilar hafa jú ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra eða áherslur í starfi, jafnvel þótt starfsemi þeirra hafi hlotið viðurkenningu þeirra og þeir kaupi þjónustu af skólanum með því að greiða tiltekinn hlut í kostnaði vegna hvers nemanda. Opinberir aðilar hafa heldur ekki eftirlit með rekstri þessara skóla með sama hætti og haft er með opinberum stofnunum og þar með skólum. Einkaskólar vinna vissulega í samræmi við námskrár sem gefnar eru út af ríkinu. Að öðru leyti er rekstur skólanna á ábyrgð þeirra sem eiga þá og reka. Þeir verða þannig að gera fjárhagsáætlanir sem standast miðað við gefnar forsendur og reksturinn verður að bera sig miðað við sömu forsendur. Að sama skapi eru það stjórn- endur skólanna sem standa til ábyrgðar gagnvart nemendum og foreldrum þeirra, eigi það við, en ekki stjórnvöld. Á síðustu dögum hefur Reykjavíkurborg ákveðið að leysa Ísaksskóla úr snöru með því að kaupa húsnæði skólans. Til þess bar borginni ekki skylda fremur en ríkinu ber skylda til að losa Kvikmyndaskólann úr sinni snöru. Það verður erfitt að koma Evrópuumræð-unni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núll- unum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verð- tryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönn- um gengur illa að hafa stjórn á efnahags- málum. Í óðaverðbólgu og hruni er stór- hættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkj- unum. Líklega myndi Mannréttindadóm- stóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðar- innar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslend- ingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslensk- ar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta við- ræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér sam- kvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við vilj- um ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB! HALLDÓR Við erum í átthagafjötr- um og ferða- kostnaður til útlanda hefur tvöfaldast … SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Leigupennar og aðrir Það er sorglega algengt í opinberri umræðu þessi misserin að kalla fólk leigupenna vegna skoðana sinna. Er hugtakið notað þegar sverta á ein- staklinga og gefa í skyn að skoðanir þeirra séu ekki raunverulegar heldur einungis til staðar vegna hagsmuna eða fégreiðslna til einstaklingsins sem fæstir lesendur vita af. Margir hafa notað hugtakið óvarlega og nú síðast Ásmundur Einar Daðason þingmaður í vandlætingarpistli í Morgunblaðinu um málflutning Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og Þórólfs Matthías- sonar prófessors í tengslum við landbúnaðarkerfið. Hagsmunagæsla? Látum vera þá einkennilegu skoðun að gagnrýni á hið fokdýra og tollavarða íslenska landbúnaðarkerfi sé alltaf sett fram til þess eins að auka fylgi við ESB-aðild. Hin spurningin er áleitnari: er það ekki asnalegt að kalla þessa menn leigupenna þegar Ásmundur ekki aðeins starfar sem bóndi þegar hann er frá þingi heldur rekur einnig fyrirtæki sem selur vörur fyrir landbúnað. Hverjir eru líklegri til að láta hagsmuni ráða málflutningi sínum í þessum málum? Kvótaumræðunni ekki lokið Umsagnir um stóra kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar hafa flestar verið á einn veg: Líklega dragi það úr hag- kvæmni. Nú hafa bæst við álit frá Delo- itte og Landsbankanum sem höggva í sama knérunn. Er ekki kominn tími til að sættast á málamiðlun um lítið breytt kerfi með hærra auðlindagjaldi tengdu framlegð auk þess sem skýrt yrði að kvóti væri nýtingarréttur en ekki eignarréttur? Stóra umkvörtunarefnið er að þjóðin njóti ekki auðlindaarðsins en því má breyta án þess að koll- varpa kerfinu. Ruglingsleg umræða Evrópumál Kristján Jóhannsson útgefandi magnusl@frettabladid.is Samband opinberra aðila og einkaskóla: Að taka ábyrgð á eigin rekstri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.