Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Side 70
64
Jón Ólafsson:
I IÐUNN
fór að sumarlagi. Á 7. árinu fékk ég að fara með
honum í kaupstað til Eskifjarðar; riðum við Staðar-
skarð og inn að Berunesi og vorum setlir þar yíir
Reyðarfjörðinn inn í kaupstað. Að ég fékk að fara
þessa ferð svona ungur, átli ég að þakka Þorvaldi
móðurbróður mínum. Hann var söðlasmiður og hafði
búið til og gefið mér reiðfæri um vorið. Það var
dýna stoppuð, skinnfóðruð að ofan, ístöð lítil voru
á henni og ólar ofan á dýnunni, sem spentu urn
lærin á mér og héldu mér svo föstum, að ég gat
bókstallega ekki dotlið af baki. Pabbi vildi fyrst
teyma undir mér, en við það var nú ekki komandi.
Eg reið rauðum hesti, sem ég átti sjálfur; hafði ég
svo oft reynt mig á honum berbakt, að liann var
orðinn alveg vanur taumháídi minu, enda var eins
og blessuð skepnan hefði vit fyrir okkur báðum.
Einu sinni man ég eftir að faðir minn var sóttur
til að skíra barn í Vík, sem er sunnan við fjörðinn
andspænis Kolfreyjustað, en lílið eitt innar. Stinn-
ingskaldi var á norðan, svo að hvítfreyddi á sjónum.
Þá vildi ég fá að fara með, en fékk það ekki, en
íylgdi föður minum ofan að bátnum. Hann sagðist
koma aflur eftir 1—2 klukkutima og sætti ég mig
við það og hélt heimleiðis. Á leiðinni heim datt mér
það alt í einu í hug, að svo hvast væri, að hætt
gæti verið við að báturinn færist. Þetta var náttúr-
lega ekki annað en fávizka mín; enginn minsti háski
á ferðum. En þetta hafði nú bitið sig fast í mig og
ég þóttist vita með vissu, að þetta væri orsökin til
þess að faðir minn hefði ekki viljað lofa mér með
sér. En hitt var þó lieldur, að faðir minn hafði
óttast, að mér yrði kalt, einkum á heimleiðinni, er
berja varð á móti vindi. Eg fór ekki heim, heldur
upp á hraun, settist þar og hafði ekki augun af
bátnum þangað til liann var kominn yfir fjörð-
inn, og alla tíð var ég sárgrátandi á meðan.