Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 24
Johan I3ojer:
l IÐU.NN'
18
kollinn og lét engilinn ílj'tja hana til jarðarinnar
aftur.
Katrín varð alveg frá sér numin af fögnuði, þegar
liún kom svo langt niður úr skýjunum, að hún gat
séð heim að Ási. Hún kannaðist við húskofann,
fjósið og girðinguna langar leiðir í hurtu. Pað var
farið að rjúka á bænum, svo að eitthvað átti nú að
fara að matselda. Eftir þetta kvaddi engillinn hana,
því að nú gat hún ratað heim.
Þá er Katrín nálgaðist jörðina, sá hún að það
mundi vera árla dags, því að það rauk upp af engj-
unutn af náltfallinu og fólkið var að fara út á engjar
með Ijá og hrííu um öxl. Pétur kom út úr fjósinu
með þá rauðskjöldóttu á eftir sér lil þess að tjóðra
hana í túninu og svo fór hann að bera inn mjólk-
ina. Auminginn, hann hafði líklegasl sjálfur verið að
mjólka og var víst ekki mjög vanur þeirri búsýslunni-
Katrín komst brátt á snoðir um, að hann gerði
livorki að heyra hana né sjá; en hún fór þó á efth'
honum inn í eldhúsið og setlist á hlóðarsteininn og
horfði á hann, á meðan hann síaði mjólkina. Það
fór nú svo og svo og sízt eins og skyhli. Sáldið var
óþvegið og sumt af mjólkinni fór niður, um leið og
hann helti henni i trogið, og trogið var ekki heldur
hreint. Vissi hann ekki, kjáninn sá arna, að mjólkin
mundi lljótt súrna með þessu lagi?
Því næst fór hún með honum inn í haðslofu, er
hann fór að vekja drengina og hjálpa þeim til að
íinna fötin sín. Sá yngri, Símon, spurði, hvort hún
mamma væri ekki komin heim núna; en faðir hans-
svaraði, að hann yrði nú að fara að hætta að stagl-
ast á hessu og spyrja um þetta — hún mamma
kæmi líklegast hvort sem væri undireins og hún gæh
komið því við. Katrín klappaði bæði Símoni og