Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 46
40
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN
nú hefðum nógu sterkan sljörnukíki til þess að
bregða fyrir augað, myndum vér sjá, að slæða þessi
leysist upp í óteljandi sólir og stjörnur og iýsandi
efnisþokur. Og gætum vér séð hringinn í kring um
jörð vora, myndum vér sjá, að slæða þessi umlykur
alt himinhvolfið eins og gjörð, þótt hún greiðist í
sundur á stöku stað, enda er vetrarbrautin sann-
kölluð megingjörð himnanna. Hún umlykur öll sól-
kerfi ómælisgeimsins og er í raun og veru sjálf sól-
kerfi sólkerfanna. Vort eigið sólkerfi kvað liggja utan-
vert í henni miðri.
Enda þótt mannsaugað bregði nú hinum slerkasta
stjörnukiki fyrir sig, þá er það svo sljótt, að það
getur hvergi nærri greint allar þær sljörnur, sem eru
í vetrarbrautinni. Eftir því sem sjónglerin verða öfl-
ugri og betri, koma þúsundir og aftur þúsundir
stjarna í Ijós upp úr hyldýpi himnanna. Og því sem
vér náum ekki með augunum, ná hinar næmu ljós-
myndaþynnur, þegar þeim er brugðið bak við sjón-
glerin. Með þessu móti hafa menn getað kannað
alheimsgeiminn æ betur og betur, enda eru menn nú
orðnir margs vísari um hann en þeir áður voru.
Flestar þær stjörnur, er vér sjáum á himninum,
eru blikandi sólir í fjarlægum sólkerfum eða fylgi-
hnettir þeirra, sem enn eru sjálflýsandi. Sólkerfin í
alheimsgeimnum eru þannig óteljandi. Og nánari
rannsóknir hafa nú sýnt, að þau eru á mjög svo
mismunandi aldurs og þroska skeiði. Sum eru um
það bil að verða til, sum á gelgjuskeiðinu og sum í
blóma aldurs síns. En sumum er aftur á móti farið
að hnigna og þau eru komin að fótum fram. Ein-
staka sólir eru jafnvel alveg út brunnar, orðnar að
svörtum sólum. Það eru líkin í alheimsgeimnum,
sem þó verða að ljósmæðrum lífsins.
Nú vaknar sú spurning ósjálfrátt upp fyrir manni: