Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 31
IÖUNN)
A-ha.
25
af »Heimskringlu«, par á meðal myndina af Snorra Sturlu-
syni (og haft par sjálfan sig að fyrirmynd). — Hann er
'ika rithöfundur og skáld. Elzt skáldsagna hans er Albertina
(1886), mannúðarríkt sóknarskjal gegn löghelguðu saurlífi
°g alleiðingunum af afskiftum ríkisins af pví. Bókin var
gnr upptæk; en átakanlega var hún vel rituð.]
Heíi ég verið drukkinn, eða hefi ég verið sjúkur?
Er það fyrsta skiftið eftir þung veikindi, að ég
kem út í dag?
Það er kyrð í sál minni, eins og í sál manns, sem
et' í afturbata.
Sem stendur man ég ekkert annað en það, að það!
var vetur, þegar ég kom út síðast.
Samt er vor nú.
Hefi ég þá verið lengi veikur? Það er annars
hokkuð merkilegl landslag, þetta. Það er eins og það
sé ekki heldur verulegt vor. Það er meðal-árstími..
Einhver samnefnari allra tíma ársins.
Hvað hefir komið fyrir?
Hvar er ég?
En mest er um það vert, hver er ég. Því að það
'irðist svo, sem ég hafi gleymt því líka. Uss! Það
er hezt að enginn verði var við það; það er svo
sneypulegt.
Ætli ég liafi fengið einlivern þann sjúkdóm í heil-
ann, sem lýsir sér svo, að menn gleyma alt í einu
öllu?
Nei, ekki getur það verið það. Því að þá halda
'henn, að þeir séu einhverjir aðrir menn. Þeir hugsa
Sl8 alveg inn í ástæður hinna. Þeir eru sér þess
a|drei meðvitandi, að þeir hafi gleymt neinu. í sama
n'i, sem þeir vila af gleymskunni, eru þeir læknaðir;
aeilinn er á sama augabragði kominn í sínar gömlu
(ellingar.
Minn kvilli er alveg njrr, og fyrir því er hann mjög
lngnæmur. En ég ætla alls ekki að fara að gæða