Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 74
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is FL U G A N TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI Á REYKJANESI VEGNA FISKELDIS Þessi útgáfa af Sunray flýtur hátt. Sunray Tsunami hefur verið að gera allt vitlaust undan- farið á stórum breiðum. UPPSKRIFT Hnýtt á plaströr Tvinni - Svartur UNI 6/0 Vængur - Svartlitað geitarhár og strimlar af flashabou haus - Svart- lituð búkhár af hjartardýri, klippt til. Best á breiðuna SUNRAY TSUNAMI Ríflega 3.440 laxar voru komnir á land í Ytri-Rangá um miðjan dag í gær eftir að morgunhollið skilaði af sér 43 fiskum. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumað- ur segir veiðina hafa verið jafna og þétta með stíganda í sumar. „Að undanförnu hafa veiðst á bilinu sextíu til hundrað laxar á dag,“ segir Bjarki Már Jóhanns- son, leiðsögumaður í Ytri-Rangá, sem tók á móti útsendurum Frétta- blaðsins á morgunvaktinni í gær. Ytri-Rangá hefur undanfarin ár verið með aflahæstu laxveiðiám landsins og sumarið sem nú er að líða er engin undantekning á því. Áður en veiðar hófust í gær höfðu 3.400 laxar verið dregnir á land. Í hádegishléinu höfðu bæst við 43 laxar sem ánægðir veiðimenn færðu til bókar. Bjarki Már fór fyrst með okkur Fréttablaðsmenn að hinum fræga Ægissíðufossi. Áður en langt um leið var fyrsti laxinn kominn upp á bakka. Tveir bættust fljótlega við úr svokölluðum Klöppum fyrir neðan fossinn auk þess sem væn sjóbleikja tók fluguna. Dágóður lax sleit sig síðan lausan í fossin- um áður en kominn var tími til að halda á næsta stað. Veitt er á tuttugu stangir í Ytri- Rangá og voru flestar þeirra mannaðar útlendingum í gær. Óhætt er að segja að hópurinn virtist afar ánægður með upp- skeruna. Langalgengastir voru laxar á bilinu fjögur til sex pund. Tveir norskir veiðimenn sem rætt var við segjast um miðjan morgun hafa fengið tvo laxa á sína stöng og Spánverja, sem var með þeim á svæði, hafa náð fjórum löxum. „Við fengum sjö og misst- um sjö,“ segir Svíi á bílastæðinu við veiðihúsið. Bjarki Már segist hafa verið leiðsögumaður við Rangá í þrjú sumur. Fyrsta sumarið hafi hann verið á eigin vegum en nú sé hann starfsmaður Lax-ár, leigutaka árinnar. Það er beinlínis brjálað að gera hjá Bjarka Má sem unnið hefur hvern einasta dag síðustu þrjár vikur. Sjálfur er hann með alvarlega veiðidellu. „Þetta kemur frá pabba,“ segir hann um veiðiáhugann. „Við vorum mikið í sumarhúsi í Fljóts- hlíð þegar ég var krakki og þá leið ekki sá dagur að ég færi ekki niður í læk að eltast við urriða. Eftir að ég fór að vinna sjálfur fyrir pen- ingum fór ég að færa mig meira yfir í laxinn.“ Eins og aðrir ástríðuveiðimenn fer Bjarki Már á stjá með stöngina strax og færi gefst á vorin. „Ég fer til dæmis mikið í Þingvallavatn. Þar fékk ég 22 og 18 punda urriða í vor og fjölmarga aðra fiska. Urr- iðinn er alvöru fiskur sem segja má að slái laxinn alveg út,“ segir hann. Eftir að hafa komið okkur í gang í morgunsárið átti Bjarki Már lausa stund og hélt til veiða á svæði sem ekki var upptekið þenn- an morgun. „Ég var að leika mér að hitsa,“ segir Bjarki þegar við hittum hann aftur á nýjum veiði- stöðum við Hellisey og Tjarnar- breiðu. Þar leiðbeindi hann okkur og hvarf svo til annarra verka. Við Hellisey og Tjarnarbreiðu var það sama upp á teningnum og var fyrir neðan Ægissíðufoss; gnægð var af laxi og hann sýndi sig víða. Tveir laxar bættust þar í safnið þennan morgun. Þegar við í vaktarlok framvís- uðum fimm löxum til mælingar og skráningar í veiðibókina feng- um við hrós frá Bjarka Má. „Þetta er bara mjög gott hjá ykkur,“ segir leiðsögumaðurinn. Og það fannst okkur líka. gar@frettabladid.is Jöfn og þétt mokveiði heldur áfram í Rangá BJARKI MEÐ BLEIKJU Þótt laxarnir í Ytri-Rangá séu margir eru þar einstaka silungar líka. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumaður segir mælst til þess að slíkum fiskiúr náttúrulegum stofnum árinnar sé gefið líf. Þessi sjóbleikja sem Bjarki heldur á og blaða- maður veiddi synti því sína leið eftir mælingu á bakkanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Uppskrift og mynd af Flugan.is Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing FARIÐ YFIR STÖÐUNA Bubbi, Guðbrandur Einarsson yfirleiðsögumaður, og Bjarki Már ræða málin í upphafi dags við veiðihúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR TEKIÐ Á ÞVÍ Nóg var af laxi neðan Ægis- síðufoss og renndu sumir þeirra sér á fluguna og tóku hraustlega á móti. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR 326 1LAXAR og 240 sjóbirtingar höfðu veiðst á tvær stangir í sumar í Straumum í Borgarfirði á þriðjudaginn var. METRI er lengdin á sjö kílóa urrr- iða sem danskur veiðimaður náði á land í Minnivallalæk fyrr í þessum mánuði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.