Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Side 32
Christian Krohg:
I IÐUNN
2G
taugalæknunum á þeim sælgætis-bila. Kg ælla að
fara leynt með þetta, vera gætinn og fálátur, þangað
til ég rek mig á eitthvað, heyri eitthvert orð eða
nafn, sem kemur mér á rekspölinn og flytur mig úr
þessum vanda.
í raun og veru eru örðugleikarnir út af nafninu
óviðkunnanlegastir, þelta, að ég hefi ekki huginynd
um, hvað ég heiti.
Auðséð er það, að ég hefi ekki alveg mistminnið;
að minsta kosti man ég eftir andlitum. t’arna eru á
ferðinni tvö andlit, sem ég þekki. Karlmaður og
kvenmaður.
Þetta er undarlegt. Þau ganga hvort fram lijá öðru
og heilsast ekki. Mér heíir altaf fundist, þau vera
lijón. .)á, ég held nú það. Þau sáust ekki nema
saman, og ævinlega leiddust þau.
Þau hljóta að vera skilin. Já, svona fer það. En
þau þurftu samt ekki að verða óvinir út úr því.
Það er orðið svo fornfálegt.
Menn geta þó ævinlega heilsast. Svo kunnug eru
hjón hvort. öðru.
Og þarna er lika andlit, sem ég þekki. Það er
liann Petersen.
Guði sé lof! — þarna er orð, nafn, sem ég gel
haldið mér við. Eg held, að með því geti ég rifjað
annað upp, svo að ég geti farið að muna, hvað ég
heiti sjálfur, og hver ég er. Pað er annars undarlegt,
hvað mikið af manni er bundið við nafnið. Pví að
ég er þess fullvís, að ef ég vissi, hvað ég heiti, þá
mundi ég vita, hvernig ég var, því að ofurlítið vit
hafa menn á því að meta sjálfa sig. Eg mundi þá
vita, hvort ég hafi verið heiðursmaður eða fantur,
hugrakkur maður eða heigull, veikgeðja maður eða
einbeiltur. Pað er afar-óþægilegt, að ég skuli ekki hafa
hugmynd um þetta. Pess vegna veit ég ekki, hvernig
ég á að haga mér. Maður gelur komist í mótsögn