Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 55
IÐUNN]
Heimsmyndin nýja.
49
Þá koma ýmsar lofttegundir í ljós eins og t. d.:
Kolaefni, C (12), Köfnunarefni, N (14) og
Súrefni, 0 (16).
í*á koma málmarnir til sögunnar, fyrst þeir léttu:
Magnesium, Mg (24) og Calcium, Ca (40);
síðan hinir þyngri, svo sem: Járn, Fe (56), Kopar,
Cu (64) og Zink, Zn (65)
og loks liinir þyngstu, svo sem: Kvikasilfur, Hg
(200) og Blý, Pb (207).
Því næst reka hin þyngstu frumefni, hin svonefndu
geislandi efni, lestina, enda eru þau orðin svo þung,
að þau eru farin að leysast upp aftur, t. d.:
Radium, Ra (22(5) og Úran, U (238,5).
Alls eru frumefni, þau sem nú eru fundin, um 80
að tölu og mætti æra óstöðugan að telja þau öll upp,
enda skiflir það engu máli hér. Það sem þegar er
tekið fram, er nægilegt til að sýna, að frumefnin
verða til stig af stigi, fyrst hin léttari og svo hin
þyngri, og þyngstu frumefnin taka loksins að leysast
upp aftur í önnur létlari efni um leið og þau stafa
fi’á sér Ijósi, hita og rafmagni. En með þessu er það
sýnt, að sjálf frumefnin eru orðin til og hafa þróast
hvert fram af öðru. [Frh.]
Staka.
Kraftur, heimssál, alt sem er
inst og dýpst í þessum heimi, —
þig ég dýrka, þér ég sver
að þjóna, meðan líf ég geymi.
®öunn I.
4