Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 50
44
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN
þetta heldst við, þangað til sólin er brunnin út. IJá
helkróknar lífið á reikistjörnunum.
Þannig hugsa vísindin sér nú, að sólkerfin verði
til og þroskist. Og tilgáta þessi á við mörg rök að
styðjast. Fyrst er það nú, að ljósmyndirnar sýna
oss sólkerfin á mismunandi þroskastigi, frá frum-
þokunni og upp í fullþroska sólkerfi eins og t. d.
sólkerfi vort virðist um það bil að verða. En í öðru
lagi er það einkum ljósið sjálft, er segir oss svo
margt og mikið um alt eðli og ásigkomulag himin-
hnatta þeirra, sem það stafar frá. Og livað er nú
það, sem ijósið sýnir? Er það ekki eins, þótt það
komi frá mismunandi stjörnum? Og þótt það væri
að einhverju ieyti frábrugðið í fyrsiu, mundi það þá
ekki missa þessi sérkenni sín á liinum miklu vega-
lengdum, sem það verður að fara? Það er ekki við
lambið að leika sér, þar sem um fjarlægðirnar i
alheimsgeimnum er að ræða. En ljósið brúar alt og
það er sá bezti og áreiðanlegasti sendiboði. Þáð
ber oss jafnt boðin frá hinum nálægustu og fjar-
lægustu stjörnum. En þótt það sé fljótasti hraðboð-
inn, sem vér þekkjum, — það fer 300,000 kílóm. á
sekúndunni — þá er það þó ærið lengi á leiðinni
frá sumum þeirra. Frá vorri eigin sól er það 8
minútur á leiðinni; frá nálægustu fastastjörnu, sem
er Alfa í Bogmanninum, 3 ár, og frá Norðurstjörn-
unni (pólstjörnunni), sem þó er tiltölulega nærri oss,
35 ár! Þá rná geta nærri, hversu lengi það er á
leiðinni frá hinum fjarlægustu sólum, sjálfsagt þús-
undir ára. En þetta gefur oss ofurlitla hugmynd um,
hvílikt ómælisdjúp alheimsgeimurinn er.
En Ijósið er engu að síður trúr sendiboði. Það skýrir
oss ekki einasta frá afstöðu og lil þeirra sljarna, er
það stafar frá, lieldur einnig frá því, hvaða efni
séu í þeim. Þannig ber það oss boð um það, að lii
séu tvísólir og jafnvel þrísólir í sumum sólkerfum