Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 21
IÐUXXl
Katrin í Ási.
15
skipunum var skrautbúið fólk, er lék á hljóðpípur
og önnur hljóðfæri. Og Katrín sá stóran aldingarð,
þar sem sveinar og meyjar stigu dans og lilu hvort
annað ástaraugum. Þeir sem ekki höfðu fengið að
njótast á jarðríki, hittusL nú aftur hér, og stúlkur,
sem höfðu verið ófríðar og jafnvel vanskapaðar á
jörðu niðri, voru nú orðnar langfegurstar, svo að
þær sátu ekki nokkurn dans.
Engillinn spurði Katrínu, hvort hún vildi nú ekki
eyða tímanum þarna um borð í einni skemtiskútunni
og verða ung og fögur eins og þær, sem stigu dans-
inn. En ekki vildi Ivatrín það, — hún mundi nú
alt í einu eftir því, að slátlurinn var um það leyti
að byrja í Ási, og hvernig átti liann Pétur auming-
inn að bjarga inn öllu heyinu svona aleinn.
Þá sá Katrín, hvar menn sátu að átveizlu við
fagurlega og vel búið borð. Og mennirnir, sem við
það sátu, voru búnir pelli og purpura og höfðu
blóm í hári og þeir lutu hver að öðrum, hringdu
skálum, drukku tvímenning og hlógu, svo að það
beyrðist langar leiðir. Engillinn sagði, að margir
þessara manna hefðu verið fátækir á jörðunni og
'arla haft málungi matar, en slíkar veizlur hefðu
staðið þeim fyrir hugskotssjónum sem hin mesta
sæla og þvi fengju þeir nú þannig óskir sínar upp-
fyltar.
Því næst sá Ivatrín annan aldingarð, þar sem itur-
^axnar konur gengu við arm riddara sinna, og gekk
þar tvent og tvent á grasi vöxnum götum inni á milli
Irjáa og runna, sem skýldu þeim hverju fyrir öðru,
því að þannig kusu þau helzt að vera. Og þau hvísl-
uðust á ástarorðum og föðmuðust, kystust og and-
vörpuðu og hétu hvort öðru eilífri trygð. Og þau
voru svo sæl, að þau gleymdu öllu öðru í himnaríki.
f^ngillinn spurði Katrínu, hvort hún kysi nokkuð af
þessu í sitt hlutskifti, en Katrín sagði: — »Eg á nú