Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Page 68
62 Jón Ólafsson: [ IÐUNN næstu vetur; sagöi, að það væri nógur tíminn fyrir mig veturinn, sem ég ætti að fermast. Ég hefi aldrei verið næmur á að læra utanbókar, en sæmilega skilningsgóður var ég snemma eftir aldri, enda lagði faðir minn meiri stund á að glæða skiln- ing minn, heldur en að æfa næmið. Hann var merki- Iega Ijúfur og óþreytandi þolinmóður að leysa úr öllum spurningum mínum, svo að ég kom ævinlega til hans hyklaust og feimnislaust með alt, sem mér datt í hug, og hann gerði sér jafnan far um að leysa úr spurningum mínum, greiða úr öllu óljósu og benda mér á allar veilur í hugsun og ályktunum. Fram yfir miðja 19. öld var það almennur siður, að láta börnin þéra foreldra sína, og svo gerðu öll eldri systkin mín. En við seinni konu börnin vorum alin upp við að þúa foreldra okkar. Yfir höfuð var faðir minn mér eins og elskulegur eldri bróðir. Þegar hann bannaði okkur eitthvað, var það ekki gert með neinni hörku, og ef ástæðurnar lil bannsins voru ekki alveg auðsæjar, var hann vanur að segja okkur, af hverju við mætlum ekki gera það sem hann þá bannaði okkur. Ef ég liafði óhlýðnast einhverju, var hann sjaldan byrstur við mig, heldur var hann sorgbilinn og sagði mér með mildum orðum, hvað sér þætti mikið fyrir; að minsta kosti einu sinni man ég, að hann sagðisl hafa hugsað, að mér þætti svo vænt um sig, að ég vildi ekki hryggja sig með því að gera sér á móti. Og satt að segja hafði ég svo mikla ást á föður mínum, að ég vildi með engu móti gera honum*já móti, enda bar það örsjaldan við að ég óhlýðnaðist honum, nema þá í gáleysi. Um hauslið þegar ég var á 9. ári, fór faðir minn að kenna mér dönsku, og gleypli ég hana í mig alveg furðanlega lljótt. Eg las þann vetur leslrarbók Sveinbjarnar Hallgrímssonar og meiri partinn af Ove Malling’s »Store og gode Handlinger« og fáeinar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.