Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 69
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2011 45
Breska sjónvarpsstjarnan og
tískufyrirmyndin Alexa Chung
verður andlit næstu línu frá
verslanakeðjunni Vero Moda. Það
þykir mikill fengur fyrir fyrir-
tækið að fá hina ungu Chung í
sínar raðir því hún þykir með
eindæmum smart og mikil fyrir-
mynd í tískuheiminum. Í yfir-
lýsingu frá fyrirtækinu segir:
„Chung er öllum tískumeðvituð-
um konum innblástur.“
Fatnaðurinn kemur í búðir með
haustinu en þau frægu nöfn sem
áður hafa ljáð fyrirtækinu and-
lit sitt eru Kate Moss og Gisele
Bündchen.
Alexa í fata-
bransann
Í SAMSTARF MEÐ VERO MODA Alexa
Chung verður andlit fyrirtækisins í vetur.
NORDICPHOTOS/GETTY
Elva Dögg Gunnarsdóttir hefur
gengið til liðs við grínhópinn
Innrásarvíkingarnir. Hún er
eini uppistandarinn á Íslandi
með Tourette-heilkenni. Hún er
ófeimin við að gera grín að sjálfri
sér og öllum kækjunum sem hún
er með og bara lífinu almennt.
Elva Dögg kemur í hópinn
í stað Óskars Péturs Sævars-
sonar en fyrir voru þeir Rökkvi
Vésteinsson og Beggi blindi.
Hópurinn hefur verið á ferða-
lagi um landið í sumar. Í kvöld
verður hann í Hofi á Akureyri, á
morgun á Húsavík og á Siglu-
firði á laugar daginn. Ferðalaginu
lýkur með uppistandi í Reykjavík
í byrjun október. - fb
Elva Dögg í
Innrásarhóp
INNRÁSARVÍKINGAR Elva Dögg Gunn-
arsdóttir hefur gengið til liðs við Inn-
rásarvíkingana.
Það ríkir mikil gleði við dönsku hirðina eftir að tilkynnt var um
að Marie prinsessa væri barnshafandi. Hún og maðurinn henn-
ar, Jóakim prins, eiga von á barni í janúar og verður prinsinn
því brátt fjögurra barna faðir. Marie og Jóakim eiga fyrir hinn
tveggja ára gamla Henrik en Jóakim eignaðist tvö börn með
prinsessunni Alexöndru. Spákona heldur því fram að hjónin eigi
von á strák.
Ekki verður annað sagt en að danska hirðin fjölgi sér ört því
Friðrik krónprins og eiginkona hans, Mary Donaldson, eignuðust
fyrr á þessu ári tvíbura og áttu fyrir tvö börn. Margrét Þórhildur
Danadrottninng mun því vart hafa undan að kaupa gjafir handa
öllum átta barnabörnunum sínum.
Nú verður kátt í höllinni
FJÖLGAR Í FJÖLSKYLDUNNI Jóakim prins og Marie eiga
von á sínu öðru barni í janúar. Þetta er fjórða barn
Jóakims og áttunda barnabarn Margrétar Þórhildar.
NORDICPHOTOS/GETTY